Veðrið, veskið og Íslendingurinn María Rut Kristinsdóttir skrifar 2. maí 2024 08:30 Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott. En veðrið býður svo sem upp á að henda sér út og græja þá. Pallaefnin seljast upp í byggingarvöruverslunum og Íslendingurinn tæmir hratt allt sem grilla má í verslunum landsins. Enda er sumarið komið. Það er enn þá skítkalt. En það er bjart og Íslendingurinn klæðir sig þá bara í peysu. Eða harkar af sér. Því sumarið er komið. Og á þessum degi. Nákvæmlega þessu augnabliki falla minningar um hart vetrarharkið, appelsínugular viðvaranir, ófærð, náttúruvá eða hvers kyns hret í gleymskunnar dá. Því sumarið er komið. Íslendingurinn er hæstánægður með sínar 10 gráður og sól sem er jú alveg heit ef maður er í skjóli vegna þess að veturinn var svo ömurlegur. Svo kemur veturinn og Íslendingurinn verður steinhissa. „Var líka svona dimmt í fyrra?“ „Það var ekki svona kalt í fyrra var það?“ „Vá hvað ég gleymi því alltaf hvað veturinn er harður“... Og svona endurtekur sagan sig á Íslandi ár eftir ár. Árstíð eftir árstíð. Það er mjög íslenskt að vera stöðugt með vindinn í fanginu. Íslendingar eru þrjóskir og það skortir ekki á seigluna hjá okkur. Nábýli við náttúruna og veðrið er líklega ákveðin skýring. Mögulega er þetta hluti af einhverju náttúruvali - að við þrífumst og hrærumst í þessari stöðugu óvissu sem fylgir því að búa hér. Það er ekki einu sinni víst að sumarið sé endanlega komið. En við sættum okkur við það – enda höfum við ekkert annað val. Það er líka hluti af því að vera Íslendingur að búa í séríslensku hagkerfi með minnsta gjaldmiðil í heimi. Því fylgja góð ár efnahagslegar lognmollu með bullandi hagvexti, kaupmætti og tækifærum – en líka mjög slæm með appelsínugulum efnahagsviðvörunum og gríðarlegum vöxtum og verðbólgu. Og rétt eins og með árstíðirnar þá gleymum við þeim vondu í alsælu þeirra góðu. Og svo verður Íslendingurinn alltaf jafn ofboðslega hissa þegar niðursveiflan byrjar. „Hefur þetta einhvern tímann verið svona slæmt?“ „Matarkarfan er orðin svo dýr“ „Ég veit ekki hvernig ég á að klára mánaðarmótin lengur“. Jafnvel þó niðursveiflan hafi gerst sirka á tíu ára fresti í gegnum alla hagsögu okkar frá sjálfstæði þjóðarinnar. Góðu árin eru kannski svo góð. Vegna þess að veturinn var svo harður. Íslendingar finna sér alltaf sól og skjólvegg á endanum. Hvort sem það er í formi pallaefnis – eða með heimatilbúnum lausnum á borð við verðtryggingu, vaxtabætur, gengisfellingar eða með því að kippa nokkrum núllum af gjaldmiðlinum. Íslendingurinn er nefnilega góður í að redda sér fyrir horn. Vandamálið er að vermirinn er yfirleitt skammgóður. Þó það sé vissulega sjarmerandi að einhverju leyti. Þá er það oft heldur kostnaðarsamt fyrir venjuleg heimili að hafa ekki tækifæri til að gera plön langt fram í tímann. Við getum ekki breytt veðrinu, vetrinum eða náttúrunni. En við höfum stjórn á efnahagsmálunum. Þau eru mannanna verk. Það eru pólitískar ákvarðanir þar að baki. En þetta er jú hluti af því að vera Íslendingur. Að mergsjúga góðu stundirnar og afneita þeim slæmu. Því segi ég bara skál! Og gleðilegt verðbólgusumar! Höfundur er aðstoðamaður formanns Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott. En veðrið býður svo sem upp á að henda sér út og græja þá. Pallaefnin seljast upp í byggingarvöruverslunum og Íslendingurinn tæmir hratt allt sem grilla má í verslunum landsins. Enda er sumarið komið. Það er enn þá skítkalt. En það er bjart og Íslendingurinn klæðir sig þá bara í peysu. Eða harkar af sér. Því sumarið er komið. Og á þessum degi. Nákvæmlega þessu augnabliki falla minningar um hart vetrarharkið, appelsínugular viðvaranir, ófærð, náttúruvá eða hvers kyns hret í gleymskunnar dá. Því sumarið er komið. Íslendingurinn er hæstánægður með sínar 10 gráður og sól sem er jú alveg heit ef maður er í skjóli vegna þess að veturinn var svo ömurlegur. Svo kemur veturinn og Íslendingurinn verður steinhissa. „Var líka svona dimmt í fyrra?“ „Það var ekki svona kalt í fyrra var það?“ „Vá hvað ég gleymi því alltaf hvað veturinn er harður“... Og svona endurtekur sagan sig á Íslandi ár eftir ár. Árstíð eftir árstíð. Það er mjög íslenskt að vera stöðugt með vindinn í fanginu. Íslendingar eru þrjóskir og það skortir ekki á seigluna hjá okkur. Nábýli við náttúruna og veðrið er líklega ákveðin skýring. Mögulega er þetta hluti af einhverju náttúruvali - að við þrífumst og hrærumst í þessari stöðugu óvissu sem fylgir því að búa hér. Það er ekki einu sinni víst að sumarið sé endanlega komið. En við sættum okkur við það – enda höfum við ekkert annað val. Það er líka hluti af því að vera Íslendingur að búa í séríslensku hagkerfi með minnsta gjaldmiðil í heimi. Því fylgja góð ár efnahagslegar lognmollu með bullandi hagvexti, kaupmætti og tækifærum – en líka mjög slæm með appelsínugulum efnahagsviðvörunum og gríðarlegum vöxtum og verðbólgu. Og rétt eins og með árstíðirnar þá gleymum við þeim vondu í alsælu þeirra góðu. Og svo verður Íslendingurinn alltaf jafn ofboðslega hissa þegar niðursveiflan byrjar. „Hefur þetta einhvern tímann verið svona slæmt?“ „Matarkarfan er orðin svo dýr“ „Ég veit ekki hvernig ég á að klára mánaðarmótin lengur“. Jafnvel þó niðursveiflan hafi gerst sirka á tíu ára fresti í gegnum alla hagsögu okkar frá sjálfstæði þjóðarinnar. Góðu árin eru kannski svo góð. Vegna þess að veturinn var svo harður. Íslendingar finna sér alltaf sól og skjólvegg á endanum. Hvort sem það er í formi pallaefnis – eða með heimatilbúnum lausnum á borð við verðtryggingu, vaxtabætur, gengisfellingar eða með því að kippa nokkrum núllum af gjaldmiðlinum. Íslendingurinn er nefnilega góður í að redda sér fyrir horn. Vandamálið er að vermirinn er yfirleitt skammgóður. Þó það sé vissulega sjarmerandi að einhverju leyti. Þá er það oft heldur kostnaðarsamt fyrir venjuleg heimili að hafa ekki tækifæri til að gera plön langt fram í tímann. Við getum ekki breytt veðrinu, vetrinum eða náttúrunni. En við höfum stjórn á efnahagsmálunum. Þau eru mannanna verk. Það eru pólitískar ákvarðanir þar að baki. En þetta er jú hluti af því að vera Íslendingur. Að mergsjúga góðu stundirnar og afneita þeim slæmu. Því segi ég bara skál! Og gleðilegt verðbólgusumar! Höfundur er aðstoðamaður formanns Viðreisnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun