Hafðu áhrif á líf barna Ída Björg Unnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 12:00 Ofbeldi gegn börnum á ekki að líðast í okkar samfélagi. En það er samt sem áður sorgleg staðreynd að börn verða fyrir kynferðisofbeldi, eru lögð í einelti eða búa við erfiðar heimilisaðstæður. Það er því enn brýn þörf á að minna á að við sem samfélag verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir slíkt eða tryggja að það gerist ekki aftur. Fræðsla er nefnilega sterkasta vopnið sem við eigum í tengslum við forvarnir. Það er því mikilvægt fyrir alla aðila sem koma að starfi með börnum að sækja sér viðeigandi fræðslu og kunna leiðir til að bregðast við þegar á þarf að halda. Til að bregðast við þessu höfum við hjá Barnaheillum þróað fræðslu- og forvarnarverkefni, í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir, um kynheilbrigði barna. Fræðslan er í boði fyrir börn á skólaaldri, kennara og annað fagfólk sem kemur að starfi með börnum. Leyfum barninu alltaf að njóta vafans En ef barn leitar til þín og treystir þér fyrir einhverju slæmu sem hefur komið fyrir það þá þurfum við hin fullorðnu að vera tilbúin að taka á móti þeim upplýsingum, bregðast rétt við og veita barninu stuðning. Mikilvægt er að trúa barninu, þakka fyrir traustið sem það sýnir þér og hrósa fyrir hugrekki. Vanda þarf til verka og ekki yfirheyra barnið eða leggja því orð í munn. Leita til fagaðila sem taka við málinu. Ef barn segir þér frá er gott að segja: Takk fyrir að treysta mér og segja frá þessu, þetta er ekki þér að kenna. Ég vil hjálpa þér, viltu segja mér eitthvað meira? Eins og fyrr segir er fræðsla sterkasta vopnið og foreldrar verða einnig að sýna stuðning, taka ábyrgð og fræðast. Byrjum til dæmis á að kalla líkamshlutana réttum nöfnum eins og typpi og píka og fræðum börnin okkar um kynþroska og kynlíf og höfum opinn huga þegar börnin okkar eru að átta sig á eigin kynhneigð. Þau þurfa fræðslu um kynheilbrigði, hvað heilbrigt kynlíf er og mikilvægi þess að setja mörk og að virða mörk annarra. Brýnum fyrir ungmennum að eiga samtal um eigið kynlíf þannig að það sé öruggt að báðir aðilar séu samþykkir því sem fram fer. Og muna að það er alltaf í boði að segja „nei ég vil þetta ekki”. Það er ábyrgð okkar fullorðna fólksins að veita þeim fræðslu samkvæmt 5. gr. Barnasáttmálans: „Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna“. Ef okkur finnst við ekki vita nóg þá öflum við okkur upplýsinga, til dæmis á heimasíðu Barnaheilla, þar sem hægt er að finna bæklinga og efni bæði fyrir börn, foreldra og fagaðila. Svo er bara að muna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir þótt maður hafi ekki öll svörin - við finnum þau bara í samvinnu við barnið. Ekki vera feimin, við gengum öll í gegnum þetta vandræðatímabil í lífinu. Höfundur er Ída Björg Unnarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og forvarna hjá Barnaheillum. Hvert er hægt að leita ef við höfum áhyggjur af barni eða aðstæðum þess: Barnaverndarþjónustan, barna og fjölskyldustofa, félagsþjónusta sveitarfélaga, lögreglan, neyðarlínan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum á ekki að líðast í okkar samfélagi. En það er samt sem áður sorgleg staðreynd að börn verða fyrir kynferðisofbeldi, eru lögð í einelti eða búa við erfiðar heimilisaðstæður. Það er því enn brýn þörf á að minna á að við sem samfélag verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir slíkt eða tryggja að það gerist ekki aftur. Fræðsla er nefnilega sterkasta vopnið sem við eigum í tengslum við forvarnir. Það er því mikilvægt fyrir alla aðila sem koma að starfi með börnum að sækja sér viðeigandi fræðslu og kunna leiðir til að bregðast við þegar á þarf að halda. Til að bregðast við þessu höfum við hjá Barnaheillum þróað fræðslu- og forvarnarverkefni, í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir, um kynheilbrigði barna. Fræðslan er í boði fyrir börn á skólaaldri, kennara og annað fagfólk sem kemur að starfi með börnum. Leyfum barninu alltaf að njóta vafans En ef barn leitar til þín og treystir þér fyrir einhverju slæmu sem hefur komið fyrir það þá þurfum við hin fullorðnu að vera tilbúin að taka á móti þeim upplýsingum, bregðast rétt við og veita barninu stuðning. Mikilvægt er að trúa barninu, þakka fyrir traustið sem það sýnir þér og hrósa fyrir hugrekki. Vanda þarf til verka og ekki yfirheyra barnið eða leggja því orð í munn. Leita til fagaðila sem taka við málinu. Ef barn segir þér frá er gott að segja: Takk fyrir að treysta mér og segja frá þessu, þetta er ekki þér að kenna. Ég vil hjálpa þér, viltu segja mér eitthvað meira? Eins og fyrr segir er fræðsla sterkasta vopnið og foreldrar verða einnig að sýna stuðning, taka ábyrgð og fræðast. Byrjum til dæmis á að kalla líkamshlutana réttum nöfnum eins og typpi og píka og fræðum börnin okkar um kynþroska og kynlíf og höfum opinn huga þegar börnin okkar eru að átta sig á eigin kynhneigð. Þau þurfa fræðslu um kynheilbrigði, hvað heilbrigt kynlíf er og mikilvægi þess að setja mörk og að virða mörk annarra. Brýnum fyrir ungmennum að eiga samtal um eigið kynlíf þannig að það sé öruggt að báðir aðilar séu samþykkir því sem fram fer. Og muna að það er alltaf í boði að segja „nei ég vil þetta ekki”. Það er ábyrgð okkar fullorðna fólksins að veita þeim fræðslu samkvæmt 5. gr. Barnasáttmálans: „Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna“. Ef okkur finnst við ekki vita nóg þá öflum við okkur upplýsinga, til dæmis á heimasíðu Barnaheilla, þar sem hægt er að finna bæklinga og efni bæði fyrir börn, foreldra og fagaðila. Svo er bara að muna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir þótt maður hafi ekki öll svörin - við finnum þau bara í samvinnu við barnið. Ekki vera feimin, við gengum öll í gegnum þetta vandræðatímabil í lífinu. Höfundur er Ída Björg Unnarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og forvarna hjá Barnaheillum. Hvert er hægt að leita ef við höfum áhyggjur af barni eða aðstæðum þess: Barnaverndarþjónustan, barna og fjölskyldustofa, félagsþjónusta sveitarfélaga, lögreglan, neyðarlínan.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun