Afkomuviðvörun Jón Ingi Hákonarson skrifar 29. apríl 2024 09:20 Enn á ný er 250 milljóna hagnaður í raun 1,8 milljarður hallarekstur hjá Hafnarfjarðarbæ. „Mjög gott rekstrarár að baki“ auglýsir meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar korteri eftir að ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar er lagður fram í bæjarráði. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á tæplega 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en flest önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en flest önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á tæpa tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða, annað árið í röð. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá húsbyggjendum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt krefjast framkvæmda á móti. Raunveruleg staða sést í sjóðsstreyminu. Þar hefur tíðkast sú hefð hjá Hafnarfjarðarbæ að bakfæra gatnagerðargjöldin frá rekstrarniðurstöðunni og þau færð þangað þar sem þau eiga heima í fjárfestingahreyfingar. Við lestur sjóðstreymis sést svart á hvítu að greiða þurfti með rekstri bæjarins um rúmlega 800 milljónir króna. Við þetta bætist ríflega 2,3 milljarðar í afborganir lána og vexti. Það er lágmarkskrafa að reksturinn sé sjáflbær, það hefur hann ekki verið í mörg ár. Í stuttu máli varð bæjarsjóður að taka að láni ríflega 3 milljarða króna til að standa undir grunnrekstrinum og afborgunum lána. Nýtt lán var tekið upp á 3,5 milljarða og dekkaði það hallreksturinn. Allt tal bæjarstjóra um ábyrga fjármálastjórn stenst enga skoðun. Til samanburðar skilaði Kópavogur 750 milljóna hallarekstri. Rekstur Hafnarfjarðar skilaði 1,750,000 halla. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Fyrir tæpu ári síðan skrifaði ég nánast sömu grein þar sem ég gerði grein fyrir þessu misræmi. Í kjölfarið lagði ég fram þá tillögu í bæjarstjórn að Hafnarfjarðarbær myndi hafa framsetningu ársreikningsins með þeim hætti að gatnagerðargjöld væru ekki tekjufærð í gegnum rekstur. Því var hafnað. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það hættulega við þessa framsetningu er að með henni er auðvelt að telja sér trú um að reksturinn gangi betur en hann raunverulega gerir og réttlætir aðgerðaleysi í huga þeirra sem með valdið fara. Reksturinn lítur vel út á blaði en því miður búum við ekki á blaði, heldur í raunveruleikanum og þar blæðir bæjarsjóði. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Enn á ný er 250 milljóna hagnaður í raun 1,8 milljarður hallarekstur hjá Hafnarfjarðarbæ. „Mjög gott rekstrarár að baki“ auglýsir meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar korteri eftir að ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar er lagður fram í bæjarráði. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á tæplega 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en flest önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en flest önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á tæpa tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða, annað árið í röð. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá húsbyggjendum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt krefjast framkvæmda á móti. Raunveruleg staða sést í sjóðsstreyminu. Þar hefur tíðkast sú hefð hjá Hafnarfjarðarbæ að bakfæra gatnagerðargjöldin frá rekstrarniðurstöðunni og þau færð þangað þar sem þau eiga heima í fjárfestingahreyfingar. Við lestur sjóðstreymis sést svart á hvítu að greiða þurfti með rekstri bæjarins um rúmlega 800 milljónir króna. Við þetta bætist ríflega 2,3 milljarðar í afborganir lána og vexti. Það er lágmarkskrafa að reksturinn sé sjáflbær, það hefur hann ekki verið í mörg ár. Í stuttu máli varð bæjarsjóður að taka að láni ríflega 3 milljarða króna til að standa undir grunnrekstrinum og afborgunum lána. Nýtt lán var tekið upp á 3,5 milljarða og dekkaði það hallreksturinn. Allt tal bæjarstjóra um ábyrga fjármálastjórn stenst enga skoðun. Til samanburðar skilaði Kópavogur 750 milljóna hallarekstri. Rekstur Hafnarfjarðar skilaði 1,750,000 halla. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Fyrir tæpu ári síðan skrifaði ég nánast sömu grein þar sem ég gerði grein fyrir þessu misræmi. Í kjölfarið lagði ég fram þá tillögu í bæjarstjórn að Hafnarfjarðarbær myndi hafa framsetningu ársreikningsins með þeim hætti að gatnagerðargjöld væru ekki tekjufærð í gegnum rekstur. Því var hafnað. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það hættulega við þessa framsetningu er að með henni er auðvelt að telja sér trú um að reksturinn gangi betur en hann raunverulega gerir og réttlætir aðgerðaleysi í huga þeirra sem með valdið fara. Reksturinn lítur vel út á blaði en því miður búum við ekki á blaði, heldur í raunveruleikanum og þar blæðir bæjarsjóði. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun