Evrópumeistarar Barcelona sneru dæminu við og eru komnar í úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 18:35 Barcelona er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. EPA-EFE/ISABEL INFANTES Barcelona er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna eftir 2-0 sigur á Chelsea í Lundúnum í dag, laugardag. Sneru Börsungar dæminu við eftir að tapa óvænt á heimavelli. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Wolfsburg í úrslitaleik síðasta tímabils. Liðið tapaði gríðarlega óvænt 1-0 gegn Chelsea í Katalóníu og virtist sem Emma Hayes væri á leið í úrslit á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Chelsea. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Aitana Bonmatí, besta knattspyrnukona í heimi, kom Barcelona yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Hún fékk boltann frá Patriciu Guijarro og átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Staðan orðin 0-1 í leik dagsins og 1-1 í einvíginu. The world's best player, Aitana Bonmatí levels it! 🔥 0-1 (1-1)GAME ON!Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/nqszHNjEXS— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleik og leikurinn í járnum þegar liðin gengu til búningsherbergja. sjoeke Nüsken var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea en skot hennar fór í stöngina. OFF THE POST... Sjoeke Nüsken comes so close to regaining the lead for Chelsea. 😳0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/WAuMQsVB0X— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Það var svo á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik sem einvígið snerist Barcelona í hag. Hin kanadíska Kadeisha Buchanan fékk þá tvö gul spjöld og þar með rautt í liði Chelsea. Heimakonur því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýttu gestirnir sér. Kadeisha Buchanan SHOWN RED! 🫨0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/cAgVTZM8mY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Bonmatí féll innan vítateigs eftir að Jessica Carter og Ashley Lawrence virtust keyra í bakið á henni. PENALTY FOR BARCELONA. 😮0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/54AVSZxnvR— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Hin sænska Fridolina Rolfö fór á punktinn og skaut Barcelona alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. FC BARCELONA HAVE ONE FOOT IN THE UWCL FINAL. Fridolina Rolfö fires home the penalty. ⚽️0-2 (1-2)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/ip8ytiD1rY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Lokatölur á uppseldri Brúnni í Lundúnum 0-2 og Barcelona mætir annað hvort Lyon eða París Saint-Germain í úrslitum. Frönsku liðin mætast klukkan 14.00 á morgun en Lyon leiðir 3-2 eftir fyrri leik liðanna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Wolfsburg í úrslitaleik síðasta tímabils. Liðið tapaði gríðarlega óvænt 1-0 gegn Chelsea í Katalóníu og virtist sem Emma Hayes væri á leið í úrslit á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Chelsea. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Aitana Bonmatí, besta knattspyrnukona í heimi, kom Barcelona yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Hún fékk boltann frá Patriciu Guijarro og átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Staðan orðin 0-1 í leik dagsins og 1-1 í einvíginu. The world's best player, Aitana Bonmatí levels it! 🔥 0-1 (1-1)GAME ON!Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/nqszHNjEXS— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleik og leikurinn í járnum þegar liðin gengu til búningsherbergja. sjoeke Nüsken var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea en skot hennar fór í stöngina. OFF THE POST... Sjoeke Nüsken comes so close to regaining the lead for Chelsea. 😳0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/WAuMQsVB0X— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Það var svo á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik sem einvígið snerist Barcelona í hag. Hin kanadíska Kadeisha Buchanan fékk þá tvö gul spjöld og þar með rautt í liði Chelsea. Heimakonur því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýttu gestirnir sér. Kadeisha Buchanan SHOWN RED! 🫨0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/cAgVTZM8mY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Bonmatí féll innan vítateigs eftir að Jessica Carter og Ashley Lawrence virtust keyra í bakið á henni. PENALTY FOR BARCELONA. 😮0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/54AVSZxnvR— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Hin sænska Fridolina Rolfö fór á punktinn og skaut Barcelona alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. FC BARCELONA HAVE ONE FOOT IN THE UWCL FINAL. Fridolina Rolfö fires home the penalty. ⚽️0-2 (1-2)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/ip8ytiD1rY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Lokatölur á uppseldri Brúnni í Lundúnum 0-2 og Barcelona mætir annað hvort Lyon eða París Saint-Germain í úrslitum. Frönsku liðin mætast klukkan 14.00 á morgun en Lyon leiðir 3-2 eftir fyrri leik liðanna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira