Stofnaði lífi átta manna í hættu „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 11:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skoðaði eldvarnir húsnæðisins og fann ýmsa galla á þeim. Vísir/Vilhelm Jóhann Jónas Ingólfsson var nýverið dæmdur til fjögurra mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að brot gegn lögum um brunavarnir í atvinnuhúsnæði sem hann átti. Þar lét hann útbúa búseturými án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir um brunavarnir. Með því var hann talinn stofna lífi þeirra sem bjuggu í rýminu í hættu. Fram kemur í dómi að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi skoðað eldvarnir hússins að beiðni lögreglu í júní árið 2018 þar sem komu í ljós ýmsir gallar á brunavörnum eins og að engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni. Þá var ástand raflagna óásættanlegt og skapaði eldhættu. Auk þess fól starfsemin sem fór fram í húsinu í sér íkveikjuhættu og var metin aukin brunahætta vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu. Með þessu var Jóhann talinn stofna „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ lífi og heilsu þeirra manna sem voru búsettir í húsnæðinu í augljósan háska. Í það minnsta átta karlmenn bjuggu í húsnæðinu. Jóhann Jónas játaði sök í þinghaldi þann 10. apríl. Við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að hann var í ágúst í fyrra sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot í rekstri fyrirtækja sinna Verktakar já Art2b og Já iðnaðarmenn sem bæði hafa verið afskráð. Þá var hann dæmdur í ellefu mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Brotin sem hér um ræðir voru framin áður en sá dómur var kveðinn upp og er Jóhanni því dæmdur hegningarauki. Litið var til þess að hann stofnaði lífi einstaklinga í hættu en á sama tíma var einnig litið til þess að langt sé liðið frá broti. Rannsókn hafi tafist af ástæðum sem hann ber ekki ábyrgð á. Því var hann dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundins fangelsis. Flúði land Fjallað var nokkuð ítarlega um brot Jóhanns Jónasar árið 2021 á vef DV þegar hann var ákærður fyrir skattalagabrot sín. Þar kom þá fram að Jóhann ætti sér langa brotasögu hafi verið dæmdur fyrir bæði kynferðisbrot og fíkniefnasmygl á tíunda áratug síðustu aldar. Þá var hann einnig sagður hafa flúið land eftir að hafa hlotið dóm og komið sér hjá afplánun. Slökkvilið Dómsmál Húsnæðismál Reykjavík Skattar og tollar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Fram kemur í dómi að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi skoðað eldvarnir hússins að beiðni lögreglu í júní árið 2018 þar sem komu í ljós ýmsir gallar á brunavörnum eins og að engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni. Þá var ástand raflagna óásættanlegt og skapaði eldhættu. Auk þess fól starfsemin sem fór fram í húsinu í sér íkveikjuhættu og var metin aukin brunahætta vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu. Með þessu var Jóhann talinn stofna „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ lífi og heilsu þeirra manna sem voru búsettir í húsnæðinu í augljósan háska. Í það minnsta átta karlmenn bjuggu í húsnæðinu. Jóhann Jónas játaði sök í þinghaldi þann 10. apríl. Við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að hann var í ágúst í fyrra sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot í rekstri fyrirtækja sinna Verktakar já Art2b og Já iðnaðarmenn sem bæði hafa verið afskráð. Þá var hann dæmdur í ellefu mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Brotin sem hér um ræðir voru framin áður en sá dómur var kveðinn upp og er Jóhanni því dæmdur hegningarauki. Litið var til þess að hann stofnaði lífi einstaklinga í hættu en á sama tíma var einnig litið til þess að langt sé liðið frá broti. Rannsókn hafi tafist af ástæðum sem hann ber ekki ábyrgð á. Því var hann dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundins fangelsis. Flúði land Fjallað var nokkuð ítarlega um brot Jóhanns Jónasar árið 2021 á vef DV þegar hann var ákærður fyrir skattalagabrot sín. Þar kom þá fram að Jóhann ætti sér langa brotasögu hafi verið dæmdur fyrir bæði kynferðisbrot og fíkniefnasmygl á tíunda áratug síðustu aldar. Þá var hann einnig sagður hafa flúið land eftir að hafa hlotið dóm og komið sér hjá afplánun.
Slökkvilið Dómsmál Húsnæðismál Reykjavík Skattar og tollar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira