Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:08 Það er ákaflega dapurlegt að fylgjast með því hvernig umræðan hjá stjórnsýslunni er þessa dagana. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um sjókvíaeldi, þennan mengandi stóriðnað. En vilji Íslendinga er fótum troðinn. Íslenska náttúra þarf að þola endalausan yfirgang. Fjöregg íslenskra byggða Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Síðastliðið haust stóðum við Íslendingar frammi fyrir einu mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar en ljóst er að villti laxinn bar skaða af því. En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði. Og bændur og leigutakar vörðu degi jafnt sem nóttu við að leita að eldislaxi í ánum sínum. Girt var fyrir árnar, laxastigum lokað, hylir voru skannaðir og kafað eftir eldislöxum áður en þeir næðu að blandast villta laxinum. Þar var lögð fram gríðarmikil vinna þar sem bændur og leigutakar lögðust á eitt að bjarga íslenskri náttúru. Vernda villta laxinn. Hver á að borga? Bændur, fjölskyldu þeirra og leigutakar hentu öllu öðru frá sér og óðu í verkið. Nú mörgum mánuðum seinna hafa þeir ekki fengið vinnuna við þetta greidda. Hver á að borga? Enginn er ábyrgur fyrir því er okkur sagt. Hver borgar brúsann þegar náttúran ber skaðann? Enginn. Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í. Þvílík hneisa Samúð mín er líka hjá íbúum svæða þar sem á að gefa leyfi fyrir sjókvíum þvert á vilja íbúanna. Fólk sem býr á þessum stöðum er með sína framtíðarsýn á staðinn sem það býr á, hvers vegna það kýs að búa þarna og hvernig það vill sjá umhverfi sitt þróast. Það býr einmitt á þessum stöðum til að leggja sitt að mörkum í þeim efnum. En það hentar illa að taka tillit til þeirra. Að þjónkast við erlenda auðmenn er það sem gera skal. Og sjókvíum skal raðað allt um kring þrátt fyrir að íbúarnir berjist á móti. Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað. Þvílík hneisa. Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi. Mönnum komið fyrir í ráðuneytum Það er hræðilegt hvernig er komið fyrir íslenskri stjórnsýslu í kringum sjókvíaeldið. Norskir auðmenn taka yfir auðlindir Íslands með mengandi stóriðju í krafti þess að það sé verið að bjarga brothættum byggðum og það er allur afsláttur gefinn á leiðinni. Leyfisveitingar, viðmið og mörk sveigð til og frá til að mæta sem best kröfum erlendra auðmanna sem eru búnir að koma sínum velgjörðarmönnum fyrir í ráðuneytum og annarri stjórnsýslu. Og svo ber enginn ábyrgð á því ástandi sem ríkir. Engin viðurlög við brotum. Engin hugsun á því að sjókvíaeldið er á leiðinni að útrýma villta laxinum og þar með að rústa annarri atvinnugrein, laxveiðinni. Á meðan stjórnsýslan er jafn brotakennd og veikbyggð og við horfum nú upp á hljótum við að gera kröfu um að þingmenn staldri aðeins við. Hvers vegna þessi endalausa þjónkun við erlent auðvald? Er ekki meira virði að berjast fyrir náttúrunni? Hagur hennar og okkar er nefnilega sá sami. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Það er ákaflega dapurlegt að fylgjast með því hvernig umræðan hjá stjórnsýslunni er þessa dagana. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um sjókvíaeldi, þennan mengandi stóriðnað. En vilji Íslendinga er fótum troðinn. Íslenska náttúra þarf að þola endalausan yfirgang. Fjöregg íslenskra byggða Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Síðastliðið haust stóðum við Íslendingar frammi fyrir einu mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar en ljóst er að villti laxinn bar skaða af því. En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði. Og bændur og leigutakar vörðu degi jafnt sem nóttu við að leita að eldislaxi í ánum sínum. Girt var fyrir árnar, laxastigum lokað, hylir voru skannaðir og kafað eftir eldislöxum áður en þeir næðu að blandast villta laxinum. Þar var lögð fram gríðarmikil vinna þar sem bændur og leigutakar lögðust á eitt að bjarga íslenskri náttúru. Vernda villta laxinn. Hver á að borga? Bændur, fjölskyldu þeirra og leigutakar hentu öllu öðru frá sér og óðu í verkið. Nú mörgum mánuðum seinna hafa þeir ekki fengið vinnuna við þetta greidda. Hver á að borga? Enginn er ábyrgur fyrir því er okkur sagt. Hver borgar brúsann þegar náttúran ber skaðann? Enginn. Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í. Þvílík hneisa Samúð mín er líka hjá íbúum svæða þar sem á að gefa leyfi fyrir sjókvíum þvert á vilja íbúanna. Fólk sem býr á þessum stöðum er með sína framtíðarsýn á staðinn sem það býr á, hvers vegna það kýs að búa þarna og hvernig það vill sjá umhverfi sitt þróast. Það býr einmitt á þessum stöðum til að leggja sitt að mörkum í þeim efnum. En það hentar illa að taka tillit til þeirra. Að þjónkast við erlenda auðmenn er það sem gera skal. Og sjókvíum skal raðað allt um kring þrátt fyrir að íbúarnir berjist á móti. Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað. Þvílík hneisa. Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi. Mönnum komið fyrir í ráðuneytum Það er hræðilegt hvernig er komið fyrir íslenskri stjórnsýslu í kringum sjókvíaeldið. Norskir auðmenn taka yfir auðlindir Íslands með mengandi stóriðju í krafti þess að það sé verið að bjarga brothættum byggðum og það er allur afsláttur gefinn á leiðinni. Leyfisveitingar, viðmið og mörk sveigð til og frá til að mæta sem best kröfum erlendra auðmanna sem eru búnir að koma sínum velgjörðarmönnum fyrir í ráðuneytum og annarri stjórnsýslu. Og svo ber enginn ábyrgð á því ástandi sem ríkir. Engin viðurlög við brotum. Engin hugsun á því að sjókvíaeldið er á leiðinni að útrýma villta laxinum og þar með að rústa annarri atvinnugrein, laxveiðinni. Á meðan stjórnsýslan er jafn brotakennd og veikbyggð og við horfum nú upp á hljótum við að gera kröfu um að þingmenn staldri aðeins við. Hvers vegna þessi endalausa þjónkun við erlent auðvald? Er ekki meira virði að berjast fyrir náttúrunni? Hagur hennar og okkar er nefnilega sá sami. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar