Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2024 15:09 Frá mótmælaaðgerðunum í Tíblisi. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. Umrætt frumvarp snýr að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Til stóð að samþykkja frumvarp um lögin í fyrr en hætt var við það eftir umfangsmikil mótmæli. Umrædd lög svipa mjög til laga Rússlandi sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lögin hafa verið notuð gegn hjálparsamtökum, sjálfstæðum fjölmiðlum, mannréttindasamtökum og öðrum. Andstæðingar frumvarpsins í Georgíu hafa kallað það „rússnesk lög“. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Frumvarpið fór í gær í gegnum aðra af þremur umræðum á þingi og stækkuðu mótmælin við þinghúsið verulega við það, samkvæmt frétt New York Times. Búið er að fresta þingfundi sem átti að vera í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum í gærkvöldi. Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Samkvæmt Reuters hefur hann sagt að lögin séu nauðsynleg til að tryggja gegnsæi og að Georgía verði að verja fullveldi sitt gegn Vesturlöndum. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa sagt að verði frumvarpið að lögum, myndi það koma verulega niður á vonum Georgíubúa varðandi mögulega inngöngu í sambandið. I am following the situation in Georgia with great concern and condemn the violence on the streets of Tbilisi.The Georgian people want a European future for their country.Georgia is at a crossroads. It should stay the course on the road to Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 1, 2024 EPA/DAVID MDZINARISHVILI EPA/DAVID MDZINARISHVILI Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Umrætt frumvarp snýr að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Til stóð að samþykkja frumvarp um lögin í fyrr en hætt var við það eftir umfangsmikil mótmæli. Umrædd lög svipa mjög til laga Rússlandi sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lögin hafa verið notuð gegn hjálparsamtökum, sjálfstæðum fjölmiðlum, mannréttindasamtökum og öðrum. Andstæðingar frumvarpsins í Georgíu hafa kallað það „rússnesk lög“. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Frumvarpið fór í gær í gegnum aðra af þremur umræðum á þingi og stækkuðu mótmælin við þinghúsið verulega við það, samkvæmt frétt New York Times. Búið er að fresta þingfundi sem átti að vera í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum í gærkvöldi. Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Samkvæmt Reuters hefur hann sagt að lögin séu nauðsynleg til að tryggja gegnsæi og að Georgía verði að verja fullveldi sitt gegn Vesturlöndum. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa sagt að verði frumvarpið að lögum, myndi það koma verulega niður á vonum Georgíubúa varðandi mögulega inngöngu í sambandið. I am following the situation in Georgia with great concern and condemn the violence on the streets of Tbilisi.The Georgian people want a European future for their country.Georgia is at a crossroads. It should stay the course on the road to Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 1, 2024 EPA/DAVID MDZINARISHVILI EPA/DAVID MDZINARISHVILI
Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira