Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Keflavík 4-2 | Nýliðarnir nældu í sigur og eru enn ósigraðir Andri Már Eggertsson skrifar 2. maí 2024 21:12 vísir/anton Fylkir vann öruggan sigur gegn Keflavík. Í stöðunni 1-1 gerði Fylkir næstu þrjú mörkin og leikurinn endaði með 4-2 sigri. Fylkir hefur ekki tapað leik það sem af er tímabils og liðið hefur safnað fimm stigum í þremur leikjum. Heimakonur fengu dauðafæri til að komast yfir strax á fjórðu mínútu. Viktoría Diljá Halldórsdóttir átti laglega sendingu á hægri kantinum inn í teig beint á Evu Rut Ásþórsdóttur nálægt markinu en hún var ekki á tánum og tók lélegt skot sem fór beint á markið. Fimm mínútum síðar kom Eva Fylkiskonum yfir með laglegu marki. Hún fékk boltann inn í teig eftir lélega hreinsun Keflavíkur en átti eftir að gera helling og gerði vel í að leggja boltann í fjærhornið. Gestirnir úr Keflavík jöfnuðu leikinn á sextándu mínútu. Melanie Claire Rendeiro tók hornspyrnu á Caroline Mc Cue Van Slambrouck sem tók karatespark og náði að koma boltanum á markið en Tinna Brá Magnúsdóttir varði en Caroline fylgdi eftir og skoraði. Annað mark Fylkis var stórkostlegt. Boltinn byrjaði í vörninni og fór þaðan á Tinnu í markinu sem náði að spila sig út úr vandræðunum og þaðan gekk boltinn á milli og heimakonur spilu Keflvíkinga sundur og saman úr stöðu og færið endaði með að Abigail Patricia Boyan gaf boltann á Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur sem renndi boltanum í marki. Sjö mismunandi leikmenn Fylkis tóku þátt í spilinu sem endaði með marki. Staðan í hálfleik var 2-1. Keflavík byrjaði síðari hálfleik betur en fyrirliði Fylkis, Eva Rut, skoraði sitt annað mark þegar að Abigail tók hornspyrnu sem Kayla Bruster skallaði í átt að markinu og þar mætti Eva og kom boltanum í markið og kom Fylki 3-1 yfir. Susanna Joy Friedrichs, leikmaður Keflavíkur, var fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Boltinn fór inn á teig þar missti Vera Varis boltann beint í Susanna Joy og boltinn endaði í markinu og fjórða mark Fylkis staðreynd. Saorla Lorraine Miller opnaði aðeins leikinn þegar hún skoraði annað mark Keflavíkur eftir stoðsendingu frá Melanie Claire en gestirnir nýttu ekki meðbyrinn og leikurinn endaði með 4-2 sigri Fylkis. Atvik leiksins Annað mark Fylkis var frábært. Tinna Brá Magnúsdóttir, markmaður Fylkis, setti tóninn þegar hún virtist vera komin í vandræði en lék á Melanie Claire og gaf svo boltann frá sér. Sending var ekki góð en í stað þess að þruma boltanum fram spiluðu heimakonur út úr pressunni sem endaði með marki þar sem sjö leikmenn Fylkis tóku þátt í spilinu. Stjörnur og skúrkar Fyrirliði Fylkis, Eva Rut Ásþórsdóttir, lét það ekki slá sig út af laginu að klikka á dauðafæri snemma leiks því hún svaraði með því að skora tvö mörk og var maður leiksins. Varnarlína Keflavíkur var langt frá því að vera í takti sem skilaði Fylki fjórum mörk. Susanna Joy Friedrichs varð síðan fyrir því óláni að gera sjálfsmark en markmaður Keflavíkur Vera Varis ber mikla ábyrgð á því þar sem hún náði ekki að halda boltanum. Dómarinn Jovan Subic dæmdi leik kvöldsins. Leikurinn var afar vel dæmdur og Jovan komst vel frá sínu og fær sjö í einkunn. Umgjörð og stemning Lukkudýrið, Tígri, var mættur á svæðið og áhorfendum var boðið að taka myndir af sér með honum í hálfleik enda virkilega flottur í appelsínugulum og svörtum tígrisdýrabúningi. Jonathan Glenn: Þurfum að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjungi Jonathan Glenn var svekktur eftir leik Vísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir tap gegn Fylki. „Til að byrja með á Fylkir hrós skilið. Við töpuðum þessum leik á skyndisóknum og við hefðum átt að halda betur í boltann og vera ákveðnari. Þetta er lærdómsríkt fyrir marga leikmenn sem eru að taka sín fyrstu skref en við munum komast í gegnum þetta og þær eru að læra,“ sagði Jonathan Glenn eftir leik og hélt áfram. „Við höfum skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum sem á að vera nóg til að vinna leiki. Ég sagði við liðið í hálfleik að við yrðum að þétta raðirnar því alltaf þegar við misstum boltann þá kom fyrirgjöf eða skot á mark hjá Fylki.“ Eftir að Keflavík minnkaði muninn í 4-2 fékk liðið færi til að bæta við mörkum og að mati Jonathan hefði hann viljað nýta það betur. „Mér fannst við eiga að gera betur á síðasta þriðjungi og taka betri ákvarðanir sem við verðum að bæta okkur í,“ sagði Jonathan Glenn að lokum. Besta deild kvenna Fylkir Keflavík ÍF
Fylkir vann öruggan sigur gegn Keflavík. Í stöðunni 1-1 gerði Fylkir næstu þrjú mörkin og leikurinn endaði með 4-2 sigri. Fylkir hefur ekki tapað leik það sem af er tímabils og liðið hefur safnað fimm stigum í þremur leikjum. Heimakonur fengu dauðafæri til að komast yfir strax á fjórðu mínútu. Viktoría Diljá Halldórsdóttir átti laglega sendingu á hægri kantinum inn í teig beint á Evu Rut Ásþórsdóttur nálægt markinu en hún var ekki á tánum og tók lélegt skot sem fór beint á markið. Fimm mínútum síðar kom Eva Fylkiskonum yfir með laglegu marki. Hún fékk boltann inn í teig eftir lélega hreinsun Keflavíkur en átti eftir að gera helling og gerði vel í að leggja boltann í fjærhornið. Gestirnir úr Keflavík jöfnuðu leikinn á sextándu mínútu. Melanie Claire Rendeiro tók hornspyrnu á Caroline Mc Cue Van Slambrouck sem tók karatespark og náði að koma boltanum á markið en Tinna Brá Magnúsdóttir varði en Caroline fylgdi eftir og skoraði. Annað mark Fylkis var stórkostlegt. Boltinn byrjaði í vörninni og fór þaðan á Tinnu í markinu sem náði að spila sig út úr vandræðunum og þaðan gekk boltinn á milli og heimakonur spilu Keflvíkinga sundur og saman úr stöðu og færið endaði með að Abigail Patricia Boyan gaf boltann á Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur sem renndi boltanum í marki. Sjö mismunandi leikmenn Fylkis tóku þátt í spilinu sem endaði með marki. Staðan í hálfleik var 2-1. Keflavík byrjaði síðari hálfleik betur en fyrirliði Fylkis, Eva Rut, skoraði sitt annað mark þegar að Abigail tók hornspyrnu sem Kayla Bruster skallaði í átt að markinu og þar mætti Eva og kom boltanum í markið og kom Fylki 3-1 yfir. Susanna Joy Friedrichs, leikmaður Keflavíkur, var fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Boltinn fór inn á teig þar missti Vera Varis boltann beint í Susanna Joy og boltinn endaði í markinu og fjórða mark Fylkis staðreynd. Saorla Lorraine Miller opnaði aðeins leikinn þegar hún skoraði annað mark Keflavíkur eftir stoðsendingu frá Melanie Claire en gestirnir nýttu ekki meðbyrinn og leikurinn endaði með 4-2 sigri Fylkis. Atvik leiksins Annað mark Fylkis var frábært. Tinna Brá Magnúsdóttir, markmaður Fylkis, setti tóninn þegar hún virtist vera komin í vandræði en lék á Melanie Claire og gaf svo boltann frá sér. Sending var ekki góð en í stað þess að þruma boltanum fram spiluðu heimakonur út úr pressunni sem endaði með marki þar sem sjö leikmenn Fylkis tóku þátt í spilinu. Stjörnur og skúrkar Fyrirliði Fylkis, Eva Rut Ásþórsdóttir, lét það ekki slá sig út af laginu að klikka á dauðafæri snemma leiks því hún svaraði með því að skora tvö mörk og var maður leiksins. Varnarlína Keflavíkur var langt frá því að vera í takti sem skilaði Fylki fjórum mörk. Susanna Joy Friedrichs varð síðan fyrir því óláni að gera sjálfsmark en markmaður Keflavíkur Vera Varis ber mikla ábyrgð á því þar sem hún náði ekki að halda boltanum. Dómarinn Jovan Subic dæmdi leik kvöldsins. Leikurinn var afar vel dæmdur og Jovan komst vel frá sínu og fær sjö í einkunn. Umgjörð og stemning Lukkudýrið, Tígri, var mættur á svæðið og áhorfendum var boðið að taka myndir af sér með honum í hálfleik enda virkilega flottur í appelsínugulum og svörtum tígrisdýrabúningi. Jonathan Glenn: Þurfum að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjungi Jonathan Glenn var svekktur eftir leik Vísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir tap gegn Fylki. „Til að byrja með á Fylkir hrós skilið. Við töpuðum þessum leik á skyndisóknum og við hefðum átt að halda betur í boltann og vera ákveðnari. Þetta er lærdómsríkt fyrir marga leikmenn sem eru að taka sín fyrstu skref en við munum komast í gegnum þetta og þær eru að læra,“ sagði Jonathan Glenn eftir leik og hélt áfram. „Við höfum skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum sem á að vera nóg til að vinna leiki. Ég sagði við liðið í hálfleik að við yrðum að þétta raðirnar því alltaf þegar við misstum boltann þá kom fyrirgjöf eða skot á mark hjá Fylki.“ Eftir að Keflavík minnkaði muninn í 4-2 fékk liðið færi til að bæta við mörkum og að mati Jonathan hefði hann viljað nýta það betur. „Mér fannst við eiga að gera betur á síðasta þriðjungi og taka betri ákvarðanir sem við verðum að bæta okkur í,“ sagði Jonathan Glenn að lokum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti