Fótbolti

Á­nægju­legar myndir af Cecilíu Rán

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er leikmaður Bayern München en hefur misst mikið úr vegna meiðsla.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er leikmaður Bayern München en hefur misst mikið úr vegna meiðsla. Getty/Christian Hofer

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er farin að æfa á nýjan leik með aðalliði Bayern München eftir margra mánaða fjarveru vegna erfiðra meiðsla.

Endurhæfingin hjá Cecilíu hefur gengið það vel að undanförnu að hún fékk að snúa til baka í gær á æfingu með Bayern.

„Loksins komin aftur á völlinn með liðinu. Gæti ekki verið ánægðari,“ skrifaði Cecilía Rán og birti myndir af sér frá æfingunni.

Cecilía Rán hefur verið afar óheppin með meiðsli síðustu ár. Hún meiddist síðast á hné í æfingu í ágúst þar sem kom í ljós að hnéskelin hafi farið úr lið og liðband slitnað.

Cecilía hefur því verið frá í meira en átta mánuði en það eru gleðifréttir fyrir hana og landsliðið að hún sé komin til baka.

Cecilía Rán er tvítug og hefur verið hjá Bayern frá árinu 2022. Hún á að baki ellefu A-landsleiki en hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júlí í fyrra þegar hún hélt hreinu á móti Austurríki.

Nú er bara að vona að hún fái fleiri tækifæri með liði Bayern nú þegar hún er orðin leikfær á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×