„Það er hart sótt að okkar fólki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2024 21:01 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tók þátt í göngunni ásamt sínu fólki. Vísir/Bjarni Verkalýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Fjöldi landsmanna kom saman í kröfugöngu í miðbæ Reykjavíkur og var gengið niður að Ingólfstorgi þar sem fram fór fjölmennur útifundur. Fyrir framan Hallgrímskirkju söfnuðust saman fulltrúar stéttarfélaganna sem tóku þátt í kröfugöngunni og aðrir sem vildu leggja baráttunni lið. Stéttarfélögin voru mörg og fjölbreytt, en kröfurnar á svipuðum nótum. Betri kjör fyrir fólkið sem heldur öllu gangandi. Nýstofnað félag Visku, stéttarfélags sérfræðinga, var meðal þeirra sem tóku þátt. „Við eigum að fá borgað sanngjörn laun fyrir okkar störf,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku.Vísir/Bjarni Og það hefur ekki verið þannig hingað til? „Nei, minnsti ávinningur af háskólamenntun í Evrópu er á Íslandi. Þannig það er verk að vinna,“ segir Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri Visku. Georg Brynjarsson er framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Visku.Vísir/Bjarni Við viljum náttúrulega bætt kjör og við viljum miklu betra starfsumhverfi. Við sjáum það að það þarf líka að bæta starfsumhverfi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk. Og sérstaklega hjúkrunarfræðingana sem ég tala fyrir. Bætt kjör og betra starfsumhverfi,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Sigurjón „Við sjáum það í dag að það er enn mikilvægara að koma saman og sýna samstöðu í verki. Það er hart sótt að okkar fólki og við þurfum að sækja fram,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tók þátt í göngunni ásamt sínu fólki.Vísir/Bjarni „Við krefjumst virðingar fyrir verka- og láglaunafólks. Við krefjumst valda í samfélaginu, við krefjumst þess að við sem sköpum arðinn fáum að njóta afraksturs vinnu okkar. Svo erum við hér líka til að standa með fólkinu í Palestínu og krefjast skilyrðislauss vopnahlés strax í dag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum.Vísir/Bjarni Þá tók að minnsta kosti einn forsetaframbjóðandi þátt í göngunni. „Bara eins og ég hef gert frá því ég man eftir mér. Ég var alin upp við það að halda þennan dag hátíðlegan og að sjálfsögðu mæti ég hér núna eins og áður,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og forsetaframbjóðandi. Vísir/Arnar Gengið var frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Ingólfstorgi þar sem ræðuhöld fóru fram. Sambærileg dagskrá fór fram um land allt, þar á meðal Selfossi þar sem gengin var kröfuganga og ræðuhöld fóru fram, Akureyri og Ísafirði. Í Hafnarfirði voru haldnir samstöðu- og baráttutónleikar þar sem Jóhanna Guðrún, meðal annarra, tók lagið. Fleiri myndir frá deginum má sjá hér fyrir neðan. Lúðrasveit verkalýðsins gekk niður að Ingólfstorgi í kröfugöngunni.Vísir/Viktor Freyr Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, var fundarstjóri á Ingólfstorgi.Vísir/Viktor Freyr Skagfirska hljómsveitin Úlfur Úlfur tók lagið.Vísir/Viktor Freyr Sólveig Anna Jónsdóttir flutti ræðu.Vísir/Viktor Freyr Bríet steig einnig á stokk.Vísir/Viktor Freyr Sumarblíðan lék við fólk í dag.Vísir/Viktor Freyr Reykjavík Hafnarfjörður Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Fyrir framan Hallgrímskirkju söfnuðust saman fulltrúar stéttarfélaganna sem tóku þátt í kröfugöngunni og aðrir sem vildu leggja baráttunni lið. Stéttarfélögin voru mörg og fjölbreytt, en kröfurnar á svipuðum nótum. Betri kjör fyrir fólkið sem heldur öllu gangandi. Nýstofnað félag Visku, stéttarfélags sérfræðinga, var meðal þeirra sem tóku þátt. „Við eigum að fá borgað sanngjörn laun fyrir okkar störf,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku.Vísir/Bjarni Og það hefur ekki verið þannig hingað til? „Nei, minnsti ávinningur af háskólamenntun í Evrópu er á Íslandi. Þannig það er verk að vinna,“ segir Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri Visku. Georg Brynjarsson er framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Visku.Vísir/Bjarni Við viljum náttúrulega bætt kjör og við viljum miklu betra starfsumhverfi. Við sjáum það að það þarf líka að bæta starfsumhverfi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk. Og sérstaklega hjúkrunarfræðingana sem ég tala fyrir. Bætt kjör og betra starfsumhverfi,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Sigurjón „Við sjáum það í dag að það er enn mikilvægara að koma saman og sýna samstöðu í verki. Það er hart sótt að okkar fólki og við þurfum að sækja fram,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tók þátt í göngunni ásamt sínu fólki.Vísir/Bjarni „Við krefjumst virðingar fyrir verka- og láglaunafólks. Við krefjumst valda í samfélaginu, við krefjumst þess að við sem sköpum arðinn fáum að njóta afraksturs vinnu okkar. Svo erum við hér líka til að standa með fólkinu í Palestínu og krefjast skilyrðislauss vopnahlés strax í dag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum.Vísir/Bjarni Þá tók að minnsta kosti einn forsetaframbjóðandi þátt í göngunni. „Bara eins og ég hef gert frá því ég man eftir mér. Ég var alin upp við það að halda þennan dag hátíðlegan og að sjálfsögðu mæti ég hér núna eins og áður,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og forsetaframbjóðandi. Vísir/Arnar Gengið var frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Ingólfstorgi þar sem ræðuhöld fóru fram. Sambærileg dagskrá fór fram um land allt, þar á meðal Selfossi þar sem gengin var kröfuganga og ræðuhöld fóru fram, Akureyri og Ísafirði. Í Hafnarfirði voru haldnir samstöðu- og baráttutónleikar þar sem Jóhanna Guðrún, meðal annarra, tók lagið. Fleiri myndir frá deginum má sjá hér fyrir neðan. Lúðrasveit verkalýðsins gekk niður að Ingólfstorgi í kröfugöngunni.Vísir/Viktor Freyr Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, var fundarstjóri á Ingólfstorgi.Vísir/Viktor Freyr Skagfirska hljómsveitin Úlfur Úlfur tók lagið.Vísir/Viktor Freyr Sólveig Anna Jónsdóttir flutti ræðu.Vísir/Viktor Freyr Bríet steig einnig á stokk.Vísir/Viktor Freyr Sumarblíðan lék við fólk í dag.Vísir/Viktor Freyr
Reykjavík Hafnarfjörður Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira