Kveikur brennur út Þorsteinn Sæmundsson skrifar 30. apríl 2024 08:00 Lengi hefur greinarhöfund grunað að málefni sem tekin eru til meðferðar í Kveik ríkisút varpsins (RUV ohf.) séu þar vegna persónulegs áhuga forsvarsmanna frekar en fréttagildis. Nefna má að greinarhöfundur hefur ítrekað vakið athygli Kveiksfólksins á örlögum þúsunda sem misstu húseignir sínar í hendur þáverandi Íbúðalánasjóðs og stóðu uppi heimilislaus. Greinarhöfundur hefur einnig komið upplýsingum hvað þennan hóp varðar í hendur Kveiksfólksins en áhugi á umfjöllun um þennan stóra hóp Íslendinga er enginn. Nú nýlega staðfestist grunur greinarhöfundar þegar umfjöllun eins best menntaða fjölmiðlamanns landsins um gjafagjörning borgaryfirvalda í þágu olíufélagananna og eigenda þeirra var hafnað. Ekki einungis var umfjölluninni hafnað með aumlegri rökleysu heldur var fjölmiðlakonunni úthýst úr Kveik með dæmalausum hroka og kvenfyrirlitningu. Við blasir að tengsl RUV ohf. forystunnar við borgaryfirvöld eru ærin og víðfeðm. Þannig er fráfarandi útvarpsstjóri fyrrum helsti samstarfsmaður fyrrverandi borgarstjóra og núverandi borgarstjóri fyrrum innanbúðarmaður á RUV ohf. Ljóst virðist að hagsmunatengsl og kunningsskapur nú og fyrr þvælist fyrir ,,rannsóknarblaðamennsku” Kveiks í málum sem snerta borgaryfirvöld í Reykjavík og háttsemi þeirra. Framkoma ritstjóra Kveiks í garð samstarfskonu er síðan kapítuli út af fyrir sig. Að ráðast að samstarfskonunni með þeim orðum að hún hafi ekki það sem til þarf til að sinna ,,rannsóknarblaðamennsku” en sé ágætur fréttalesari hlýtur að vera metjöfnun í kvenfyrirlitningu og hroka. Það er nú heldur ekki eins og ritstjórinn hafi úr háum söðli að detta í blaðamennsku. Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós ásamt birtingu umfjöllunar samstarfskonunnar eigi ritstjórinn að eiga framtíð fyrir sér. Nokkur flótti hefur brostið í lið Kveiks undanfarin misseri mest vegna mála sem enn eru til meðferðar m.a. hjá dómstólum og ekki útséð um hvernig fer. Einhverjir hafa farið til starfa með samstarfsfólki á Heimildinni en aðrir fengið mýkri lendingu. Í nýlegri bók um aðför Seðlabankans að Samherja með dyggri aðstoð RUV ohf. er að finna nokkrar lýsingar á starfsháttum fyrrum liðsmanna Kveiks og eru þær athyglisverðar þó ekki sé fastar kveðið að orði. Það er í raun og sann óþolandi að starfsfólk stærsta fjölmiðils á Íslandi sem að auki er í opinberri eigu þrátt fyrir oháeffið skuli verða bert að því ítrekað að svala eigin hvötum í leit að hneykslunarhellum en láta lögmál vandaðrar fjölmiðlunar lönd og leið. Þetta nýjasta útspil ritstjóra Kveiks og sú grímulausa hagsmunagæsla sem birtist í athöfnum hans kallar á endurskoðun á aðkomu ríkisins að rekstri fréttastofu að mati greinarhöfundar. Rekstrarform RUV ohf. virkar greinilega ekki. Stjórn félagsins fær ekki ráðið við það net frændhygli sem umvefur starfsemi félagsins. Þörf er á alvöru úttekt á hlutverki og starfsemi RUV ohf. sem er að öllum líkindum verndaðasti vinnustaður landsins og biðst ég velvirðingar á samlíkingunni. Í rekstri RUV ohf. skiptir ráðdeild engu. Vasar eigendanna eru djúpir og þeir eru aldrei spurðir hvort þeir vilji raunverulega standa að þessum rekstri. Nauðungaráskrifti og ótakmarkaðar fjárheimildir úr ríkissjóði auk fílaspora RUV ohf. á auglýsingamarkaði borga brúsann. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur greinarhöfund grunað að málefni sem tekin eru til meðferðar í Kveik ríkisút varpsins (RUV ohf.) séu þar vegna persónulegs áhuga forsvarsmanna frekar en fréttagildis. Nefna má að greinarhöfundur hefur ítrekað vakið athygli Kveiksfólksins á örlögum þúsunda sem misstu húseignir sínar í hendur þáverandi Íbúðalánasjóðs og stóðu uppi heimilislaus. Greinarhöfundur hefur einnig komið upplýsingum hvað þennan hóp varðar í hendur Kveiksfólksins en áhugi á umfjöllun um þennan stóra hóp Íslendinga er enginn. Nú nýlega staðfestist grunur greinarhöfundar þegar umfjöllun eins best menntaða fjölmiðlamanns landsins um gjafagjörning borgaryfirvalda í þágu olíufélagananna og eigenda þeirra var hafnað. Ekki einungis var umfjölluninni hafnað með aumlegri rökleysu heldur var fjölmiðlakonunni úthýst úr Kveik með dæmalausum hroka og kvenfyrirlitningu. Við blasir að tengsl RUV ohf. forystunnar við borgaryfirvöld eru ærin og víðfeðm. Þannig er fráfarandi útvarpsstjóri fyrrum helsti samstarfsmaður fyrrverandi borgarstjóra og núverandi borgarstjóri fyrrum innanbúðarmaður á RUV ohf. Ljóst virðist að hagsmunatengsl og kunningsskapur nú og fyrr þvælist fyrir ,,rannsóknarblaðamennsku” Kveiks í málum sem snerta borgaryfirvöld í Reykjavík og háttsemi þeirra. Framkoma ritstjóra Kveiks í garð samstarfskonu er síðan kapítuli út af fyrir sig. Að ráðast að samstarfskonunni með þeim orðum að hún hafi ekki það sem til þarf til að sinna ,,rannsóknarblaðamennsku” en sé ágætur fréttalesari hlýtur að vera metjöfnun í kvenfyrirlitningu og hroka. Það er nú heldur ekki eins og ritstjórinn hafi úr háum söðli að detta í blaðamennsku. Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós ásamt birtingu umfjöllunar samstarfskonunnar eigi ritstjórinn að eiga framtíð fyrir sér. Nokkur flótti hefur brostið í lið Kveiks undanfarin misseri mest vegna mála sem enn eru til meðferðar m.a. hjá dómstólum og ekki útséð um hvernig fer. Einhverjir hafa farið til starfa með samstarfsfólki á Heimildinni en aðrir fengið mýkri lendingu. Í nýlegri bók um aðför Seðlabankans að Samherja með dyggri aðstoð RUV ohf. er að finna nokkrar lýsingar á starfsháttum fyrrum liðsmanna Kveiks og eru þær athyglisverðar þó ekki sé fastar kveðið að orði. Það er í raun og sann óþolandi að starfsfólk stærsta fjölmiðils á Íslandi sem að auki er í opinberri eigu þrátt fyrir oháeffið skuli verða bert að því ítrekað að svala eigin hvötum í leit að hneykslunarhellum en láta lögmál vandaðrar fjölmiðlunar lönd og leið. Þetta nýjasta útspil ritstjóra Kveiks og sú grímulausa hagsmunagæsla sem birtist í athöfnum hans kallar á endurskoðun á aðkomu ríkisins að rekstri fréttastofu að mati greinarhöfundar. Rekstrarform RUV ohf. virkar greinilega ekki. Stjórn félagsins fær ekki ráðið við það net frændhygli sem umvefur starfsemi félagsins. Þörf er á alvöru úttekt á hlutverki og starfsemi RUV ohf. sem er að öllum líkindum verndaðasti vinnustaður landsins og biðst ég velvirðingar á samlíkingunni. Í rekstri RUV ohf. skiptir ráðdeild engu. Vasar eigendanna eru djúpir og þeir eru aldrei spurðir hvort þeir vilji raunverulega standa að þessum rekstri. Nauðungaráskrifti og ótakmarkaðar fjárheimildir úr ríkissjóði auk fílaspora RUV ohf. á auglýsingamarkaði borga brúsann. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun