Titilvörn karlaliðs Víkings hefst í dag þegar Víkingsliðið tekur á móti 3. deildarliði Víðis úr Garði í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Víkingur varð bikarmeistari 2019, 2021, 2022 og 2023. Enginn bikarmeistari var krýndur sumarið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins.
Leikurinn hjá Víkingi og Víði í dag hefst klukkan 15.00 í Víkinni.
Víkingar hafa ákveðið að í tilefni Sumardagsins fyrsta að bjóða hverfisbúum og öðrum frítt á leikinn.
„Frítt inn í Hamingjuna“ eins og Víkingar orða það á miðlum sínum.
Þetta er fyrsti leikur Víkings og Víðis á þessari öld en félögin mættust síðast í bikarnum sumarið 1998 þegar Víkingar unnu í vítakeppni.