Dýravelferðarmartröð af áður óþekktri stærð Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 24. apríl 2024 10:30 Nú er komið fram á Alþingi frumvarp sem var unnið á vakt Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sinnti störfum matvælaráðherra í um þrjá mánuði á þessu ári. Við vorum mörg sem bundum vonir við að tekið yrði fast á sjókvíeldisfyrirtækjunum í þessu frumvarpi. Þar á meðal á skelfilegri meðferð þeirra á eldislaxi. Þær vonir eru að engu orðnar því sem fyrr skulu eldisdýrin pínd til að viðhalda gróða eldisfyrirtækjanna. Hroðaleg meðferð Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs drápust 815.000 eldislaxar í sjókvíum við Ísland samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Matvælastofnun. Sú tala er á við rúmlega tífalda stærð alls íslenska villta laxastofnsins. Í fyrra létu sjókvíaeldisfyrirtækin 4,5 milljónir eldisdýra drepast í sjókvíunum. Það eru 56 sinnum fleiri eldislaxar en samanlagður fjöldi villtra laxa sem gengur í ár á landinu. Og þessir eldislaxar kveljast þar að auki til dauða. Þeir ýmist kafna eða hjartað gefur sig, þar sem þeir þola ekki píndan vöxtinn, eða vegna hrikalegra áverka af völdum laxalúsar og vetrarsára. Þetta á við alls staðar þar sem sjókvíaeldi er stundað. Í Noregi þurfti til dæmis í átta vikur í röð nú í febrúar og mars að farga eða vinna í mjöl 35 prósent af öllum eldislaxi sem kom til slátrunar. Svo illa farinn og sjúkur var hann. Hverjir hafa lyst á að borða matvöru sem er framleidd með þessum hætti? Verra hér á landi Ástandið er enn verra hér. Mun hærra hlutfall drepst á hverju ári í sjókvíum við Ísland í samanburði við Noreg. Martröð dýranna er ólýsanleg eins og sjá má í myndböndum, sem Veiga Grétarsdóttir Sulebust kajakræðari og náttúruverndarkona tók hjá Arctic Fish og Arnarlaxi. Fyrirtækin í Patreksfirði þurftu að farga um tveimur milljónum eldislaxa sem voru svo illa skaðaðir af lús að engin leið var að bjarga þeim. Þessi myndbönd fóru í birtingu í fjölmiðlum um allan heim og vöktu hrylling og viðurstyggð. Má ekki verða að lögum Því miður þá munu fyrirtækin fá að halda þessu áfram svo til óáreitt ef lagareldisfrumvarpið verður að lögum. Þar er vissulega kveðið á um skerðingu á framleiðslukvóta en viðurlögin eru svo veikburða að fyrirtækin geta látið yfir 20 prósent af eldisdýrunum drepast samfleytt í 27 til 36 ár áður en reynir á ákvæði um „afturköllun rekstrarleyfis“. Þetta er algjörlega óásættanleg sinnuleysi gagnvart velferð eldisdýranna. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum af mörgum ástæðum og þetta er ein þeirra. Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Dýraheilbrigði Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er komið fram á Alþingi frumvarp sem var unnið á vakt Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sinnti störfum matvælaráðherra í um þrjá mánuði á þessu ári. Við vorum mörg sem bundum vonir við að tekið yrði fast á sjókvíeldisfyrirtækjunum í þessu frumvarpi. Þar á meðal á skelfilegri meðferð þeirra á eldislaxi. Þær vonir eru að engu orðnar því sem fyrr skulu eldisdýrin pínd til að viðhalda gróða eldisfyrirtækjanna. Hroðaleg meðferð Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs drápust 815.000 eldislaxar í sjókvíum við Ísland samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Matvælastofnun. Sú tala er á við rúmlega tífalda stærð alls íslenska villta laxastofnsins. Í fyrra létu sjókvíaeldisfyrirtækin 4,5 milljónir eldisdýra drepast í sjókvíunum. Það eru 56 sinnum fleiri eldislaxar en samanlagður fjöldi villtra laxa sem gengur í ár á landinu. Og þessir eldislaxar kveljast þar að auki til dauða. Þeir ýmist kafna eða hjartað gefur sig, þar sem þeir þola ekki píndan vöxtinn, eða vegna hrikalegra áverka af völdum laxalúsar og vetrarsára. Þetta á við alls staðar þar sem sjókvíaeldi er stundað. Í Noregi þurfti til dæmis í átta vikur í röð nú í febrúar og mars að farga eða vinna í mjöl 35 prósent af öllum eldislaxi sem kom til slátrunar. Svo illa farinn og sjúkur var hann. Hverjir hafa lyst á að borða matvöru sem er framleidd með þessum hætti? Verra hér á landi Ástandið er enn verra hér. Mun hærra hlutfall drepst á hverju ári í sjókvíum við Ísland í samanburði við Noreg. Martröð dýranna er ólýsanleg eins og sjá má í myndböndum, sem Veiga Grétarsdóttir Sulebust kajakræðari og náttúruverndarkona tók hjá Arctic Fish og Arnarlaxi. Fyrirtækin í Patreksfirði þurftu að farga um tveimur milljónum eldislaxa sem voru svo illa skaðaðir af lús að engin leið var að bjarga þeim. Þessi myndbönd fóru í birtingu í fjölmiðlum um allan heim og vöktu hrylling og viðurstyggð. Má ekki verða að lögum Því miður þá munu fyrirtækin fá að halda þessu áfram svo til óáreitt ef lagareldisfrumvarpið verður að lögum. Þar er vissulega kveðið á um skerðingu á framleiðslukvóta en viðurlögin eru svo veikburða að fyrirtækin geta látið yfir 20 prósent af eldisdýrunum drepast samfleytt í 27 til 36 ár áður en reynir á ákvæði um „afturköllun rekstrarleyfis“. Þetta er algjörlega óásættanleg sinnuleysi gagnvart velferð eldisdýranna. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum af mörgum ástæðum og þetta er ein þeirra. Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun