Ræða mest málefni íslenskunnar á fundum enskumælandi ráðs Lovísa Arnardóttir skrifar 25. apríl 2024 08:01 Sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir það hafa verið nauðsynlegt að stofna enskumælandi ráð til að tryggja aðgengi allra íbúa að lýðræðislegri þátttöku. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir mikilvægt að þegar rætt er um enskumælandi ráð í sveitarfélaginu sé litið þess af hverju það var stofnað og við hvaða aðstæður. Hefði ráðið ekki verið stofnað hefði stór hluti íbúa verið útilokaður frá lýðræðisþátttöku. Íbúafjöldi í sveitarfélaginu er samkvæmt gögnum Hagstofunnar 639 en Sambandi íslenskra sveitarfélaga 881. Einar Freyr segir íbúa um þúsund og að 60 prósent þeirra sé af erlendum uppruna og er það hæst hlutfall á landinu. „Við stóðum frammi fyrir þeim veruleika eftir síðustu kosningar að eftir að Alþingi gerði breytingar á kosningalögum fjórfaldaðist fjöldi erlendra íbúa á kjörskrá,“ segir Einar Freyr. Kosningalögunum var breytt fyrir síðustu kosningar þannig að kjörgengi og kosningarétt fengu erlendir ríkisborgarar eftir þriggja ára búsetu á Íslandi í stað fimm ára búsetu sem það var áður. „Við horfðum raunsætt á stöðuna og það blasti við að ef við myndum ekkert gera værum við að sætta okkur við mjög litla lýðræðislega þátttöku íbúa,“ segir Einar Freyr. Verðlaunaefni? Nokkur umræða hefur verið um enskumælandi ráð sveitarfélagsins vegna verðlauna sem ráðið fékk frá Byggðastofnun. Í aðsendri grein eftir Snorra Másson á Vísi í gær var spurt hvort það væri í raun verðlaunaefni. Það væri áhyggjuefni þegar litið væri til þróunar notkunar íslenskrar tungu að verðlauna notkun enskrar tungu. „En það er alvarlegra rannsóknarefni ef Byggðastofnun telur þróunina í Vík í Mýrdal vera góða byggðastefnu, þar sem sveitarfélagið reiðir sig á eina atvinnugrein, íbúar með erlent ríkisfang eru í yfirgnæfandi meirihluta og það er orðinn óvinnandi vegur að reka samfélagið á íslensku,“ sagði Snorri í grein sinni. Grein hans svaraði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, svo í morgun í umræðuhópi sínum Málspjall á Facebook. „Í þessu máli kemur glöggt í ljós það sem ég hef margoft skrifað hér um: Með atvinnustefnu sem byggist á láglaunastörfum þar sem fólk vinnur langan vinnudag, og með því að leggja allt of litla áherslu á kennslu íslensku sem annars máls, erum við að búa hér til tvískipt samfélag. Það er eðlilegt að ætlast til þess að íslenska sé notuð og nothæf á öllum sviðum, en jafnframt er eðlilegt að fólk sem hefur ekki verið búin nægilega góð aðstaða og tækifæri til að læra málið vilji njóta lýðræðislegra réttinda til þátttöku í samfélaginu. Eins og staðan er núna verður árekstur milli hagsmuna íslenskunnar og hagsmuna innflytjenda. Við verðum að finna leið til að leysa úr því þannig að réttur fólks sé virtur án þess að það komi niður á íslenskunni,“ sagði Eiríkur í grein sinni. Hægt að starfa lengi í ferðaþjónustu án þess að tala íslensku Einar Freyr segist fagna umræðu um íslenska tungu og að honum þyki Eiríkur skilja umræðuna vel, ein einnig skilji hann vel þann veruleika sem íbúar í Mýrdalshreppi standi frammi fyrir. „Það er hins vegar þannig að einmitt málefni íslenskunnar er það sem mest hefur verið rætt á fundum í enskumælandi ráði,“ segir Einar Freyr og einnig hafi ráðið verið nýtt til að kynna íslenska stjórnsýslu og íslenskt samfélag. Einnig hafi ráðið verið nýtt til að fara yfir almannavarnir og hvernig eigi að bregðast við náttúruhamförum. „Við erum að reyna að finna leiðir og koma af stað umræðu um það hvernig er hægt að innleiða hvata til þess að erlendir íbúar læri íslensku,“ segir Einar Freyr og að tækifærin séu ekki nægilega góð. Hann bendir á að sem dæmi í Mýrdalshreppi vinni flestir erlendir íbúar í ferðaþjónustu. „Það er hægt að starfa mjög lengi í ferðaþjónustu án þess að tala íslensku.“ Hann segir mikilvægt að allt samfélagið staldri við og kanni hvernig sé hægt að efla íslenskunám í þessum nýja veruleika. „Ég er á þeirri skoðun að þetta hafi verið mjög gott skref hjá okkur. Við erum að búa til þarna verkfæri fyrir erlenda íbúa til að hafa áhrif á stefnumótum. Það er eðlilegt að þeir sem borga fulla skatta, og Alþingi er búið að ákveða séu kjörgengir og hafi kosningarétt, þeir hafi einhverja rödd í því hvernig opinberu fé er ráðstafað og hvaða þjónustu sveitarfélagið er að veita.“ Skautun hjá Snorra Einar Freyr segir að allar fundargerðir ráðsins séu ritaðar á bæði ensku og íslensku. Stjórnsýslan fari þannig fram á íslensku. „Það er enginn afsláttur gefinn með það.“ Einar Freyr segir stöðuna einfaldlega þannig að það sé búið að byggja upp hagkerfi sé drifið áfram af ferðaþjónustu. Það skili fjármagni í hagkerfið og hafi tryggt uppbyggingu á Íslandi. Á sama tíma sé ekki nægilega skýr sýn eða stefna um það hvernig eigi að tryggja fólki aðgengi að íslenskukennslu. Auk þess þurfi að tryggja betur stöðu fjöltyngdra barna og málþroska þeirra. Það sé stór áskorun til framtíðar og sveitarfélagið hafi leitað til stjórnvalda um það. Íbúum hefur fjölgað hratt síðustu ár í Mýrdalshreppi. Vísir/ Jóhann K. „Ég fagna þessari umræðu. Mér finnst framsetningin hjá Snorra Mássyni frekar ýta undir ákveðna skautun á meðan að ég myndi miklu frekar leggja áherslu á samvinnu og samtalið á milli þessara hópa. Það eru ekki bara við Íslendingar sem erum í bestri stöðu að þróa hugmyndir og leiðir til að efla íslenskunám. Það er einmitt líka fólkið sem er að koma, og með fyrirtækjum og atvinnulífinu. Ég vil meina að þetta hafi verið heillavænlegra skref heldur en að hópurinn sem býr hérna, er með kosningarrétt og greiðir skatta, yrði áfram jaðarsettur.“ Íslensk tunga Mýrdalshreppur Innflytjendamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Íbúafjöldi í sveitarfélaginu er samkvæmt gögnum Hagstofunnar 639 en Sambandi íslenskra sveitarfélaga 881. Einar Freyr segir íbúa um þúsund og að 60 prósent þeirra sé af erlendum uppruna og er það hæst hlutfall á landinu. „Við stóðum frammi fyrir þeim veruleika eftir síðustu kosningar að eftir að Alþingi gerði breytingar á kosningalögum fjórfaldaðist fjöldi erlendra íbúa á kjörskrá,“ segir Einar Freyr. Kosningalögunum var breytt fyrir síðustu kosningar þannig að kjörgengi og kosningarétt fengu erlendir ríkisborgarar eftir þriggja ára búsetu á Íslandi í stað fimm ára búsetu sem það var áður. „Við horfðum raunsætt á stöðuna og það blasti við að ef við myndum ekkert gera værum við að sætta okkur við mjög litla lýðræðislega þátttöku íbúa,“ segir Einar Freyr. Verðlaunaefni? Nokkur umræða hefur verið um enskumælandi ráð sveitarfélagsins vegna verðlauna sem ráðið fékk frá Byggðastofnun. Í aðsendri grein eftir Snorra Másson á Vísi í gær var spurt hvort það væri í raun verðlaunaefni. Það væri áhyggjuefni þegar litið væri til þróunar notkunar íslenskrar tungu að verðlauna notkun enskrar tungu. „En það er alvarlegra rannsóknarefni ef Byggðastofnun telur þróunina í Vík í Mýrdal vera góða byggðastefnu, þar sem sveitarfélagið reiðir sig á eina atvinnugrein, íbúar með erlent ríkisfang eru í yfirgnæfandi meirihluta og það er orðinn óvinnandi vegur að reka samfélagið á íslensku,“ sagði Snorri í grein sinni. Grein hans svaraði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, svo í morgun í umræðuhópi sínum Málspjall á Facebook. „Í þessu máli kemur glöggt í ljós það sem ég hef margoft skrifað hér um: Með atvinnustefnu sem byggist á láglaunastörfum þar sem fólk vinnur langan vinnudag, og með því að leggja allt of litla áherslu á kennslu íslensku sem annars máls, erum við að búa hér til tvískipt samfélag. Það er eðlilegt að ætlast til þess að íslenska sé notuð og nothæf á öllum sviðum, en jafnframt er eðlilegt að fólk sem hefur ekki verið búin nægilega góð aðstaða og tækifæri til að læra málið vilji njóta lýðræðislegra réttinda til þátttöku í samfélaginu. Eins og staðan er núna verður árekstur milli hagsmuna íslenskunnar og hagsmuna innflytjenda. Við verðum að finna leið til að leysa úr því þannig að réttur fólks sé virtur án þess að það komi niður á íslenskunni,“ sagði Eiríkur í grein sinni. Hægt að starfa lengi í ferðaþjónustu án þess að tala íslensku Einar Freyr segist fagna umræðu um íslenska tungu og að honum þyki Eiríkur skilja umræðuna vel, ein einnig skilji hann vel þann veruleika sem íbúar í Mýrdalshreppi standi frammi fyrir. „Það er hins vegar þannig að einmitt málefni íslenskunnar er það sem mest hefur verið rætt á fundum í enskumælandi ráði,“ segir Einar Freyr og einnig hafi ráðið verið nýtt til að kynna íslenska stjórnsýslu og íslenskt samfélag. Einnig hafi ráðið verið nýtt til að fara yfir almannavarnir og hvernig eigi að bregðast við náttúruhamförum. „Við erum að reyna að finna leiðir og koma af stað umræðu um það hvernig er hægt að innleiða hvata til þess að erlendir íbúar læri íslensku,“ segir Einar Freyr og að tækifærin séu ekki nægilega góð. Hann bendir á að sem dæmi í Mýrdalshreppi vinni flestir erlendir íbúar í ferðaþjónustu. „Það er hægt að starfa mjög lengi í ferðaþjónustu án þess að tala íslensku.“ Hann segir mikilvægt að allt samfélagið staldri við og kanni hvernig sé hægt að efla íslenskunám í þessum nýja veruleika. „Ég er á þeirri skoðun að þetta hafi verið mjög gott skref hjá okkur. Við erum að búa til þarna verkfæri fyrir erlenda íbúa til að hafa áhrif á stefnumótum. Það er eðlilegt að þeir sem borga fulla skatta, og Alþingi er búið að ákveða séu kjörgengir og hafi kosningarétt, þeir hafi einhverja rödd í því hvernig opinberu fé er ráðstafað og hvaða þjónustu sveitarfélagið er að veita.“ Skautun hjá Snorra Einar Freyr segir að allar fundargerðir ráðsins séu ritaðar á bæði ensku og íslensku. Stjórnsýslan fari þannig fram á íslensku. „Það er enginn afsláttur gefinn með það.“ Einar Freyr segir stöðuna einfaldlega þannig að það sé búið að byggja upp hagkerfi sé drifið áfram af ferðaþjónustu. Það skili fjármagni í hagkerfið og hafi tryggt uppbyggingu á Íslandi. Á sama tíma sé ekki nægilega skýr sýn eða stefna um það hvernig eigi að tryggja fólki aðgengi að íslenskukennslu. Auk þess þurfi að tryggja betur stöðu fjöltyngdra barna og málþroska þeirra. Það sé stór áskorun til framtíðar og sveitarfélagið hafi leitað til stjórnvalda um það. Íbúum hefur fjölgað hratt síðustu ár í Mýrdalshreppi. Vísir/ Jóhann K. „Ég fagna þessari umræðu. Mér finnst framsetningin hjá Snorra Mássyni frekar ýta undir ákveðna skautun á meðan að ég myndi miklu frekar leggja áherslu á samvinnu og samtalið á milli þessara hópa. Það eru ekki bara við Íslendingar sem erum í bestri stöðu að þróa hugmyndir og leiðir til að efla íslenskunám. Það er einmitt líka fólkið sem er að koma, og með fyrirtækjum og atvinnulífinu. Ég vil meina að þetta hafi verið heillavænlegra skref heldur en að hópurinn sem býr hérna, er með kosningarrétt og greiðir skatta, yrði áfram jaðarsettur.“
Íslensk tunga Mýrdalshreppur Innflytjendamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira