„Ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk“ Árni Gísli Magnússon skrifar 2. maí 2024 20:50 Þróttarkonur steinlágu fyrir Söndru Maríu Jessen sem hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. VÍSIR/VILHELM Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Þrótti í Boganum í þriðju umferð Bestu deildar kvenna og er nú komin með sjö mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og má til með að brosa. „Mjög ánægð með sigurinn, vorum með góð völd á þessum leik þannig við förum sáttar heim. Hendum okkur í einn börger og njótum í kvöld“, sagði fyrirliðinn ánægður strax að leik loknum. Þróttur skoraði sárabótarmark á fjórðu mínútu uppbótartíma og fannst Söndru það óþarfi. „Mér fannst það óþarfi, mér fannst við alveg með þetta og óþarfi, leiðinlegt að enda þetta með marki hjá þeim en sigur er sigur og við förum sáttar heim.“ Sandra hefur, eins og fyrr segir, skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og getur ekki annað en verið sátt með sjálfa sig en var þó hógvær. „Að sjálfsögðu er maður ánægður en þetta er náttúrulega alltaf liðsframmistaða, liðsárangur, það þarf fleiri en einn til að skora mörk en auðvitað er alltaf gaman að skora og ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk.“ Þór/KA vann 4-0 útisigur gegn FH í síðustu umferð og í dag kom sterkur sigur gegn Þrótti, en hvað er að ganga vel hjá liðinu? „Mér finnst við bara vera nýta okkar styrkleika rosalega vel, gera það sem við gerum vel oft og á sama tíma erum við að nýta veikleika hjá liðunum til þess að skapa og gerum það sem við gerum mjög vel.“ Í seinni hálfleik komu þónokkrar ungar uppaldar stelpur inn á í liði Þór/KA sem er alltaf gaman að sjá og ekkert nýtt af nálinni fyrir norðan. „Mér fannst rosalega gott og flott hjá liðinu að hafa landað þessum sigri og það er magnað hvað það er mikið af heimastelpum og hvað við erum að gera þetta vel. Við erum rosalega stoltar af okkar stelpum, það er mikið ef efnivið hérna fyrir norðan.“ Ung dóttir Söndru mætir á alla heimaleiki liðsins og fékk að vera í fanginu á mömmu sinni á meðan viðtali stóð og segir Sandra að hún gefi sér auka kraft á vellinum. „Jú að sjálfsögðu, það er ekkert betra en að fá hana í fangið þegar leikurinn er búinn, sama hvort maður vinnur eða tapar“, sagði Sandra að lokum, stolt af sinni dömu. Besta deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Mjög ánægð með sigurinn, vorum með góð völd á þessum leik þannig við förum sáttar heim. Hendum okkur í einn börger og njótum í kvöld“, sagði fyrirliðinn ánægður strax að leik loknum. Þróttur skoraði sárabótarmark á fjórðu mínútu uppbótartíma og fannst Söndru það óþarfi. „Mér fannst það óþarfi, mér fannst við alveg með þetta og óþarfi, leiðinlegt að enda þetta með marki hjá þeim en sigur er sigur og við förum sáttar heim.“ Sandra hefur, eins og fyrr segir, skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og getur ekki annað en verið sátt með sjálfa sig en var þó hógvær. „Að sjálfsögðu er maður ánægður en þetta er náttúrulega alltaf liðsframmistaða, liðsárangur, það þarf fleiri en einn til að skora mörk en auðvitað er alltaf gaman að skora og ég vil vera þarna uppi að berjast um flest mörk.“ Þór/KA vann 4-0 útisigur gegn FH í síðustu umferð og í dag kom sterkur sigur gegn Þrótti, en hvað er að ganga vel hjá liðinu? „Mér finnst við bara vera nýta okkar styrkleika rosalega vel, gera það sem við gerum vel oft og á sama tíma erum við að nýta veikleika hjá liðunum til þess að skapa og gerum það sem við gerum mjög vel.“ Í seinni hálfleik komu þónokkrar ungar uppaldar stelpur inn á í liði Þór/KA sem er alltaf gaman að sjá og ekkert nýtt af nálinni fyrir norðan. „Mér fannst rosalega gott og flott hjá liðinu að hafa landað þessum sigri og það er magnað hvað það er mikið af heimastelpum og hvað við erum að gera þetta vel. Við erum rosalega stoltar af okkar stelpum, það er mikið ef efnivið hérna fyrir norðan.“ Ung dóttir Söndru mætir á alla heimaleiki liðsins og fékk að vera í fanginu á mömmu sinni á meðan viðtali stóð og segir Sandra að hún gefi sér auka kraft á vellinum. „Jú að sjálfsögðu, það er ekkert betra en að fá hana í fangið þegar leikurinn er búinn, sama hvort maður vinnur eða tapar“, sagði Sandra að lokum, stolt af sinni dömu.
Besta deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira