„Við eigum að geta varist föstum leikatriðum“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2024 22:05 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld. „Þetta er ákveðið kjaftshögg, mér fannst við ekki vera góðir í fyrri hálfleik. Við vorum ‚sloppy‘ en þeir voru að vinna fyrsta og annan bolta og valda okkur verulegum vandræðum. Frederik [Schram] varði tvisvar eða þrisvar mjög vel í fyrri hálfleik. Við fengum okkar tækifæri en mér fannst við mjög lélegir í fyrri,“ sagði Arnar um frammistöðu liðsins. „Svo kom allt annað bragur á okkur í seinni, skoruðum og sköpuðum eitt eða tvö mjög góð færi. Komum okkur í frábærar stöður og áttum að klára leikinn. Þú átt alveg að getað ‚sufferað‘ aðeins. Þeir settu aðeins á okkur síðasta korterið og þetta er sárt að fá svona mark á sig. Við eigum að geta varist föstum leikatriðum með mikið af stórum og sterkum strákum. Þetta er blóðugt þegar þetta er komið í uppbótartíma,“ bætti Arnar við um framvindu síðari hálfleiks. Valsmenn fengu ágæt færi í síðari hálfleik þar sem þeir hefðu getað gengið frá leiknum. Þeim brást bogalistin og er Arnar skiljanlega svekktur með að fá aðeins eitt stig úr leiknum. „Þetta er bara það sem skilur á milli í fótbolta, þú býrð til einhver færi og þarft að nýta þau. Klára og loka leikjum. Það er líka hægt að loka leikjum með að halda hreinu ef þú skorar eitt. Þeim mun meira svekkjandi, komið í uppbótartíma eins og þetta var. Mér fannst við spila þannig fyrstu 20 til 25 mínútur í seinni að við áttum að klára leikinn. Allt annað Valslið í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Enn og aftur, töpuðum tveimur stigum og það er mjög svekkjandi.“ Arnar fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Anton Brink Valur hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu fjórum leikjum deildarinnar en búist var við miklu af liðinu fyrir mót. Þetta er væntanlega ekki það sem menn bjuggust við fyrir mót? „Alls ekki, þetta er bara niðurstaðan. Við erum með fimm stig og það er Kópavogurinn næst og þar þurfum við að sækja þrjú stig og það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Arnar um upphaf tímabilsins. Valur fær ærið verkefni í næstu umferð en liðið mætir Breiðablik í fimmtu umferð Bestu deildar karla. „Það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt á þessari stundu, svona er þetta í fótbolta. Það eru góð móment og slæm móment. Það voru margir fínir kaflar í seinni hálfleik og þeir ógna okkur eiginlega ekki neitt í seinni hálfleik þó þeir hafi verið með boltann síðasta korterið. Þeir áttu alveg sín upphlaup í fyrri hálfleik og gátu hæglega skorað. Við héldum hreinu og þá er þetta þeim meira svekkjandi að fara ekki með þrjú stig hér í kvöld,“ bætti Arnar við að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Þetta er ákveðið kjaftshögg, mér fannst við ekki vera góðir í fyrri hálfleik. Við vorum ‚sloppy‘ en þeir voru að vinna fyrsta og annan bolta og valda okkur verulegum vandræðum. Frederik [Schram] varði tvisvar eða þrisvar mjög vel í fyrri hálfleik. Við fengum okkar tækifæri en mér fannst við mjög lélegir í fyrri,“ sagði Arnar um frammistöðu liðsins. „Svo kom allt annað bragur á okkur í seinni, skoruðum og sköpuðum eitt eða tvö mjög góð færi. Komum okkur í frábærar stöður og áttum að klára leikinn. Þú átt alveg að getað ‚sufferað‘ aðeins. Þeir settu aðeins á okkur síðasta korterið og þetta er sárt að fá svona mark á sig. Við eigum að geta varist föstum leikatriðum með mikið af stórum og sterkum strákum. Þetta er blóðugt þegar þetta er komið í uppbótartíma,“ bætti Arnar við um framvindu síðari hálfleiks. Valsmenn fengu ágæt færi í síðari hálfleik þar sem þeir hefðu getað gengið frá leiknum. Þeim brást bogalistin og er Arnar skiljanlega svekktur með að fá aðeins eitt stig úr leiknum. „Þetta er bara það sem skilur á milli í fótbolta, þú býrð til einhver færi og þarft að nýta þau. Klára og loka leikjum. Það er líka hægt að loka leikjum með að halda hreinu ef þú skorar eitt. Þeim mun meira svekkjandi, komið í uppbótartíma eins og þetta var. Mér fannst við spila þannig fyrstu 20 til 25 mínútur í seinni að við áttum að klára leikinn. Allt annað Valslið í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Enn og aftur, töpuðum tveimur stigum og það er mjög svekkjandi.“ Arnar fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Anton Brink Valur hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu fjórum leikjum deildarinnar en búist var við miklu af liðinu fyrir mót. Þetta er væntanlega ekki það sem menn bjuggust við fyrir mót? „Alls ekki, þetta er bara niðurstaðan. Við erum með fimm stig og það er Kópavogurinn næst og þar þurfum við að sækja þrjú stig og það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Arnar um upphaf tímabilsins. Valur fær ærið verkefni í næstu umferð en liðið mætir Breiðablik í fimmtu umferð Bestu deildar karla. „Það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt á þessari stundu, svona er þetta í fótbolta. Það eru góð móment og slæm móment. Það voru margir fínir kaflar í seinni hálfleik og þeir ógna okkur eiginlega ekki neitt í seinni hálfleik þó þeir hafi verið með boltann síðasta korterið. Þeir áttu alveg sín upphlaup í fyrri hálfleik og gátu hæglega skorað. Við héldum hreinu og þá er þetta þeim meira svekkjandi að fara ekki með þrjú stig hér í kvöld,“ bætti Arnar við að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira