Átt þú rétt á sumarbústað? Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 1. maí 2024 08:01 Alveg síðan ég var stelpa átti 1. maí sérstakan sess i mínum huga. Skrúðgöngurnar minntu mig á sumardaginn fyrsta, dag sem einnig hafði þennan sérstaka blæ yfir sér í æsku minni, nema að andinn í þessum athöfnum fjölda fólks sem gengu á þessum hátíðisdögum var svo ólíkur. Á sumardaginn fyrsta veifaði göngufólk og börn íslenska fánunum og blés upp blöðrur en á 1.maí voru göngumenn og konur með rauða fána og mótmælaspjöld að vopni, hrópuðu slagorð og sungu Nallann. Það var þessi andi, þessi baráttuhugur, þessi uppreisn gegn valdinu, hvaðan sem það kom sem heillaði mig. Þessi andi þar sem hinir undirokuðu risu upp og mótmæltu kjörum sínum og aðstæðum. Upprunaleg merking þessara tákna er fyrst og fremst ákall um breytingar og réttlátara samfélag. Komandi úr verkamannafjölskyldu, verandi dóttir einstæðrar móður og síðar öryrki hef ég alltaf tengt sterkt við þennan dag og fundið kraftinn sem í honum býr. Öryrkjar taka þátt í hátíðarhöldunum Það er ekki að undra að það voru Frakkar, sú mikla verkfallsþjóð, sem lögðu það til á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 að 1.maí yrði alþjóðlegur dagur verkafólks. Þessi tími var valinn einmitt vegna þess að víða var hann táknrænn fyrir endalok vetrar og byrjun sumars. Á Íslandi var fyrst gengin kröfuganga á þessum degi árið 1923, þannig að í ár eru rétt liðlega 100 ár síðan. Dagurinn var lögskipaður frídagur árið 1972 hér á landi. ÖBÍ réttindasamtök taka þátt í 1.maí göngunni og hafa gert í mörg ár enda fáir þjóðfélagshópar sem þekkja skortsins glímutök eins vel og öryrkjar. Í ár göngum við undir forystuborðanum: Þjóðarsátt líka fyrir fatlað fólk! Og á meðal þess sem stendur á kröfuspjöldum okkar er: Hækkið örorkulífeyri, tryggið fötluðu fólki heimili, heilbrigðisþjónusta óháð efnahag, ekki meiri hafragraut!, fátækt er ranglæti og eitt samfélag fyrir alla. Tengsl verkalýðsfélaga og öryrkja Ég lagði á djúpið og hafði samband við nokkur stéttarfélög víðs vegar um landið til að kanna stöðu og réttindi öryrkja í þeim. Flestir öryrkjar hafa verið á vinnumarkaði áður en til örorku kom og borgað félagsgjöld allan þann tíma. Stéttafélögin bjóða almennt upp á ýmis konar styrki til félagsmanna sinna, eins og úr sjúkrasjóðum, til gleraugnakaupa og hlutagreiðslu tannlæknakostnaðar. Félagsmenn eiga einnig í mögum tilfellum rétt á ýmis konar mennta- og tómstundastyrkjum. Það er skemmst að segja að það er mjög misjafnt á milli verkalýðsfélaga, bæði áður og eftir að fólk dettur út af vinnumarkaði, vegna fötlunar eða langvinnra sjúkdóma, hve mikinn rétt það á. Réttur til greiðslna úr sjúkrasjóði, sem öryrkjar þurfa oft á að halda, er mjög misjafn eða allt frá 3-12 mánuðum. Þegar fólk dettur út af vinnumarkaði og hefur ekki lengur ráðningarsamband við atvinnurekanda þá falla þessi réttindi niður. Rétturinn til annarra styrkja lýtur sömu lögmálum, hann fellur niður eftir ár eða minna án tillits hversu lengi hefur verið greitt í sjóðina áður en fólk veiktist. Í nokkrum tilvikum er hægt að halda áðurnefndum réttindum með því að greiða lágmarks félagsgjald sem var um 3-10.000 kr.á mánuði. Allir í sumarbústað! En sumarbústaðurinn, hann var sá réttur sem var sterkastur! Flestir[SI1] öryrkjar eiga rétt á að leigja sumarbústað eða íbúðir hjá því stéttarfélagi sem þeir greiddu síðast í. Stundum miðast það við áunna punktastöðu, sem minnkar vitaskuld möguleikann þegar fólk er ekki lengur á vinnumarkaði og greiðir ekki lengur félagsgjald. Stundum geta öryrkjar verið gjaldgengir án þessara skilyrða en besti díllinn er án efa að hafa aðgengi að þeim ævilangt eins og í nokkrum félögum. Það er því tvímælalaust þess virði að kanna réttindi sín í stéttarfélögum á meðan fólk er enn á vinnumarkaði, ef vera skyldi að kæmi til örorku, en .þar er enginn óhultur. Um það geta rúmlega nítján þúsund manns vitnað. Virðing og réttlæti Það er langur vegur frá því að öryrkjar hafi öðlast sjálfsagða virðingu í samfélaginu og að réttætið nái fram að ganga m.a. í bættum kjörum, og þar gengur frumvarp félags- og vinnumálaráðherra of skammt. Öryrkjar eru ofurseldir ríkisvaldinu við ákvörðun lífeyris og lagaákvæði eru túlkuð eftir því sem vindurinn blæs, en alltaf skal hann vera örykjum í óhag. Þarna m.a. krefjumst við réttlætis. Þess vegna göngum við á þann 1. maí, þess vegna viljum við taka pláss og vera sýnileg, þess vegna viljum við að á okkur sé hlustað. Svo fram þjáðir öryrkjar í þúsund löndum! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Alveg síðan ég var stelpa átti 1. maí sérstakan sess i mínum huga. Skrúðgöngurnar minntu mig á sumardaginn fyrsta, dag sem einnig hafði þennan sérstaka blæ yfir sér í æsku minni, nema að andinn í þessum athöfnum fjölda fólks sem gengu á þessum hátíðisdögum var svo ólíkur. Á sumardaginn fyrsta veifaði göngufólk og börn íslenska fánunum og blés upp blöðrur en á 1.maí voru göngumenn og konur með rauða fána og mótmælaspjöld að vopni, hrópuðu slagorð og sungu Nallann. Það var þessi andi, þessi baráttuhugur, þessi uppreisn gegn valdinu, hvaðan sem það kom sem heillaði mig. Þessi andi þar sem hinir undirokuðu risu upp og mótmæltu kjörum sínum og aðstæðum. Upprunaleg merking þessara tákna er fyrst og fremst ákall um breytingar og réttlátara samfélag. Komandi úr verkamannafjölskyldu, verandi dóttir einstæðrar móður og síðar öryrki hef ég alltaf tengt sterkt við þennan dag og fundið kraftinn sem í honum býr. Öryrkjar taka þátt í hátíðarhöldunum Það er ekki að undra að það voru Frakkar, sú mikla verkfallsþjóð, sem lögðu það til á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 að 1.maí yrði alþjóðlegur dagur verkafólks. Þessi tími var valinn einmitt vegna þess að víða var hann táknrænn fyrir endalok vetrar og byrjun sumars. Á Íslandi var fyrst gengin kröfuganga á þessum degi árið 1923, þannig að í ár eru rétt liðlega 100 ár síðan. Dagurinn var lögskipaður frídagur árið 1972 hér á landi. ÖBÍ réttindasamtök taka þátt í 1.maí göngunni og hafa gert í mörg ár enda fáir þjóðfélagshópar sem þekkja skortsins glímutök eins vel og öryrkjar. Í ár göngum við undir forystuborðanum: Þjóðarsátt líka fyrir fatlað fólk! Og á meðal þess sem stendur á kröfuspjöldum okkar er: Hækkið örorkulífeyri, tryggið fötluðu fólki heimili, heilbrigðisþjónusta óháð efnahag, ekki meiri hafragraut!, fátækt er ranglæti og eitt samfélag fyrir alla. Tengsl verkalýðsfélaga og öryrkja Ég lagði á djúpið og hafði samband við nokkur stéttarfélög víðs vegar um landið til að kanna stöðu og réttindi öryrkja í þeim. Flestir öryrkjar hafa verið á vinnumarkaði áður en til örorku kom og borgað félagsgjöld allan þann tíma. Stéttafélögin bjóða almennt upp á ýmis konar styrki til félagsmanna sinna, eins og úr sjúkrasjóðum, til gleraugnakaupa og hlutagreiðslu tannlæknakostnaðar. Félagsmenn eiga einnig í mögum tilfellum rétt á ýmis konar mennta- og tómstundastyrkjum. Það er skemmst að segja að það er mjög misjafnt á milli verkalýðsfélaga, bæði áður og eftir að fólk dettur út af vinnumarkaði, vegna fötlunar eða langvinnra sjúkdóma, hve mikinn rétt það á. Réttur til greiðslna úr sjúkrasjóði, sem öryrkjar þurfa oft á að halda, er mjög misjafn eða allt frá 3-12 mánuðum. Þegar fólk dettur út af vinnumarkaði og hefur ekki lengur ráðningarsamband við atvinnurekanda þá falla þessi réttindi niður. Rétturinn til annarra styrkja lýtur sömu lögmálum, hann fellur niður eftir ár eða minna án tillits hversu lengi hefur verið greitt í sjóðina áður en fólk veiktist. Í nokkrum tilvikum er hægt að halda áðurnefndum réttindum með því að greiða lágmarks félagsgjald sem var um 3-10.000 kr.á mánuði. Allir í sumarbústað! En sumarbústaðurinn, hann var sá réttur sem var sterkastur! Flestir[SI1] öryrkjar eiga rétt á að leigja sumarbústað eða íbúðir hjá því stéttarfélagi sem þeir greiddu síðast í. Stundum miðast það við áunna punktastöðu, sem minnkar vitaskuld möguleikann þegar fólk er ekki lengur á vinnumarkaði og greiðir ekki lengur félagsgjald. Stundum geta öryrkjar verið gjaldgengir án þessara skilyrða en besti díllinn er án efa að hafa aðgengi að þeim ævilangt eins og í nokkrum félögum. Það er því tvímælalaust þess virði að kanna réttindi sín í stéttarfélögum á meðan fólk er enn á vinnumarkaði, ef vera skyldi að kæmi til örorku, en .þar er enginn óhultur. Um það geta rúmlega nítján þúsund manns vitnað. Virðing og réttlæti Það er langur vegur frá því að öryrkjar hafi öðlast sjálfsagða virðingu í samfélaginu og að réttætið nái fram að ganga m.a. í bættum kjörum, og þar gengur frumvarp félags- og vinnumálaráðherra of skammt. Öryrkjar eru ofurseldir ríkisvaldinu við ákvörðun lífeyris og lagaákvæði eru túlkuð eftir því sem vindurinn blæs, en alltaf skal hann vera örykjum í óhag. Þarna m.a. krefjumst við réttlætis. Þess vegna göngum við á þann 1. maí, þess vegna viljum við taka pláss og vera sýnileg, þess vegna viljum við að á okkur sé hlustað. Svo fram þjáðir öryrkjar í þúsund löndum! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun