Fögnum unnum sigrum og aðlögumst nýjum tímum Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 1. maí 2024 07:30 Átta tíma vinnudagur, stytting vinnuvikunnar, helgarfrí, launað fæðingarorlof, veikindaréttur, orlofsréttur, atvinnuleysistryggingar, lífeyrisréttindi og örorkubætur. Þessi lífsgæði eru ekki sjálfsprottin heldur afrakstur af áratuga langri réttlætisbaráttu íslensku verkalýðshreyfingarinnar; stærsta lýðræðislega umbótaafls á Íslandi. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi vinnandi fólks, göngum við saman fylktu liði til að fagna unnum sigrum en horfum einnig til nýrra áskorana. Opinskátt samtal um áskoranir og aðlögunarhæfni hreyfingarinnar að nýjum tímum gæti skipt sköpum fyrir hagsmuni launafólks. Millitekjufólk þarf sterkari málsvara í okkur öllum Af opinberri umræðu að dæma mætti stundum ætla að meirihluti umbjóðenda verkalýðshreyfingarinnar sé fólk á lágmarkslaunum. Því fer í raun fjarri. Á árinu 2023 voru aðeins 10% launafólks á vinnumarkaði með regluleg heildarlaun undir 524 þús. kr. á mánaðargrundvelli fyrir fullt starf, 50% voru með yfir tæplega 780 þús. kr. á mánaðargrundvelli. Sjá mynd að neðan. Verkalýðshreyfingin í heild sinni mætti tala skýrar á opinberum vettvangi um hagsmuni launafólks í millitekju- og efri millitekjuhópum t.a.m. um fólk með háskólamenntun eða aðra fagmenntun. Umfjöllun um stöðu þeirra er gjarnan mætt með tómlæti á átakavettvangi hreyfingarinnar þó Ísland sé hröðum skrefum að þróast í átt að hámenntuðu samfélagi. 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára hefur lokið háskólamenntun, en nýtur hennar ekki sem skyldi í launum. Viðurkennt er að kynbundinn launamun megi að miklu leyti rekja til kerfisbundins vanmats á menntun kvenna. Varðar það ekki okkur öll? Vanmat menntunar kemur niður á velferð allra Á árunum 2001-2021 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá fólki með grunnskólamenntun um 30% og um 17% hjá fólki með starfs- og framhaldsmenntun. Kaupmátturinn jókst hins vegar ekkert hjá fólki með meistaragráðu úr háskóla, sjá mynd að neðan. Stór kynslóð ungs háskólamenntaðs fólks horfir nú fram á hverfandi ávinning af menntun sinni, háa byrði námslána, sligandi húsnæðiskostnað og óverulegan stuðning gegnum millifærslukerfin. Draga mun úr ásókn í háskólamenntun á næstu árum að óbreyttu, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á velferð á Íslandi. Þessa stöðu þurfa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ að taka alvarlega. Hvert stefnir hagkerfið? Á árinu 2022 var Ísland framar öðrum Norðurlöndum þegar kemur að jöfnuði í dreifingu ráðstöfunartekna. Þótt jöfnuður og aukin velferð allra hópa eigi að vera markmið okkar á hverjum tíma þá skiptir máli að velta fyrir sér orsakaþáttunum. Hagvöxtur í landinu byggist á atvinnustefnu sem helst skapar láglaunastörf og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins hefur verið eflt að því marki að minnihluti þjóðarinnar ber skattkerfið uppi. Hér erum við ekki að tala um ríkasta „eina prósentið“ heldur venjulegt launafólk með millitekjur- og efri millitekjur. Verkalýðshreyfingin þarf að vera mun virkari í samtalinu um sanngirni í skattheimtu og hvers konar atvinnuvegir þjóna okkur best til framtíðar. Svo lífsgæði haldi áfram að batna í sátt við samfélag og náttúru. En hugum að þeim áskorunum síðar. Dagurinn í dag er baráttudagur hinna vinnandi stétta og saman leggjum við áherslu á kröfurnar sem gera verður til lífskjara á Íslandi. Þær kröfur eru ekki einsleitar og hagsmunirnir af ýmsum toga. Eitt sameinar þó launafólk; við tilheyrum ekki ríkasta eina prósentinu og við erum í veikri aðstöðu til að ráða eigin kjörum ein og óstudd. Þess vegna skiptir samstaðan máli. Hingað til og hér eftir. Fram til baráttu! Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023-24 Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Átta tíma vinnudagur, stytting vinnuvikunnar, helgarfrí, launað fæðingarorlof, veikindaréttur, orlofsréttur, atvinnuleysistryggingar, lífeyrisréttindi og örorkubætur. Þessi lífsgæði eru ekki sjálfsprottin heldur afrakstur af áratuga langri réttlætisbaráttu íslensku verkalýðshreyfingarinnar; stærsta lýðræðislega umbótaafls á Íslandi. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi vinnandi fólks, göngum við saman fylktu liði til að fagna unnum sigrum en horfum einnig til nýrra áskorana. Opinskátt samtal um áskoranir og aðlögunarhæfni hreyfingarinnar að nýjum tímum gæti skipt sköpum fyrir hagsmuni launafólks. Millitekjufólk þarf sterkari málsvara í okkur öllum Af opinberri umræðu að dæma mætti stundum ætla að meirihluti umbjóðenda verkalýðshreyfingarinnar sé fólk á lágmarkslaunum. Því fer í raun fjarri. Á árinu 2023 voru aðeins 10% launafólks á vinnumarkaði með regluleg heildarlaun undir 524 þús. kr. á mánaðargrundvelli fyrir fullt starf, 50% voru með yfir tæplega 780 þús. kr. á mánaðargrundvelli. Sjá mynd að neðan. Verkalýðshreyfingin í heild sinni mætti tala skýrar á opinberum vettvangi um hagsmuni launafólks í millitekju- og efri millitekjuhópum t.a.m. um fólk með háskólamenntun eða aðra fagmenntun. Umfjöllun um stöðu þeirra er gjarnan mætt með tómlæti á átakavettvangi hreyfingarinnar þó Ísland sé hröðum skrefum að þróast í átt að hámenntuðu samfélagi. 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára hefur lokið háskólamenntun, en nýtur hennar ekki sem skyldi í launum. Viðurkennt er að kynbundinn launamun megi að miklu leyti rekja til kerfisbundins vanmats á menntun kvenna. Varðar það ekki okkur öll? Vanmat menntunar kemur niður á velferð allra Á árunum 2001-2021 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá fólki með grunnskólamenntun um 30% og um 17% hjá fólki með starfs- og framhaldsmenntun. Kaupmátturinn jókst hins vegar ekkert hjá fólki með meistaragráðu úr háskóla, sjá mynd að neðan. Stór kynslóð ungs háskólamenntaðs fólks horfir nú fram á hverfandi ávinning af menntun sinni, háa byrði námslána, sligandi húsnæðiskostnað og óverulegan stuðning gegnum millifærslukerfin. Draga mun úr ásókn í háskólamenntun á næstu árum að óbreyttu, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á velferð á Íslandi. Þessa stöðu þurfa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ að taka alvarlega. Hvert stefnir hagkerfið? Á árinu 2022 var Ísland framar öðrum Norðurlöndum þegar kemur að jöfnuði í dreifingu ráðstöfunartekna. Þótt jöfnuður og aukin velferð allra hópa eigi að vera markmið okkar á hverjum tíma þá skiptir máli að velta fyrir sér orsakaþáttunum. Hagvöxtur í landinu byggist á atvinnustefnu sem helst skapar láglaunastörf og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins hefur verið eflt að því marki að minnihluti þjóðarinnar ber skattkerfið uppi. Hér erum við ekki að tala um ríkasta „eina prósentið“ heldur venjulegt launafólk með millitekjur- og efri millitekjur. Verkalýðshreyfingin þarf að vera mun virkari í samtalinu um sanngirni í skattheimtu og hvers konar atvinnuvegir þjóna okkur best til framtíðar. Svo lífsgæði haldi áfram að batna í sátt við samfélag og náttúru. En hugum að þeim áskorunum síðar. Dagurinn í dag er baráttudagur hinna vinnandi stétta og saman leggjum við áherslu á kröfurnar sem gera verður til lífskjara á Íslandi. Þær kröfur eru ekki einsleitar og hagsmunirnir af ýmsum toga. Eitt sameinar þó launafólk; við tilheyrum ekki ríkasta eina prósentinu og við erum í veikri aðstöðu til að ráða eigin kjörum ein og óstudd. Þess vegna skiptir samstaðan máli. Hingað til og hér eftir. Fram til baráttu! Höfundur er formaður BHM.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun