Tímaskekkja á 21. öldinni Valerio Gargiulo skrifar 28. apríl 2024 12:31 Ég var að lesa grein í Morgunblaðiðinu sem skrifuð var af tveimur mönnum og fjallaði um að konur ættu að vera heima og hugsa um börnin og menn um peningana. Eftir lesturinn kveiknuðu nokkrar hugleiðingar. Ég tek að þegar gerður er greinarmunur á kyni, þá fari samfélagið aftur til steinaldar. Það er kominn tími til að yfirgefa þessa gamaldags aðgreiningu milli kynja og tileinka sér framtíð þar sem allir geta valið sér lífsleið að vild, án þess að vera bundnir af úreltum staðalímyndum. Ég velti því fyrir mér hvort einhverjum hafi einhvern tíma dottið í hug að íslenska ríkið setji upp mannsæmandi styrktarkerfi til heimavinnandi foreldra sem fá ekki pláss fyrir börnin sín í dagvistun? Ímyndaðu þér heim þar sem það að vera foreldri er ekki bundið við kyn, heldur er hlutverk opið öllum, studd og metin af samfélaginu sjálfu. Hugmyndin um að koma á launum fyrir foreldra, óháð kyni þeirra, gæti gjörbylt skynjun á heimilisstörfum og umönnun barna. Að mínu mati myndi þetta leysa mörg vandamál. Foreldri gætu valið að vera heima til að sjá um börn sín, án þess að verða fyrir fjárhagslegum refsingum. Þetta myndi leyfa áður óþekktum sveigjanleika, sem gerir fjölskyldum kleift að laga sig að þörfum sínum frekar en að fylgja stífum staðalmyndum kynjanna. Að auki að borga einu foreldri til þess að vera heima minnka endalausa biðlista á leikskólum þar sem foreldrar gætu haft val um hvenær barnið ætti að byrja á leikskóla. Hugmyndin um að borga fyrir umönnunarstörf gæti loksins viðurkennt félagslegt og efnahagslegt gildi verkefnis sem er of oft vanmetið: að vera faðir eða móðir sem er afar krefjandi og kostnaðarsamt hlutverk. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég var að lesa grein í Morgunblaðiðinu sem skrifuð var af tveimur mönnum og fjallaði um að konur ættu að vera heima og hugsa um börnin og menn um peningana. Eftir lesturinn kveiknuðu nokkrar hugleiðingar. Ég tek að þegar gerður er greinarmunur á kyni, þá fari samfélagið aftur til steinaldar. Það er kominn tími til að yfirgefa þessa gamaldags aðgreiningu milli kynja og tileinka sér framtíð þar sem allir geta valið sér lífsleið að vild, án þess að vera bundnir af úreltum staðalímyndum. Ég velti því fyrir mér hvort einhverjum hafi einhvern tíma dottið í hug að íslenska ríkið setji upp mannsæmandi styrktarkerfi til heimavinnandi foreldra sem fá ekki pláss fyrir börnin sín í dagvistun? Ímyndaðu þér heim þar sem það að vera foreldri er ekki bundið við kyn, heldur er hlutverk opið öllum, studd og metin af samfélaginu sjálfu. Hugmyndin um að koma á launum fyrir foreldra, óháð kyni þeirra, gæti gjörbylt skynjun á heimilisstörfum og umönnun barna. Að mínu mati myndi þetta leysa mörg vandamál. Foreldri gætu valið að vera heima til að sjá um börn sín, án þess að verða fyrir fjárhagslegum refsingum. Þetta myndi leyfa áður óþekktum sveigjanleika, sem gerir fjölskyldum kleift að laga sig að þörfum sínum frekar en að fylgja stífum staðalmyndum kynjanna. Að auki að borga einu foreldri til þess að vera heima minnka endalausa biðlista á leikskólum þar sem foreldrar gætu haft val um hvenær barnið ætti að byrja á leikskóla. Hugmyndin um að borga fyrir umönnunarstörf gæti loksins viðurkennt félagslegt og efnahagslegt gildi verkefnis sem er of oft vanmetið: að vera faðir eða móðir sem er afar krefjandi og kostnaðarsamt hlutverk. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar