Hafðu áhrif á líf barna Ída Björg Unnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 12:00 Ofbeldi gegn börnum á ekki að líðast í okkar samfélagi. En það er samt sem áður sorgleg staðreynd að börn verða fyrir kynferðisofbeldi, eru lögð í einelti eða búa við erfiðar heimilisaðstæður. Það er því enn brýn þörf á að minna á að við sem samfélag verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir slíkt eða tryggja að það gerist ekki aftur. Fræðsla er nefnilega sterkasta vopnið sem við eigum í tengslum við forvarnir. Það er því mikilvægt fyrir alla aðila sem koma að starfi með börnum að sækja sér viðeigandi fræðslu og kunna leiðir til að bregðast við þegar á þarf að halda. Til að bregðast við þessu höfum við hjá Barnaheillum þróað fræðslu- og forvarnarverkefni, í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir, um kynheilbrigði barna. Fræðslan er í boði fyrir börn á skólaaldri, kennara og annað fagfólk sem kemur að starfi með börnum. Leyfum barninu alltaf að njóta vafans En ef barn leitar til þín og treystir þér fyrir einhverju slæmu sem hefur komið fyrir það þá þurfum við hin fullorðnu að vera tilbúin að taka á móti þeim upplýsingum, bregðast rétt við og veita barninu stuðning. Mikilvægt er að trúa barninu, þakka fyrir traustið sem það sýnir þér og hrósa fyrir hugrekki. Vanda þarf til verka og ekki yfirheyra barnið eða leggja því orð í munn. Leita til fagaðila sem taka við málinu. Ef barn segir þér frá er gott að segja: Takk fyrir að treysta mér og segja frá þessu, þetta er ekki þér að kenna. Ég vil hjálpa þér, viltu segja mér eitthvað meira? Eins og fyrr segir er fræðsla sterkasta vopnið og foreldrar verða einnig að sýna stuðning, taka ábyrgð og fræðast. Byrjum til dæmis á að kalla líkamshlutana réttum nöfnum eins og typpi og píka og fræðum börnin okkar um kynþroska og kynlíf og höfum opinn huga þegar börnin okkar eru að átta sig á eigin kynhneigð. Þau þurfa fræðslu um kynheilbrigði, hvað heilbrigt kynlíf er og mikilvægi þess að setja mörk og að virða mörk annarra. Brýnum fyrir ungmennum að eiga samtal um eigið kynlíf þannig að það sé öruggt að báðir aðilar séu samþykkir því sem fram fer. Og muna að það er alltaf í boði að segja „nei ég vil þetta ekki”. Það er ábyrgð okkar fullorðna fólksins að veita þeim fræðslu samkvæmt 5. gr. Barnasáttmálans: „Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna“. Ef okkur finnst við ekki vita nóg þá öflum við okkur upplýsinga, til dæmis á heimasíðu Barnaheilla, þar sem hægt er að finna bæklinga og efni bæði fyrir börn, foreldra og fagaðila. Svo er bara að muna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir þótt maður hafi ekki öll svörin - við finnum þau bara í samvinnu við barnið. Ekki vera feimin, við gengum öll í gegnum þetta vandræðatímabil í lífinu. Höfundur er Ída Björg Unnarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og forvarna hjá Barnaheillum. Hvert er hægt að leita ef við höfum áhyggjur af barni eða aðstæðum þess: Barnaverndarþjónustan, barna og fjölskyldustofa, félagsþjónusta sveitarfélaga, lögreglan, neyðarlínan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum á ekki að líðast í okkar samfélagi. En það er samt sem áður sorgleg staðreynd að börn verða fyrir kynferðisofbeldi, eru lögð í einelti eða búa við erfiðar heimilisaðstæður. Það er því enn brýn þörf á að minna á að við sem samfélag verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir slíkt eða tryggja að það gerist ekki aftur. Fræðsla er nefnilega sterkasta vopnið sem við eigum í tengslum við forvarnir. Það er því mikilvægt fyrir alla aðila sem koma að starfi með börnum að sækja sér viðeigandi fræðslu og kunna leiðir til að bregðast við þegar á þarf að halda. Til að bregðast við þessu höfum við hjá Barnaheillum þróað fræðslu- og forvarnarverkefni, í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir, um kynheilbrigði barna. Fræðslan er í boði fyrir börn á skólaaldri, kennara og annað fagfólk sem kemur að starfi með börnum. Leyfum barninu alltaf að njóta vafans En ef barn leitar til þín og treystir þér fyrir einhverju slæmu sem hefur komið fyrir það þá þurfum við hin fullorðnu að vera tilbúin að taka á móti þeim upplýsingum, bregðast rétt við og veita barninu stuðning. Mikilvægt er að trúa barninu, þakka fyrir traustið sem það sýnir þér og hrósa fyrir hugrekki. Vanda þarf til verka og ekki yfirheyra barnið eða leggja því orð í munn. Leita til fagaðila sem taka við málinu. Ef barn segir þér frá er gott að segja: Takk fyrir að treysta mér og segja frá þessu, þetta er ekki þér að kenna. Ég vil hjálpa þér, viltu segja mér eitthvað meira? Eins og fyrr segir er fræðsla sterkasta vopnið og foreldrar verða einnig að sýna stuðning, taka ábyrgð og fræðast. Byrjum til dæmis á að kalla líkamshlutana réttum nöfnum eins og typpi og píka og fræðum börnin okkar um kynþroska og kynlíf og höfum opinn huga þegar börnin okkar eru að átta sig á eigin kynhneigð. Þau þurfa fræðslu um kynheilbrigði, hvað heilbrigt kynlíf er og mikilvægi þess að setja mörk og að virða mörk annarra. Brýnum fyrir ungmennum að eiga samtal um eigið kynlíf þannig að það sé öruggt að báðir aðilar séu samþykkir því sem fram fer. Og muna að það er alltaf í boði að segja „nei ég vil þetta ekki”. Það er ábyrgð okkar fullorðna fólksins að veita þeim fræðslu samkvæmt 5. gr. Barnasáttmálans: „Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna“. Ef okkur finnst við ekki vita nóg þá öflum við okkur upplýsinga, til dæmis á heimasíðu Barnaheilla, þar sem hægt er að finna bæklinga og efni bæði fyrir börn, foreldra og fagaðila. Svo er bara að muna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir þótt maður hafi ekki öll svörin - við finnum þau bara í samvinnu við barnið. Ekki vera feimin, við gengum öll í gegnum þetta vandræðatímabil í lífinu. Höfundur er Ída Björg Unnarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og forvarna hjá Barnaheillum. Hvert er hægt að leita ef við höfum áhyggjur af barni eða aðstæðum þess: Barnaverndarþjónustan, barna og fjölskyldustofa, félagsþjónusta sveitarfélaga, lögreglan, neyðarlínan.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun