Innlent

Seltjarnarnesbær gengur frá sölu á Safnatröð

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Ómar Tryggvason framkvæmdastjóri Innviða fjárfestinga.
Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Ómar Tryggvason framkvæmdastjóri Innviða fjárfestinga. Seltjarnarnesbær

Seltjarnarbær hefur gengið frá sölu á fasteigninni Safnatröð 1 þar sem hjúkrunarheimilið Seltjörn er til húsa. Kaupandinn er félagið Safnatröð slhf. sem er í eigu innviðasjóðsins Innviðir fjárfestingar II slhf. en hann er í eigu lífeyrissjóða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ. Salan mun ekki koma til með að hafa áhrif á rekstur hjúkrunarheimilisins sem rekið er af Vigdísarholti ehf.

Kaupsamningurinn geri ráð fyrir því að heilbrigðisráðuneytið leigi áfram hluta hjúkrunarheimilisins. Seltjarnarnesbær muni hins vegar leigja það húsnæði sem ráðuneytið hefur ekki verið með á legu fram til þessa og hýsir dagdvöl fyrir aldraða.

„Það er mjög ánægjulegt að ljúka þessum kaupum og við hlökkum til samstarfs við Seltjarnarnesbæ og ríkið um verkefnið. Veruleg og vaxandi þörf er á hjúkrunarheimilum og fjármögnun þeirra. Slík fjármögnun til langs tíma hentar lífeyrissjóðum mjög vel. Við vonumst til að geta tekið þátt í frekar islíkum samstarfsverkefnum í framtíðinni,“ er haft eftir Ómari Tryggvasyni framkvæmdastjóra Innviða fjárfestinga.

Í tilkynningunni er einnig haft eftir Þóri Sigurgeirssyni, bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, að fjölmörg góð tilboð hafi borist en að bærinn hafi tekið þá ákvörðun að ganga til samninga við Safnatröð slhf. Segir Þór að um mikið framfaraskref sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×