Hvetja fólk til að sækja um vegabréfsáritun núna: „Gæti orðið hörmung“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. apríl 2024 08:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, er brattur fyrir HM en áhyggjurnar virðast miklar á meðal skipulagsaðila í bandarískum borgum sem halda mótið. Getty 777 dagar eru þangað til HM karla í fótbolta hefst í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þrátt fyrir að svo langur tími sé til stefnu hafa áhyggjur gert vart við sig í bandaríska stjórnkerfinu í kringum skipulag mótsins. Fundað hefur verið í Hvíta húsinu um langa biðtíma eftir leyfum til að ferðast til Bandaríkjanna en ljóst virðist að einhverra lausna sé þörf ætli Bandaríkin að taka við milljónum ferðalanga á fimm vikna tímabili sumarið 2026. Biðtími eftir viðtali vegna vegabréfsáritunar er 800 dagar í tveimur mexíkóskum borgum og 685 dagar í Bógota, höfuðborg Kólumbíu. Enn eru um 18 mánuðir þar til ljóst er hvaða þjóðir munu taka þátt á mótinu en í svari bandaríska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn The Athletic er fótboltaáhugafólk í ríkjunum sem við eiga hvatt til að sækja um vegabréfsáritun núna. Fólk eigi því að sækja um að komast á mótið meira en tveimur árum áður en það fer fram, þegar er alls óljóst hvaða lið taki þar þátt. Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að unnið sé að því hörðum höndum að stytta biðina. Mikið flækjustig Mótið árið 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuþjóðum og verður haldið í 16 borgum í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Starfsfólk FIFA mun halda utan um allt skipulag í samstarfi við aðila frá borgunum 16 en í fyrsta sinn hefur ekki verið sett á stokk sérstök skipulagsnefnd á mótsstað. FIFA þarf því að eiga samskipti við mótshaldara og hagsmunaaðila á hverjum stað þar sem eru mismunandi stjórnkerfi, lög, stjórnsýslustig og skriffinska í hverri borg. Stuðningur opinberra og einkaaðila er þá einnig breytilegur frá einni borg til annarrar. Að mótið fari fram í þremur ríkjum getur einnig skapað vandræði fyrir gesti sem ætla að fylgja sínu liði eftir. Það gæti séð fram á snúin ferðalög frá einu ríki til annars þar sem lög um innkomu í löndin þrjú eru mismunandi. Gæti orðið hörmung Í umfjöllun The Athletic kemur fram að áhyggjunar séu töluverðar í mörgum borganna þar sem mótið fer fram, þar á meðal í New York, hvar úrslitaleikurinn fer fram. „Ég er hræddur um að þetta geti orðið hörmung,“ segir Travis Murphy, fyrrum diplómati í Bandaríkjunum sem stýrði um tíma alþjóðlegum armi NBA-deildarinnar í körfubolta. „Áhyggjurnar eru klárlega til staðar í borgunum. Fólk þar hugsar: „Þeir eru FIFA, svo þeir hljóta að vera með þetta á hreinu“. En síðustu ár hefur FIFA unnið með Katar og Rússlandi, en það sem virkar þar er ekki svo einfalt hér,“ „Við erum allt annað dýr þegar kemur að því hvernig stjórnkerfið starfar og hvernig samskiptin eru. Svo er áherslan í landinu á fótbolta ekki rík. Ef þetta væri Super Bowl værum við að eiga allt annað samtal,“ segir Murphy meðal annars í samtali við The Athletic. Nánar má lesa um málið hér. HM 2026 í fótbolta Bandaríkin Mexíkó Kanada FIFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Fundað hefur verið í Hvíta húsinu um langa biðtíma eftir leyfum til að ferðast til Bandaríkjanna en ljóst virðist að einhverra lausna sé þörf ætli Bandaríkin að taka við milljónum ferðalanga á fimm vikna tímabili sumarið 2026. Biðtími eftir viðtali vegna vegabréfsáritunar er 800 dagar í tveimur mexíkóskum borgum og 685 dagar í Bógota, höfuðborg Kólumbíu. Enn eru um 18 mánuðir þar til ljóst er hvaða þjóðir munu taka þátt á mótinu en í svari bandaríska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn The Athletic er fótboltaáhugafólk í ríkjunum sem við eiga hvatt til að sækja um vegabréfsáritun núna. Fólk eigi því að sækja um að komast á mótið meira en tveimur árum áður en það fer fram, þegar er alls óljóst hvaða lið taki þar þátt. Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að unnið sé að því hörðum höndum að stytta biðina. Mikið flækjustig Mótið árið 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuþjóðum og verður haldið í 16 borgum í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Starfsfólk FIFA mun halda utan um allt skipulag í samstarfi við aðila frá borgunum 16 en í fyrsta sinn hefur ekki verið sett á stokk sérstök skipulagsnefnd á mótsstað. FIFA þarf því að eiga samskipti við mótshaldara og hagsmunaaðila á hverjum stað þar sem eru mismunandi stjórnkerfi, lög, stjórnsýslustig og skriffinska í hverri borg. Stuðningur opinberra og einkaaðila er þá einnig breytilegur frá einni borg til annarrar. Að mótið fari fram í þremur ríkjum getur einnig skapað vandræði fyrir gesti sem ætla að fylgja sínu liði eftir. Það gæti séð fram á snúin ferðalög frá einu ríki til annars þar sem lög um innkomu í löndin þrjú eru mismunandi. Gæti orðið hörmung Í umfjöllun The Athletic kemur fram að áhyggjunar séu töluverðar í mörgum borganna þar sem mótið fer fram, þar á meðal í New York, hvar úrslitaleikurinn fer fram. „Ég er hræddur um að þetta geti orðið hörmung,“ segir Travis Murphy, fyrrum diplómati í Bandaríkjunum sem stýrði um tíma alþjóðlegum armi NBA-deildarinnar í körfubolta. „Áhyggjurnar eru klárlega til staðar í borgunum. Fólk þar hugsar: „Þeir eru FIFA, svo þeir hljóta að vera með þetta á hreinu“. En síðustu ár hefur FIFA unnið með Katar og Rússlandi, en það sem virkar þar er ekki svo einfalt hér,“ „Við erum allt annað dýr þegar kemur að því hvernig stjórnkerfið starfar og hvernig samskiptin eru. Svo er áherslan í landinu á fótbolta ekki rík. Ef þetta væri Super Bowl værum við að eiga allt annað samtal,“ segir Murphy meðal annars í samtali við The Athletic. Nánar má lesa um málið hér.
HM 2026 í fótbolta Bandaríkin Mexíkó Kanada FIFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira