Skemmdarvargar á eftir útilistaverkum eftir Einar Jónsson Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. apríl 2024 13:21 Viðgerðir á styttunni hófust í hádeginu. Vísir/BEB Viðgerð er hafin á útlistaverkinu Útlögum sem var skemmt í gær. Það verður bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að gera við verkið að sögn deildarstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þetta er í annað skipti á nokkrum árum sem útilistaverk eftir Einar Jónsson fær slíka útreið. Skemmdarverkið á Útlögum eftir Einar Jónsson var unnið í einhvern tímann í gær en verkið stendur við Melatorg í Vesturbæ Reykjavíkur. Sambærilegt spellvirki var unnið á öðru verki eftir sama listamann árið 2021. Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur segir erfitt að segja til um hvort um sömu skemmdarvarga er að ræða. „Þetta er hreint og klárt skemmdarverk og ég skil ekki alveg hvað vakir fyrir fólki en við vitum ekki hver var að verki. Fyrir nokkrum árum var unnið sambærilegt skemmdarverk á lágmyndinni Brautryðjandanum sem er á minnisvarða um Jón Sigurðsson á Austurvelli. Ég veit ekki hvort um er að ræða sömu aðila nú,“ segir Sigurður. Margir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um skemmdarverkið og er mikið niðri fyrir Sigurður segist hafa fengið mikil viðbrögð. Viðgerð á verkinu hófst nú eftir hádegi í dag og er búist við að hún taki nokkra daga. „Gyllingin nær inn í allar sprungur og holur í verkinu svo það verður tímafrekt að ná henni allri af. Þá er tímafrekt að gera nýja vaxhúð á verkinu en hún er sett á til að verja það. Kostnaður við viðgerðina getur hlaupið á einhverjum hundruðum þúsunda króna,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort hann vilji beina einhverju til þeirra sem voru að verki svarar Sigurður: „ Ég myndi gjarnan vilja að þetta verði ekki gert aftur. Það er enginn skilningur á þessu. Þetta er lögbrot og mikið skemmdarverk,“ segir Sigurður að lokum. Allt á að fara af.Vísir/BEB Vísir/BEB Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Skemmdarverkið á Útlögum eftir Einar Jónsson var unnið í einhvern tímann í gær en verkið stendur við Melatorg í Vesturbæ Reykjavíkur. Sambærilegt spellvirki var unnið á öðru verki eftir sama listamann árið 2021. Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur segir erfitt að segja til um hvort um sömu skemmdarvarga er að ræða. „Þetta er hreint og klárt skemmdarverk og ég skil ekki alveg hvað vakir fyrir fólki en við vitum ekki hver var að verki. Fyrir nokkrum árum var unnið sambærilegt skemmdarverk á lágmyndinni Brautryðjandanum sem er á minnisvarða um Jón Sigurðsson á Austurvelli. Ég veit ekki hvort um er að ræða sömu aðila nú,“ segir Sigurður. Margir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um skemmdarverkið og er mikið niðri fyrir Sigurður segist hafa fengið mikil viðbrögð. Viðgerð á verkinu hófst nú eftir hádegi í dag og er búist við að hún taki nokkra daga. „Gyllingin nær inn í allar sprungur og holur í verkinu svo það verður tímafrekt að ná henni allri af. Þá er tímafrekt að gera nýja vaxhúð á verkinu en hún er sett á til að verja það. Kostnaður við viðgerðina getur hlaupið á einhverjum hundruðum þúsunda króna,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort hann vilji beina einhverju til þeirra sem voru að verki svarar Sigurður: „ Ég myndi gjarnan vilja að þetta verði ekki gert aftur. Það er enginn skilningur á þessu. Þetta er lögbrot og mikið skemmdarverk,“ segir Sigurður að lokum. Allt á að fara af.Vísir/BEB Vísir/BEB
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira