Fótbolti

Magnaðasta mark sumarsins á fyrsta degi þess?

Siggeir Ævarsson skrifar
David Toro Jimenez var fljótur að hugsa í dag
David Toro Jimenez var fljótur að hugsa í dag Skjáskot RÚV

Ótrúlegt mark leit dagsins ljós í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag þegar David Toro Jimenez skoraði beint úr aukaspyrnu af eigin vallarhelmingi.

Markið kom í viðureign ríkjandi bikarameistara Víkings og Víðis, en Víðismenn leika í 3. deild í sumar. Í stöðunni 0-0 á 13. mínútu fengu Víðismenn aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi og Jimenez tók eftir því að Pálmi Rafn Arinbjörnsson var mjög framarlega á vellinum og lét vaða af um það bil 70 metra færi. Sjón er sögu ríkari.

Þetta mark dugði Víðismönnum þó skammt þar sem bikarmeistararnir skoruðu fjögur mörk í kjölfarið. 

Þetta er annað sumarið í röð sem leikmaður úr neðrideildar liði skorar mark fyrir aftan miðju en síðasta vor skoraði Óskar Örn Hauksson, sem þá lék með Grindavík, mark gegn Valsmönnum í Mjólkurbikarnum í 16-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×