Vilja gera tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2024 08:14 Space Solar hefur hannað sólarorkuver sem staðsett verður á sporbaug um jörðu. Þar á það að virkja geisla sólarinnar og miðla orkunni til jarðar með útvarpsbylgjum. Fyrstu tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum til nota á jörðu niðri gætu farið fram á Íslandi samkvæmt nýjum samstarfssamningi sem íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs hefur gert við breska fyrirtækið Space Solar. Fram kemur í tilkynningu um málið að Space Solar hafi hannað sólarorkuver sem staðsett verði á sporbaug um jörðu. Þar eigi þau að virkja geisla sólarinnar og miðla orkunni til jarðar með útvarpsbylgjum. Ferlið útskýrt. „Jarðstöðvar taka við bylgjunum og umbreyta þeim í rafmagn og skila grænni endurnýjanlegri orku inn í orkukerfin. Geislar sólarinnar eru 13 sinnum öflugri fyrir utan lofthjúpinn en á jörðu niðri sem vegur upp á móti því orkutapi sem verður við flutning orkunnar til jarðar. Útvarpsbylgjurnar hafa ekki áhrif á lífríki jarðar og jarðstöðvarnar samanstanda af neti smárra loftneta sem hleypa vatni og sólarljósi í gegn og taka margfalt minna landsvæði en þarf undir vindorkuver eða hefðbundin sólarorkuver sem skapa sama magn orku,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Framleiða rafmagn nótt og dag Þá kemur einnig fram að sólarorkuver Space Solar verði staðsett þannig að á þau falli ekki skuggi af jörðu. Því sé hægt að framleiða rafmagn dag og nótt og útvarpsbylgjurnar streymi til jarðar óháð veðurfari eða skýjahulu. Þetta sé því ný aðferð til að framleiða umhverfisvæna orku af þeirri tegund sem kölluð sé „baseload“ eða grunnafl. Það sem helst hefur staði í vegi fyrir framþróun á þessu sviði er sagður kostnaður við að flytja hvert kíló af tækjakosti út í geim. Undanfarin ár hafi sá kostnaður fallið hratt og lækkað um 80 prósent á áfum árum. Það sé ekki síst vegna framfara á vettvangi fyrirtækisins Space X og að áætlanir séu uppi um að innan fárra ára verði kostnaðurinn við geimferðir einungis eitt til tvö prósent af því sem hann var fyrir tveimur áratugum. Hundrað megavött Space Solar stefnir á að framleiða 100 MW með þessum hætti innan næstu tíu ára og senda sólarorkuver út í geim á enn stærri skala skili tilraunaverkefnið tilætluðum árangri. Til samanburðar er uppsett afl Nesjavallavirkjunar 120 MW. „Áhersla okkar hjá Transition Labs er að aðstoða loftslagsfrumkvöðla við að koma verkefnum sínum á legg; hratt og örugglega, og fjarlægja hindranir sem geta verið til staðar, með það að markmiði að skala þær upp svo fljótt sem mögulegt er til hagsbóta fyrir samfélag og umhverfið,” sagði Kjartan Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Transition Labs á samstarfinu á fundi Orkuveitunnar í Hörpu í liðinni viku. Kjartan fór yfir málið á viðburði í síðustu viku. Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, stofnaði fyrirtækið Transition Labs árið 2022, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markmið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. Orkuskipti Orkumál Geimurinn Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Hrein tækifæri í orkumálum Orkuveitan heldur opinn fund undir yfirskriftinni „Hrein tækifæri – Straumhvörf í orkumálum“ í beinni útsendingu frá Kaldalóni í Hörpu. 18. apríl 2024 14:16 Salome til Transition Labs Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf. 26. febrúar 2024 09:55 Davíð nældi í Karen úr ráðuneyti Katrínar Karen Björk Eyþórsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Transition Labs, loftlagsfyrirtækis í eigu Davíðs Helgasonar og Kjartans Ólafssonar. 18. janúar 2024 09:46 Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. 17. maí 2022 19:31 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu um málið að Space Solar hafi hannað sólarorkuver sem staðsett verði á sporbaug um jörðu. Þar eigi þau að virkja geisla sólarinnar og miðla orkunni til jarðar með útvarpsbylgjum. Ferlið útskýrt. „Jarðstöðvar taka við bylgjunum og umbreyta þeim í rafmagn og skila grænni endurnýjanlegri orku inn í orkukerfin. Geislar sólarinnar eru 13 sinnum öflugri fyrir utan lofthjúpinn en á jörðu niðri sem vegur upp á móti því orkutapi sem verður við flutning orkunnar til jarðar. Útvarpsbylgjurnar hafa ekki áhrif á lífríki jarðar og jarðstöðvarnar samanstanda af neti smárra loftneta sem hleypa vatni og sólarljósi í gegn og taka margfalt minna landsvæði en þarf undir vindorkuver eða hefðbundin sólarorkuver sem skapa sama magn orku,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Framleiða rafmagn nótt og dag Þá kemur einnig fram að sólarorkuver Space Solar verði staðsett þannig að á þau falli ekki skuggi af jörðu. Því sé hægt að framleiða rafmagn dag og nótt og útvarpsbylgjurnar streymi til jarðar óháð veðurfari eða skýjahulu. Þetta sé því ný aðferð til að framleiða umhverfisvæna orku af þeirri tegund sem kölluð sé „baseload“ eða grunnafl. Það sem helst hefur staði í vegi fyrir framþróun á þessu sviði er sagður kostnaður við að flytja hvert kíló af tækjakosti út í geim. Undanfarin ár hafi sá kostnaður fallið hratt og lækkað um 80 prósent á áfum árum. Það sé ekki síst vegna framfara á vettvangi fyrirtækisins Space X og að áætlanir séu uppi um að innan fárra ára verði kostnaðurinn við geimferðir einungis eitt til tvö prósent af því sem hann var fyrir tveimur áratugum. Hundrað megavött Space Solar stefnir á að framleiða 100 MW með þessum hætti innan næstu tíu ára og senda sólarorkuver út í geim á enn stærri skala skili tilraunaverkefnið tilætluðum árangri. Til samanburðar er uppsett afl Nesjavallavirkjunar 120 MW. „Áhersla okkar hjá Transition Labs er að aðstoða loftslagsfrumkvöðla við að koma verkefnum sínum á legg; hratt og örugglega, og fjarlægja hindranir sem geta verið til staðar, með það að markmiði að skala þær upp svo fljótt sem mögulegt er til hagsbóta fyrir samfélag og umhverfið,” sagði Kjartan Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri Transition Labs á samstarfinu á fundi Orkuveitunnar í Hörpu í liðinni viku. Kjartan fór yfir málið á viðburði í síðustu viku. Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, stofnaði fyrirtækið Transition Labs árið 2022, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markmið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu.
Orkuskipti Orkumál Geimurinn Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Hrein tækifæri í orkumálum Orkuveitan heldur opinn fund undir yfirskriftinni „Hrein tækifæri – Straumhvörf í orkumálum“ í beinni útsendingu frá Kaldalóni í Hörpu. 18. apríl 2024 14:16 Salome til Transition Labs Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf. 26. febrúar 2024 09:55 Davíð nældi í Karen úr ráðuneyti Katrínar Karen Björk Eyþórsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Transition Labs, loftlagsfyrirtækis í eigu Davíðs Helgasonar og Kjartans Ólafssonar. 18. janúar 2024 09:46 Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. 17. maí 2022 19:31 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Bein útsending: Hrein tækifæri í orkumálum Orkuveitan heldur opinn fund undir yfirskriftinni „Hrein tækifæri – Straumhvörf í orkumálum“ í beinni útsendingu frá Kaldalóni í Hörpu. 18. apríl 2024 14:16
Salome til Transition Labs Salome Hallfreðsdóttir hefur gengið til liðs við loftslagsfyrirtækið Transition Labs og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs dótturfélags þess sem nefnist Röst sjávarrannsóknasetur ehf. 26. febrúar 2024 09:55
Davíð nældi í Karen úr ráðuneyti Katrínar Karen Björk Eyþórsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Transition Labs, loftlagsfyrirtækis í eigu Davíðs Helgasonar og Kjartans Ólafssonar. 18. janúar 2024 09:46
Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. 17. maí 2022 19:31