„Auðvitað voru þetta ekki gleðifréttir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 23:30 Jóhannes Kristinn Bjarnason á langan bataveg fyrir höndum. Vísir/Ívar Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður Bestu deildar liðs KR, kýs að halda í bjartsýnina þrátt fyrir að eiga fyrir höndum endurhæfingu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik á dögunum. Jóhannes Kristinn var borinn af velli á sjúkrabörum í leik KR og Fram í Bestu deildinni um síðustu helgi. Eftir nánari skoðun kom í ljós að hann er fótbrotinn. „Ég er frá í tólf vikur sirka. Maður getur ekkert verið að kvarta núna, það er ekkert hægt að gera í þessu nema að koma sér til baka,“ segir Jóhannes í samtali við Aron Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hvað gerðist? „Ég er að snúa frá leikmanni Fram og hann tæklar mig í hægri löppina þannig að þetta kemur honum í rauninni lítið við. Ég er að brjóta mig í snúningnum en ekki við tæklinguna. Ég var ekki að búast við að þetta væri brot,“ segir Jóhannes sem braut vinstri fótinn en ekki þann hægri sem Fred, leikmaður Fram, steig á. Hvernig var tilfinningin þegar í ljós kom að um beinbrot væri að ræða? „Ég var ekki sáttur. Auðvitað voru þetta engar gleðifréttir. Það er voða lítið sem er hægt að gera í því þegar maður fær þessar fréttir nema bara að koma sér aftur eins fljótt og hægt er,“ segir Jóhannes. Meiðsli hafa herjað á KR-liðið í upphafi móts en Jóhannes fagnar því þó að tímabilið sé ekki úti og að hann geti hjálpað liðinu þegar líður á mótið. „Það er að hjálpa mér í gegnum þetta að ég komist aftur inn í mótið. Þetta hefði getað gerst á verri tíma en líka á betri tíma. Það hjálpar, að ég komist aftur af stað,“ segir Jóhannes. Lengri útgáfu af viðtalinu við KR-inginn unga má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hvernig er meiðslastaðan hjá KR? Í fyrsta leik fóru bæði Aron Sigurðarson og Hrafn Tómasson meiddir af velli. Hrafn er frá út leiktíðina en einhverjar vikur í Aron. Auk Jóhannesar meiddist Theódór Elmar Bjarnason gegn Fram í síðasta leik, en óljóst er hversu alvarleg meiðli Elmars eru. Hann fékk tak í lærið í leiknum og spilaði ekki í bikarkeppninni í miðri viku. Luke Rae fór meiddur af velli í bikarleiknum við KÁ, en hann skoraði þar tvö mörk í 9-2 sigri. Atli Sigurjónsson hefur þá verið meiddur í nánast allan vetur en hefur spilað án vandræða í upphafi móts og Benóný Breki Andrésson var meiddur í upphafi móts. Klippa: Viðtal við Jóhannes um meiðslin og upphaf móts KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09 Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Jóhannes Kristinn var borinn af velli á sjúkrabörum í leik KR og Fram í Bestu deildinni um síðustu helgi. Eftir nánari skoðun kom í ljós að hann er fótbrotinn. „Ég er frá í tólf vikur sirka. Maður getur ekkert verið að kvarta núna, það er ekkert hægt að gera í þessu nema að koma sér til baka,“ segir Jóhannes í samtali við Aron Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hvað gerðist? „Ég er að snúa frá leikmanni Fram og hann tæklar mig í hægri löppina þannig að þetta kemur honum í rauninni lítið við. Ég er að brjóta mig í snúningnum en ekki við tæklinguna. Ég var ekki að búast við að þetta væri brot,“ segir Jóhannes sem braut vinstri fótinn en ekki þann hægri sem Fred, leikmaður Fram, steig á. Hvernig var tilfinningin þegar í ljós kom að um beinbrot væri að ræða? „Ég var ekki sáttur. Auðvitað voru þetta engar gleðifréttir. Það er voða lítið sem er hægt að gera í því þegar maður fær þessar fréttir nema bara að koma sér aftur eins fljótt og hægt er,“ segir Jóhannes. Meiðsli hafa herjað á KR-liðið í upphafi móts en Jóhannes fagnar því þó að tímabilið sé ekki úti og að hann geti hjálpað liðinu þegar líður á mótið. „Það er að hjálpa mér í gegnum þetta að ég komist aftur inn í mótið. Þetta hefði getað gerst á verri tíma en líka á betri tíma. Það hjálpar, að ég komist aftur af stað,“ segir Jóhannes. Lengri útgáfu af viðtalinu við KR-inginn unga má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hvernig er meiðslastaðan hjá KR? Í fyrsta leik fóru bæði Aron Sigurðarson og Hrafn Tómasson meiddir af velli. Hrafn er frá út leiktíðina en einhverjar vikur í Aron. Auk Jóhannesar meiddist Theódór Elmar Bjarnason gegn Fram í síðasta leik, en óljóst er hversu alvarleg meiðli Elmars eru. Hann fékk tak í lærið í leiknum og spilaði ekki í bikarkeppninni í miðri viku. Luke Rae fór meiddur af velli í bikarleiknum við KÁ, en hann skoraði þar tvö mörk í 9-2 sigri. Atli Sigurjónsson hefur þá verið meiddur í nánast allan vetur en hefur spilað án vandræða í upphafi móts og Benóný Breki Andrésson var meiddur í upphafi móts. Klippa: Viðtal við Jóhannes um meiðslin og upphaf móts
KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09 Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09
Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50