„Þá á bara að gefa tilkynningu út af hálfu HSÍ“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. apríl 2024 20:37 Einar Jónsson var að vonum svekktur eftir naumt tap í framlengdum leik. Vísir/Anton Brink Fram er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir 28-25 tap í kvöld. Annan leikinn í röð fór leikurinn alla leið í framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur með sínar konur á lykilaugnablikum í leiknum. „Aftur erum við sjálfum okkur verstar. Förum með aragrúa af dauðafærum hérna og markmaðurinn hjá þeim vann þennan leik fyrir þær. Við bara klúðrum þessu sjálfar,“ segir Einar við Vísi eftir leik. Einar var þó alls ekki sáttur með dómara leiksins, þá Sigurð Hjört Þrastarson og Svavar Ólaf Pétursson. „Sko það er erfitt að spila á móti Haukum, þær eru virkilega fljótar á fótunum og með mjög öfluga leikmenn, en ef það á að leyfa fjögur og fimm skref í hverri einustu árás þá á bara að gefa þá tilkynningu út af hálfu HSÍ,“ „Ef það er búið að breyta reglunum og leyfa fjögur og fimm skref, nema að það sé búið að því, ég hélt allavega að það væru þrjú skref í handbolta, það þarf þá að tilkynna það. Hauka liðið græðir ekkert eðlilega mikið á því. Þær eru með leikmenn þarna innanborðs sem er bara mjög erfitt að stoppa einn á einn og hvað þá þegar þær fá að taka fjögur, fimm og jafnvel sex skref. Það er ekki boðlegt að mínu mati. Það eru 17 sinnum skref á þær í síðasta leik sem við spiluðum við þær og það er örugglega meira í þessum leik, ef mín tilfinning reynist rétt,“ segir Einar. Tapið þó ekki dómurunum að kenna Einar undirstrikaði þó að tapið í leiknum skrifaðist á sitt lið en ekki dómarana. „Engu að síður er það fyrst og fremst sjálfum okkur að kenna að hafa ekki unnið þennan leik, en það er bara mjög erfitt að spila á móti liði sem fær alltaf að taka fjögur og fimm skref í hverri einustu árás.“ „Nú þurfum við bara að fylla Lambhagahöllina og ég bara krefst þess að Framarar komi og styðji við bakið á okkur. Við erum búnar að spila þannig séð frábærlega núna tvo leiki en svo tekst okkur að fokka því upp sjálfar. Við stjórnum algjörlega ferðinni í þessu því mér finnst við hafa tapað þessum leikjum. Það vantar bara að klára þetta. Við erum klaufar í síðustu tveimur sóknunum okkar í venjulegum leiktíma, eins og í fyrri leiknum. Við endum ekki sóknirnar með skoti.“ Gera þetta almennilega á afmælishátíð Aðspurður út í leik liðsins í framlengingunni, þar sem Fram skoraði aðeins eitt mark, hafði Einar þetta að segja. „Við förum með tvö dauðafæri í framlengingunni. Það er ekki eins og við séum ekki að skapa okkur færi, þetta eru náttúrulega ekki margar sóknir heldur. Við skoðum þetta vel og förum vel yfir þetta.“ Að lokum hafði Einar þetta að segja: „Það er langt í næsta leik, hann er á miðvikudaginn, afmælisdegi Fram. Við bara seljum okkur dýrt og höldum bara áfram að gera það sem við erum búnar að vera gera, það á að skila sigri á miðvikudaginn.“ Fram Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
„Aftur erum við sjálfum okkur verstar. Förum með aragrúa af dauðafærum hérna og markmaðurinn hjá þeim vann þennan leik fyrir þær. Við bara klúðrum þessu sjálfar,“ segir Einar við Vísi eftir leik. Einar var þó alls ekki sáttur með dómara leiksins, þá Sigurð Hjört Þrastarson og Svavar Ólaf Pétursson. „Sko það er erfitt að spila á móti Haukum, þær eru virkilega fljótar á fótunum og með mjög öfluga leikmenn, en ef það á að leyfa fjögur og fimm skref í hverri einustu árás þá á bara að gefa þá tilkynningu út af hálfu HSÍ,“ „Ef það er búið að breyta reglunum og leyfa fjögur og fimm skref, nema að það sé búið að því, ég hélt allavega að það væru þrjú skref í handbolta, það þarf þá að tilkynna það. Hauka liðið græðir ekkert eðlilega mikið á því. Þær eru með leikmenn þarna innanborðs sem er bara mjög erfitt að stoppa einn á einn og hvað þá þegar þær fá að taka fjögur, fimm og jafnvel sex skref. Það er ekki boðlegt að mínu mati. Það eru 17 sinnum skref á þær í síðasta leik sem við spiluðum við þær og það er örugglega meira í þessum leik, ef mín tilfinning reynist rétt,“ segir Einar. Tapið þó ekki dómurunum að kenna Einar undirstrikaði þó að tapið í leiknum skrifaðist á sitt lið en ekki dómarana. „Engu að síður er það fyrst og fremst sjálfum okkur að kenna að hafa ekki unnið þennan leik, en það er bara mjög erfitt að spila á móti liði sem fær alltaf að taka fjögur og fimm skref í hverri einustu árás.“ „Nú þurfum við bara að fylla Lambhagahöllina og ég bara krefst þess að Framarar komi og styðji við bakið á okkur. Við erum búnar að spila þannig séð frábærlega núna tvo leiki en svo tekst okkur að fokka því upp sjálfar. Við stjórnum algjörlega ferðinni í þessu því mér finnst við hafa tapað þessum leikjum. Það vantar bara að klára þetta. Við erum klaufar í síðustu tveimur sóknunum okkar í venjulegum leiktíma, eins og í fyrri leiknum. Við endum ekki sóknirnar með skoti.“ Gera þetta almennilega á afmælishátíð Aðspurður út í leik liðsins í framlengingunni, þar sem Fram skoraði aðeins eitt mark, hafði Einar þetta að segja. „Við förum með tvö dauðafæri í framlengingunni. Það er ekki eins og við séum ekki að skapa okkur færi, þetta eru náttúrulega ekki margar sóknir heldur. Við skoðum þetta vel og förum vel yfir þetta.“ Að lokum hafði Einar þetta að segja: „Það er langt í næsta leik, hann er á miðvikudaginn, afmælisdegi Fram. Við bara seljum okkur dýrt og höldum bara áfram að gera það sem við erum búnar að vera gera, það á að skila sigri á miðvikudaginn.“
Fram Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira