Vanefndir Flugakademíu Íslands Gunnar Hjörtur Hagbarðsson skrifar 1. maí 2024 06:01 Á dögunum lýsti Flugakademía Íslands, einn af skólum Keilis, yfir gjaldþroti sem nam um hálfum miljarði króna. Margir fyrrum nemendur og kennarar segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við Flugakademíuna og hefur þetta fengið nokkra fjölmiðlaumjöllun á undanförnum vikum og mánuðum. Þó Flugakademían hafi farið í þrot er stærsti eigandi hennar og umráðamaður, Keilir, enn í fullum rekstri. Á dögunum fór stjórnarformaður Keilis í hlaðvarpsþátt um flugmál þar sem hann reyndi að útskýra ástæður þess að Flugakademían varð gjaldþrota og hvernig stjórnendur sjá framtíðina fyrir sér. Mig langar hér að neðan að benda á nokkrar rangfærslur sem komu fram í þessum þætti og minnast á atriði sem nauðsynlegt er að komi fram svo hlustendur þessa annars ágæta hlaðvarps fái skýrari og heildstæðari mynd af málinu. Stjórnarformaðurinn hélt því fram að þegar Flugakademían seldi eignir sínar (t.d. flugvélar, flugherma og fleira) hefði nemendum verið endurgreitt inneignir sínar, en nemendur fyrirframgreiddu skólagjöld, þ.e. áður en þeir flugu flugtímana, og áttu þá margir eðli málsins samkvæmt inneignir hjá skólanum þegar hann hætti rekstri. Þó svo það sé sannleikskorn í þessari fullyrðingu stjórnarformannsins, þá er hún efnislega röng. Margir nemendanna fengu töluvert minna en þeir telja sig eiga innistæðu fyrir og ekki fengið fullnægjandi svör þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Aðrir fengu ekki endurgreiðslu fyrr en eftir mikið stapp (oft með aðstoð lögfræðinga) og löngu eftir lokun skólans, enn aðrir hafa ekki fengið neitt. Hann talaði um að til stæði að selja aðalbyggingu Keilis og af velvilja stjórnarinnar stæði til að endurgreiða svokölluðum „óvirkum“ nemendum. En hvað eru óvirkir nemendur? Ef fólk tók sér hlé frá námi í meira en ár (eins og t.d. í Covid) var viðkomandi sagður „óvirkur“. Að segja nemenda vera „óvirkan“ var huglægt mat stjórnenda á námsframvindu, sem í einhverjum tilfellum var notað til að reyna krefjast hárrar fjárhæðar ef nemandi hugðist halda áfram námi. Þrátt fyrir að hafa þegar fyrirframgreitt flugtíma sem viðkomandi þurfti til að geta lokið námi. Flugakademían bar fyrir sig að inneignin væri fyrnd þar sem peningunum hafði verið eytt. Þó hafði viðkomandi ekki flogið fyrir andvirði þeirra. Flugakademían hafði enga heimild fyrir þessum aðgerðum sem gerðar voru einhliða og án samráðs við nemendur. Það var enginn tímarammi á því hvenær skyldi fljúga fyrir andvirði inneigna þegar þær voru keyptar. Margir myndu kalla þetta að stela, en það er gott að Keilir finnur það í hjarta sínu að endurgreiða vöru sem félag í þeirra eigu afhenti ekki. Stjórnarformanninum láðist að nefna hvort þessi velvilji stjórnar Keilis komi líka til með að ná til launagreiðslna til kennara sem hafa ekki fengið greitt fyrir störf sín á lokadögum skólans. Stjórnendur skólans fullvissuðu kennara um áður en yfir lauk, að búið væri að „tryggja innistæður fyrir öllum launum“, með hvatningu um að kenna sem mest. Þetta reyndist allt vera orðin tóm, og sitja nú margir eftir með sárt ennið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega hvort þessi velvilji sé frátekinn fyrir tilvik þar sem Keilir er í stöðu til að fegra ímynd sína. Viðmælandi hlaðvarpsins hélt því fram að rekstur Flugakademíunnar hafi farið að ganga illa þegar Covid-19 skall á og nefndi það sem ástæðu núverandi rekstrarvanda. Það er ekki rétt. Reksturinn var farinn að ganga illa löngu áður, þó svo Covid hafi vissulega ekki hjálpað til. Samgönguyfirvöld kyrrsettu kennsluflota skólans árið 2018 vegna þess að viðhaldi hafði ekki verið sinnt sem skildi og ámælisverð vinnubrögð í þeim málum verið viðhöfð um eitthvert skeið. Um þetta var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma. Beint tap af þessari kyrrsettningu hljóp á hundruðum miljóna og í kjölfarið snarfækkaði umsóknum í flugnám hjá skólanum. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að skólinn fengi veglega ríkisstyrki í Covid-19. Ríkið keypti hlutafé í Keili árið 2021 fyrir 190. miljónir króna og varð þar með meirihlutaeigandi, þar að auki fékk Flugakademían beina styrki í langan tíma á eftir. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þegar þetta var gert var Menntamálaráðherra flokksbróðir framkvæmdastjóra Keilis, en frá stofnun Keilis hafa tveir af þrem framkvæmdastjórum skólans setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Annar (framkvæmdstjóri 2007-2019) var þingflokksformaður Framsóknar áður en hann varð fyrsti framkvæmdastjóri Keilis, og hinn (framkvæmdastjóri 2019-2021) er í dag starfsbróðir ráðherra á Alþingi. Hlaðvarpsþátturinn er svo kórónaður með fullyrðingum viðmælanda að flestir Íslendingar sem hyggja á flugnám fari erlendis vegna þess að þeir séu hræddir um að flugkennsla á Íslandi standi ótraustum fótum, meðan hið rétta er að starfshættir fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir hafa eyðilagt orðspor íslenskrar flugkennslu. Hann varð fyrirtækinu sem hann er í forsvari fyrir til minnkunar í þessu viðtali, þó tæplega hafi verið úr háum söðli að falla. Höfundur er fyrrverandi kennari við Flugakademíu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Skóla- og menntamál Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á dögunum lýsti Flugakademía Íslands, einn af skólum Keilis, yfir gjaldþroti sem nam um hálfum miljarði króna. Margir fyrrum nemendur og kennarar segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við Flugakademíuna og hefur þetta fengið nokkra fjölmiðlaumjöllun á undanförnum vikum og mánuðum. Þó Flugakademían hafi farið í þrot er stærsti eigandi hennar og umráðamaður, Keilir, enn í fullum rekstri. Á dögunum fór stjórnarformaður Keilis í hlaðvarpsþátt um flugmál þar sem hann reyndi að útskýra ástæður þess að Flugakademían varð gjaldþrota og hvernig stjórnendur sjá framtíðina fyrir sér. Mig langar hér að neðan að benda á nokkrar rangfærslur sem komu fram í þessum þætti og minnast á atriði sem nauðsynlegt er að komi fram svo hlustendur þessa annars ágæta hlaðvarps fái skýrari og heildstæðari mynd af málinu. Stjórnarformaðurinn hélt því fram að þegar Flugakademían seldi eignir sínar (t.d. flugvélar, flugherma og fleira) hefði nemendum verið endurgreitt inneignir sínar, en nemendur fyrirframgreiddu skólagjöld, þ.e. áður en þeir flugu flugtímana, og áttu þá margir eðli málsins samkvæmt inneignir hjá skólanum þegar hann hætti rekstri. Þó svo það sé sannleikskorn í þessari fullyrðingu stjórnarformannsins, þá er hún efnislega röng. Margir nemendanna fengu töluvert minna en þeir telja sig eiga innistæðu fyrir og ekki fengið fullnægjandi svör þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Aðrir fengu ekki endurgreiðslu fyrr en eftir mikið stapp (oft með aðstoð lögfræðinga) og löngu eftir lokun skólans, enn aðrir hafa ekki fengið neitt. Hann talaði um að til stæði að selja aðalbyggingu Keilis og af velvilja stjórnarinnar stæði til að endurgreiða svokölluðum „óvirkum“ nemendum. En hvað eru óvirkir nemendur? Ef fólk tók sér hlé frá námi í meira en ár (eins og t.d. í Covid) var viðkomandi sagður „óvirkur“. Að segja nemenda vera „óvirkan“ var huglægt mat stjórnenda á námsframvindu, sem í einhverjum tilfellum var notað til að reyna krefjast hárrar fjárhæðar ef nemandi hugðist halda áfram námi. Þrátt fyrir að hafa þegar fyrirframgreitt flugtíma sem viðkomandi þurfti til að geta lokið námi. Flugakademían bar fyrir sig að inneignin væri fyrnd þar sem peningunum hafði verið eytt. Þó hafði viðkomandi ekki flogið fyrir andvirði þeirra. Flugakademían hafði enga heimild fyrir þessum aðgerðum sem gerðar voru einhliða og án samráðs við nemendur. Það var enginn tímarammi á því hvenær skyldi fljúga fyrir andvirði inneigna þegar þær voru keyptar. Margir myndu kalla þetta að stela, en það er gott að Keilir finnur það í hjarta sínu að endurgreiða vöru sem félag í þeirra eigu afhenti ekki. Stjórnarformanninum láðist að nefna hvort þessi velvilji stjórnar Keilis komi líka til með að ná til launagreiðslna til kennara sem hafa ekki fengið greitt fyrir störf sín á lokadögum skólans. Stjórnendur skólans fullvissuðu kennara um áður en yfir lauk, að búið væri að „tryggja innistæður fyrir öllum launum“, með hvatningu um að kenna sem mest. Þetta reyndist allt vera orðin tóm, og sitja nú margir eftir með sárt ennið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega hvort þessi velvilji sé frátekinn fyrir tilvik þar sem Keilir er í stöðu til að fegra ímynd sína. Viðmælandi hlaðvarpsins hélt því fram að rekstur Flugakademíunnar hafi farið að ganga illa þegar Covid-19 skall á og nefndi það sem ástæðu núverandi rekstrarvanda. Það er ekki rétt. Reksturinn var farinn að ganga illa löngu áður, þó svo Covid hafi vissulega ekki hjálpað til. Samgönguyfirvöld kyrrsettu kennsluflota skólans árið 2018 vegna þess að viðhaldi hafði ekki verið sinnt sem skildi og ámælisverð vinnubrögð í þeim málum verið viðhöfð um eitthvert skeið. Um þetta var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma. Beint tap af þessari kyrrsettningu hljóp á hundruðum miljóna og í kjölfarið snarfækkaði umsóknum í flugnám hjá skólanum. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að skólinn fengi veglega ríkisstyrki í Covid-19. Ríkið keypti hlutafé í Keili árið 2021 fyrir 190. miljónir króna og varð þar með meirihlutaeigandi, þar að auki fékk Flugakademían beina styrki í langan tíma á eftir. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þegar þetta var gert var Menntamálaráðherra flokksbróðir framkvæmdastjóra Keilis, en frá stofnun Keilis hafa tveir af þrem framkvæmdastjórum skólans setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Annar (framkvæmdstjóri 2007-2019) var þingflokksformaður Framsóknar áður en hann varð fyrsti framkvæmdastjóri Keilis, og hinn (framkvæmdastjóri 2019-2021) er í dag starfsbróðir ráðherra á Alþingi. Hlaðvarpsþátturinn er svo kórónaður með fullyrðingum viðmælanda að flestir Íslendingar sem hyggja á flugnám fari erlendis vegna þess að þeir séu hræddir um að flugkennsla á Íslandi standi ótraustum fótum, meðan hið rétta er að starfshættir fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir hafa eyðilagt orðspor íslenskrar flugkennslu. Hann varð fyrirtækinu sem hann er í forsvari fyrir til minnkunar í þessu viðtali, þó tæplega hafi verið úr háum söðli að falla. Höfundur er fyrrverandi kennari við Flugakademíu Íslands.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun