FH fær Bjarna Guðjón Brynjólfsson á láni frá Val. Sá er tvítugur miðjumaður sem gekk í raðir Vals frá Þór á Akureyri á miðri síðustu leiktíð.
Valsmenn fá á móti bakvörð frá FH. Hörður Ingi Gunnarsson fer hina leiðina. Sá er 25 ára gamall bakvörður sem kom til uppeldisfélagsins FH frá Sogndal í fyrra.
Hann missti mikið úr síðustu leiktíð vegna meiðsla en fer nú til Vals.