Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 11:27 Valur og Fram gerðu jafntefli á Hlíðarenda í gærkvöld. Valsmenn hafa því aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni en Fram tvo. vísir/Anton Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi. Valur komst yfir gegn Fram í gær þegar hornspyrna Gylfa Þórs Sigurðssonar rataði beint á koll Patricks Pedersen. Daninn skoraði og jafnaði þar með met Stevens Lennon yfir flest mörk erlends leikmanns í efstu deild á Íslandi, með sínu 101. marki. Viktor Bjarki kom Fram hins vegar til bjargar á síðustu stundu þegar hann skoraði úr teignum í kjölfarið á vel útfærðri aukaspyrnu. Þessi ungi leikmaður, sem er að klára grunnskóla, er á leið til danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar í sumar þegar hann verður sextán ára. Klippa: Mörk Vals og Fram Hetja Stjörnunnar í 1-0 sigrinum gegn Fylki í gær er heldur ekki gömul, en þó búin að fara í hálft ár í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Hinn tvítugi Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem kom í mars að láni heim til Stjörnunnar frá Mjällby, skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Hann endurtók þar með leikinn frá því í bikarleik gegn Augnabliki í síðustu viku. Klippa: Sigurmark Stjörnunnar gegn Fylki Fjórum umferðum er nú lokið í Bestu deild karla og næsta umferð hefst á laugardaginn, þegar FH tekur á móti Vestra. Á sunnudaginn mætast KA og KR á Akureyri, Stjarnan og ÍA í Garðabæ, HK og Víkingur í Kópavogi og Fram og Fylkir í Úlfarsárdal. Stórleikur umferðarinnar er svo á mánudagskvöld þegar Breiðablik tekur á móti Val. Besta deild karla Fram Valur Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 29. apríl 2024 20:05 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Valur komst yfir gegn Fram í gær þegar hornspyrna Gylfa Þórs Sigurðssonar rataði beint á koll Patricks Pedersen. Daninn skoraði og jafnaði þar með met Stevens Lennon yfir flest mörk erlends leikmanns í efstu deild á Íslandi, með sínu 101. marki. Viktor Bjarki kom Fram hins vegar til bjargar á síðustu stundu þegar hann skoraði úr teignum í kjölfarið á vel útfærðri aukaspyrnu. Þessi ungi leikmaður, sem er að klára grunnskóla, er á leið til danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar í sumar þegar hann verður sextán ára. Klippa: Mörk Vals og Fram Hetja Stjörnunnar í 1-0 sigrinum gegn Fylki í gær er heldur ekki gömul, en þó búin að fara í hálft ár í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Hinn tvítugi Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem kom í mars að láni heim til Stjörnunnar frá Mjällby, skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Hann endurtók þar með leikinn frá því í bikarleik gegn Augnabliki í síðustu viku. Klippa: Sigurmark Stjörnunnar gegn Fylki Fjórum umferðum er nú lokið í Bestu deild karla og næsta umferð hefst á laugardaginn, þegar FH tekur á móti Vestra. Á sunnudaginn mætast KA og KR á Akureyri, Stjarnan og ÍA í Garðabæ, HK og Víkingur í Kópavogi og Fram og Fylkir í Úlfarsárdal. Stórleikur umferðarinnar er svo á mánudagskvöld þegar Breiðablik tekur á móti Val.
Besta deild karla Fram Valur Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 29. apríl 2024 20:05 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30
Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 29. apríl 2024 20:05