Erlent

Dómi Harvey Weinstein snúið við

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Réttarhöld munu því fara fram yfir honum á annan leik en ekki liggur fyrir hvenær það verður.
Réttarhöld munu því fara fram yfir honum á annan leik en ekki liggur fyrir hvenær það verður. AP/Etienne Laurent

Áfrýjunardómstóll í New York-ríki hefur snúið við nauðgunardómi kvikmyndaframleiðandans alræmda Harvey Weinstein frá árinu 2020. Hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð.

BBC greinir frá því að áfrýjunardómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að saksóknurum hefði verið leyft að nota vitnisburð sem kom málsmeðferðinni ekki við.

Í úrskurði dómsins kemur fram að hann hafi í raun verið sakfelldur fyrir hegðun sína yfir margra ára tímabil en ekki aðeins fyrir þá glæpi sem hann var ákærður fyrir að hafa framið.

Weinstein var sakfelldur árið 2020 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum en sex konur sem sögðust vera fórnarlömb hans báru vitni í réttarhöldunum yfir honum. Á síðustu árum stigu tugir kvenna fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi eða áreitni. 

Hinn 72 ára gamli Weinstein mun þó dvelja áfram í fangelsi vegna annarrar sakfellingar fyrir nauðgun.


Tengdar fréttir

„Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“

E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni.

Sex­tán ár bætast við dóm Wein­stein

Nauðgarinn og fyrrverandi kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið dæmdur í 16 ára fangelsi, til viðbótar við þann 23 ára fangelsisdóm sem hann afplánar nú. 

Weinstein dæmdur fyrir aðra nauðgun

Kviðdómur í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur fundið kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sekan af ákæru um að hafa nauðgað konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×