Rúnar Páll: Við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta Árni Jóhannsson skrifar 29. apríl 2024 22:18 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fannst niðurstaðan ósanngjörn í kvöld Vísir/Anton Brink Eins og Jökull Elísabetarson gat verið ánægður þá var Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkismanna mjög súr í bragði skömmu eftir leik. Hans menn í Fylki fengu mark á sig á loka andartökum leiksins og misstu tvö stig sem gætu verið mikilvæg. „Gríðarleg vonbrigði. Ég er mjög svekktur fyrir hönd drengjanna sem áttu eiginlega bara frábæran leik“, sagði hann fyrst og fremst um tilfinningar sínar eftir svona högg. „Að fá á sig svona mark þegar fjórar sekúndur eru eftir er mjög sárt. Þetta er ekki sanngjarnt og mér fannst við ekki eiga þetta skilið en það er ekki spurt að því í fótboltanum. Við fáum aftur á móti mörg góð' færi í þessum og við náum ekki að nýta þau því miður. Stjörnumenn fá ekki mörg góð færi en vinna samt leikinn. Það er svolítið saga okkar. Við höfum átt góðar frammistöður og allir voða ánægðir, sérstaklega við þjálfararnir en við fáum ekkert út úr því og við þurfum að snúa því við.“ „Við þurfum að færa þessa leiki okkur í vil og fá þessi þrjú stig sem okkur vantar. Eins og staðan er núna er ég drullusvekktur og fúll en ég er ánægður með frammistöðuna. Við vorum drullugóðir í dag. Vörðumst þvílíkt vel og sköpuðum okkur fullt af góðum færum þannig að við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta.“ Rúnar var þá spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði sem gæti breytt gengi síns liðs. „Við fáum alveg urmul af færum. Fáum alveg þrjú fjögur góð færi sem við eigum að skora úr. Við höldum svo markinu tiltölulega hreinu. Stjörnumenn fengu ekki mörg færi og um það snýst leikurinn. Hefðum við nýtt eitthvað af þessum færum hefðum við unnið leikinn.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona högg. „Nei nei, bara reyna að hughreysta þá og svo áfram gakk bara.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Sjá meira
„Gríðarleg vonbrigði. Ég er mjög svekktur fyrir hönd drengjanna sem áttu eiginlega bara frábæran leik“, sagði hann fyrst og fremst um tilfinningar sínar eftir svona högg. „Að fá á sig svona mark þegar fjórar sekúndur eru eftir er mjög sárt. Þetta er ekki sanngjarnt og mér fannst við ekki eiga þetta skilið en það er ekki spurt að því í fótboltanum. Við fáum aftur á móti mörg góð' færi í þessum og við náum ekki að nýta þau því miður. Stjörnumenn fá ekki mörg góð færi en vinna samt leikinn. Það er svolítið saga okkar. Við höfum átt góðar frammistöður og allir voða ánægðir, sérstaklega við þjálfararnir en við fáum ekkert út úr því og við þurfum að snúa því við.“ „Við þurfum að færa þessa leiki okkur í vil og fá þessi þrjú stig sem okkur vantar. Eins og staðan er núna er ég drullusvekktur og fúll en ég er ánægður með frammistöðuna. Við vorum drullugóðir í dag. Vörðumst þvílíkt vel og sköpuðum okkur fullt af góðum færum þannig að við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta.“ Rúnar var þá spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði sem gæti breytt gengi síns liðs. „Við fáum alveg urmul af færum. Fáum alveg þrjú fjögur góð færi sem við eigum að skora úr. Við höldum svo markinu tiltölulega hreinu. Stjörnumenn fengu ekki mörg færi og um það snýst leikurinn. Hefðum við nýtt eitthvað af þessum færum hefðum við unnið leikinn.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona högg. „Nei nei, bara reyna að hughreysta þá og svo áfram gakk bara.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30