Skoðun

Tíma­skekkja á 21. öldinni

Valerio Gargiulo skrifar

Ég var að lesa grein í Morgunblaðiðinu sem skrifuð var af tveimur mönnum og fjallaði um að konur ættu að vera heima og hugsa um börnin og menn um peningana. Eftir lesturinn kveiknuðu nokkrar hugleiðingar.

Ég tek að þegar gerður er greinarmunur á kyni, þá fari samfélagið aftur til steinaldar. Það er kominn tími til að yfirgefa þessa gamaldags aðgreiningu milli kynja og tileinka sér framtíð þar sem allir geta valið sér lífsleið að vild, án þess að vera bundnir af úreltum staðalímyndum.

Ég velti því fyrir mér hvort einhverjum hafi einhvern tíma dottið í hug að íslenska ríkið setji upp mannsæmandi styrktarkerfi til heimavinnandi foreldra sem fá ekki pláss fyrir börnin sín í dagvistun?

Ímyndaðu þér heim þar sem það að vera foreldri er ekki bundið við kyn, heldur er hlutverk opið öllum, studd og metin af samfélaginu sjálfu. Hugmyndin um að koma á launum fyrir foreldra, óháð kyni þeirra, gæti gjörbylt skynjun á heimilisstörfum og umönnun barna.

Að mínu mati myndi þetta leysa mörg vandamál. Foreldri gætu valið að vera heima til að sjá um börn sín, án þess að verða fyrir fjárhagslegum refsingum. Þetta myndi leyfa áður óþekktum sveigjanleika, sem gerir fjölskyldum kleift að laga sig að þörfum sínum frekar en að fylgja stífum staðalmyndum kynjanna. Að auki að borga einu foreldri til þess að vera heima minnka endalausa biðlista á leikskólum þar sem foreldrar gætu haft val um hvenær barnið ætti að byrja á leikskóla.

Hugmyndin um að borga fyrir umönnunarstörf gæti loksins viðurkennt félagslegt og efnahagslegt gildi verkefnis sem er of oft vanmetið: að vera faðir eða móðir sem er afar krefjandi og kostnaðarsamt hlutverk.

Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×