Samþykkja helming umsókna um sölu eigna fyrir lok vikunnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 15:27 Á áttunda hundrað umsókna um að ríkið kaupi íbúðarhúsnæði í Grindavík hefur borist félaginu Þórkötlu. Vísir/Arnar Stefnt er að því að lokið verði við að samþykkja helming umsókna Grindvíkinga um að ríkið kaupi íbúðarhúsnæði þeirra fyrir lok þessarar viku. Þegar hafa verið samþykkt kaup á 263 fasteignum í Grindavík fyrir um tuttugu milljarða króna. Alls hafa 732 umsóknir borist Þórkötlu, félagi sem komið var á fót til þess að halda utan um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði þeirra Grindvíkinga sem það vilja, og af þeim afa 264 verið samþykktar til þessa. Stjórn félagsins ætlar sér að samþykkja kaup á hundrað eignum til viðbótar í þessari viku og verður þá búið að samþykkja rúman helming umsóknanna, að því er segir í tilkynningu frá Þórkötlu. Borið hefur á gagnrýni á meðal Grindvíkinga á að uppkaup ríkisins gangi ekki nógu hratt fyrir sig. Hópur þeirra mótmælti fyrir framan þinghúsið á Austurvelli í síðustu viku. Í tilkynningu Þórkötlu segir að nú sú hægt að afgreiða fleiri mál en áður eftir að lokið var endanlega við samninga við lánveitendur um helgina. Reynt sé að láta ferlið ganga hratt fyrir sig en viðbúið sé að mál komi upp sem skoða þurfi betur og lengri tíma taki að ganga frá þeim kaupum. Þar vísar félagið meðal annars til tilfella þar sem brunabótamat eigna hefur hækkað verulega frá því í nóvember, þegar meiriháttar jarðhræringar hófust við Grindavík, og fasteignir sem séu skráðar ókláraðar og hafa ekki fengið lokaúttekt þótt fjöldi ára sé liðinni frá því að þær voru byggðar. Samþykktar umsóknir fara í kaupsamningsgerð sem getur tekið allt að tíu virka daga. Grindavík Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40 Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06 Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Alls hafa 732 umsóknir borist Þórkötlu, félagi sem komið var á fót til þess að halda utan um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði þeirra Grindvíkinga sem það vilja, og af þeim afa 264 verið samþykktar til þessa. Stjórn félagsins ætlar sér að samþykkja kaup á hundrað eignum til viðbótar í þessari viku og verður þá búið að samþykkja rúman helming umsóknanna, að því er segir í tilkynningu frá Þórkötlu. Borið hefur á gagnrýni á meðal Grindvíkinga á að uppkaup ríkisins gangi ekki nógu hratt fyrir sig. Hópur þeirra mótmælti fyrir framan þinghúsið á Austurvelli í síðustu viku. Í tilkynningu Þórkötlu segir að nú sú hægt að afgreiða fleiri mál en áður eftir að lokið var endanlega við samninga við lánveitendur um helgina. Reynt sé að láta ferlið ganga hratt fyrir sig en viðbúið sé að mál komi upp sem skoða þurfi betur og lengri tíma taki að ganga frá þeim kaupum. Þar vísar félagið meðal annars til tilfella þar sem brunabótamat eigna hefur hækkað verulega frá því í nóvember, þegar meiriháttar jarðhræringar hófust við Grindavík, og fasteignir sem séu skráðar ókláraðar og hafa ekki fengið lokaúttekt þótt fjöldi ára sé liðinni frá því að þær voru byggðar. Samþykktar umsóknir fara í kaupsamningsgerð sem getur tekið allt að tíu virka daga.
Grindavík Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40 Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06 Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40
Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06
Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15