Samþykkja helming umsókna um sölu eigna fyrir lok vikunnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 15:27 Á áttunda hundrað umsókna um að ríkið kaupi íbúðarhúsnæði í Grindavík hefur borist félaginu Þórkötlu. Vísir/Arnar Stefnt er að því að lokið verði við að samþykkja helming umsókna Grindvíkinga um að ríkið kaupi íbúðarhúsnæði þeirra fyrir lok þessarar viku. Þegar hafa verið samþykkt kaup á 263 fasteignum í Grindavík fyrir um tuttugu milljarða króna. Alls hafa 732 umsóknir borist Þórkötlu, félagi sem komið var á fót til þess að halda utan um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði þeirra Grindvíkinga sem það vilja, og af þeim afa 264 verið samþykktar til þessa. Stjórn félagsins ætlar sér að samþykkja kaup á hundrað eignum til viðbótar í þessari viku og verður þá búið að samþykkja rúman helming umsóknanna, að því er segir í tilkynningu frá Þórkötlu. Borið hefur á gagnrýni á meðal Grindvíkinga á að uppkaup ríkisins gangi ekki nógu hratt fyrir sig. Hópur þeirra mótmælti fyrir framan þinghúsið á Austurvelli í síðustu viku. Í tilkynningu Þórkötlu segir að nú sú hægt að afgreiða fleiri mál en áður eftir að lokið var endanlega við samninga við lánveitendur um helgina. Reynt sé að láta ferlið ganga hratt fyrir sig en viðbúið sé að mál komi upp sem skoða þurfi betur og lengri tíma taki að ganga frá þeim kaupum. Þar vísar félagið meðal annars til tilfella þar sem brunabótamat eigna hefur hækkað verulega frá því í nóvember, þegar meiriháttar jarðhræringar hófust við Grindavík, og fasteignir sem séu skráðar ókláraðar og hafa ekki fengið lokaúttekt þótt fjöldi ára sé liðinni frá því að þær voru byggðar. Samþykktar umsóknir fara í kaupsamningsgerð sem getur tekið allt að tíu virka daga. Grindavík Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40 Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06 Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Alls hafa 732 umsóknir borist Þórkötlu, félagi sem komið var á fót til þess að halda utan um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði þeirra Grindvíkinga sem það vilja, og af þeim afa 264 verið samþykktar til þessa. Stjórn félagsins ætlar sér að samþykkja kaup á hundrað eignum til viðbótar í þessari viku og verður þá búið að samþykkja rúman helming umsóknanna, að því er segir í tilkynningu frá Þórkötlu. Borið hefur á gagnrýni á meðal Grindvíkinga á að uppkaup ríkisins gangi ekki nógu hratt fyrir sig. Hópur þeirra mótmælti fyrir framan þinghúsið á Austurvelli í síðustu viku. Í tilkynningu Þórkötlu segir að nú sú hægt að afgreiða fleiri mál en áður eftir að lokið var endanlega við samninga við lánveitendur um helgina. Reynt sé að láta ferlið ganga hratt fyrir sig en viðbúið sé að mál komi upp sem skoða þurfi betur og lengri tíma taki að ganga frá þeim kaupum. Þar vísar félagið meðal annars til tilfella þar sem brunabótamat eigna hefur hækkað verulega frá því í nóvember, þegar meiriháttar jarðhræringar hófust við Grindavík, og fasteignir sem séu skráðar ókláraðar og hafa ekki fengið lokaúttekt þótt fjöldi ára sé liðinni frá því að þær voru byggðar. Samþykktar umsóknir fara í kaupsamningsgerð sem getur tekið allt að tíu virka daga.
Grindavík Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40 Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06 Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40
Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06
Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15