Stór hópur fanga sem ekki treystir stofnunum Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2024 11:19 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu segir mikilvægt að tryggja jafningjastarf en að það verði að vera faglegt og eftirlit með því. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi segir það mikið gleðiefni að félagið hafi fengið rekstrarleyfi frá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) til að sinna félagslegri ráðgjöf. „Við höfum alltaf unnið á faglegan hátt og þetta er eiginleg staðfesting á því,“ segir Guðmundur Ingi en félagið hefur nú leyfi til að veita félagslega ráðgjöf með vísan til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Með því að fá þetta leyfi sé tryggt að það sé eftirlit með starfseminni, það sé hægt að kvarta undan þeim til GEV og að notendum tryggð fagleg nálgun. „Okkur finnst nauðsynlegt að það sé fylgst með öllum sem í eru í einhvers konar ráðgjöf eða stuðningi og okkur hefur fundist vöntun á því,“ segir Guðmundur Ingi og nefnir í því samhengi umgjörð um samtök eins og þeirra og áfangaheimili. „Það þyrftu að vera skýr skilyrði og reglur til að sinna slíku. En á sama tíma verðum við auðvitað að skilja að grasrótarsamtök, eins og við, byggja upp traust og það er ofboðslega stór hópur af fólki í kerfinu sem treystir ekki stofnunum eða fólki sem hefur aldrei verið í þeirra sporum. Þá er svo mikilvægt að loka ekki á jafningjaþjónustu. Hún þarf að vera til staðar, en hún þarf að vera fagleg.“ Guðmundur Ingi segir samtökin sjálf hafa sóst eftir leyfinu. „Starfsemin var metin. Hvað við höfum verið að gera, hvað við ætlum að gera og hvort við getum tryggt þessa þjónustu áfram. Við erum alltaf að berjast fyrir því að tryggja áframhald þjónustunnar,“ segir hann og að stuðningur ríkisins til dæmis við þau hafi verið afar lítill hingað til. Fækka endurkomum í fangelsi Hann segir eitt af aðalstarfi félagsins að veita þeim sem eru með tengingu við réttarvörslukerfið og fjölskyldum þeirra ráðgjöf og stuðning á jafningjagrundvelli. „Við erum frjáls félagasamtök og allt okkar starf byggir á jafningjagrundvelli, öll okkar ráðgjöf og stuðningur, en starfið er allt faglegt,“ segir Guðmundur Ingi en félagið hefur í sínu starfi lagt áherslu á félagslega ráðgjöf, stuðning, batamiðaða nálgun, þjónandi leiðsögn og skaðaminnkun. „Áherslan er að fækka endurkomum í fangelsi, glæpum og fordómum í samfélaginu þegar kemur að málaflokknum,“ segir hann og að um sé að ræða mikil tímamót fyrir samtökin að fá leyfið. „Fyrir okkur og vettvangsteymi okkar sem er byggt upp af okkar sérfræðingum sem eru bæði fyrrverandi fanga sem og fagfólk úr heilbrigðiskerfinu,“ segir Guðmundur Ingi en fyrir félagið starfa hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar. Saman sinni þau allt að 2.500 málum árlega. Félagsmál Heilbrigðismál Fangelsismál Tengdar fréttir Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 „Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01 „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Við höfum alltaf unnið á faglegan hátt og þetta er eiginleg staðfesting á því,“ segir Guðmundur Ingi en félagið hefur nú leyfi til að veita félagslega ráðgjöf með vísan til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Með því að fá þetta leyfi sé tryggt að það sé eftirlit með starfseminni, það sé hægt að kvarta undan þeim til GEV og að notendum tryggð fagleg nálgun. „Okkur finnst nauðsynlegt að það sé fylgst með öllum sem í eru í einhvers konar ráðgjöf eða stuðningi og okkur hefur fundist vöntun á því,“ segir Guðmundur Ingi og nefnir í því samhengi umgjörð um samtök eins og þeirra og áfangaheimili. „Það þyrftu að vera skýr skilyrði og reglur til að sinna slíku. En á sama tíma verðum við auðvitað að skilja að grasrótarsamtök, eins og við, byggja upp traust og það er ofboðslega stór hópur af fólki í kerfinu sem treystir ekki stofnunum eða fólki sem hefur aldrei verið í þeirra sporum. Þá er svo mikilvægt að loka ekki á jafningjaþjónustu. Hún þarf að vera til staðar, en hún þarf að vera fagleg.“ Guðmundur Ingi segir samtökin sjálf hafa sóst eftir leyfinu. „Starfsemin var metin. Hvað við höfum verið að gera, hvað við ætlum að gera og hvort við getum tryggt þessa þjónustu áfram. Við erum alltaf að berjast fyrir því að tryggja áframhald þjónustunnar,“ segir hann og að stuðningur ríkisins til dæmis við þau hafi verið afar lítill hingað til. Fækka endurkomum í fangelsi Hann segir eitt af aðalstarfi félagsins að veita þeim sem eru með tengingu við réttarvörslukerfið og fjölskyldum þeirra ráðgjöf og stuðning á jafningjagrundvelli. „Við erum frjáls félagasamtök og allt okkar starf byggir á jafningjagrundvelli, öll okkar ráðgjöf og stuðningur, en starfið er allt faglegt,“ segir Guðmundur Ingi en félagið hefur í sínu starfi lagt áherslu á félagslega ráðgjöf, stuðning, batamiðaða nálgun, þjónandi leiðsögn og skaðaminnkun. „Áherslan er að fækka endurkomum í fangelsi, glæpum og fordómum í samfélaginu þegar kemur að málaflokknum,“ segir hann og að um sé að ræða mikil tímamót fyrir samtökin að fá leyfið. „Fyrir okkur og vettvangsteymi okkar sem er byggt upp af okkar sérfræðingum sem eru bæði fyrrverandi fanga sem og fagfólk úr heilbrigðiskerfinu,“ segir Guðmundur Ingi en fyrir félagið starfa hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar. Saman sinni þau allt að 2.500 málum árlega.
Félagsmál Heilbrigðismál Fangelsismál Tengdar fréttir Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 „Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01 „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59
„Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05
„Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01
„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25