Hætti óvænt: Fannst hann skulda fjölskyldunni smá tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 10:31 Sverrir Eyjólfsson er hættur handboltaþjálfun og stýrir því ekki Fjölnisliðinu í Olís deild karla á næstu leiktíð. Vísir/Arnar Þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta stýrði liðinu í efstu deild í fyrrakvöld en er hins vegar hættur með liðið. Eftir mikinn eril síðustu mánuði hlakkar hann til að hafa meiri tíma með fjölskyldunni. Fjölnir lagði Þór frá Akureyri í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni í Grafarvoginum á fimmtudagskvöldið. Á tímabili í vetur var þó ekki endilega útlit fyrir að sú yrði niðurstaðan. „Það var ekki rosalega fjölmennt á æfingum þarna í byrjun og maður var kominn með áhyggjur af því hvort við gætum gert tilkall til þess,“ sagði Sverrir Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari Fjölnis, í samtali við Val Pál Eiríksson. Liðið vann Þórsara 24-23 í oddaleiknum eftir að hafa unnið 26-22 á Akureyri í leiknum á undan. Tilfinningin var því þeim mun betri að takast ætlunarverkið. „Hún var bara ótrúlega sæt og líka ótrúlega mikill léttir. Við vorum alveg ákveðnir í því að við ætluðum að klára þetta. Þegar þetta var í höfn, og sérstaklega í svona leik, þá skal ég alveg viðurkenna það að það létti ansi vel yfir manni,“ sagði Sverrir. Nær kannski tíu mínútum með guttanum Sverrir er hins vegar kominn með gott af þjálfun í bili. Hann fylgir því Fjölni ekki upp. Hann er í fullri vinnu auk þess að eiga ungan dreng. Þá býr hann á Álftanesi og ferðatíminn því töluverður samhliða vinnunni. „Það er bara út klukkan átta og svo er æfing 17.30. Ég kem heim klukkan hálfátta og þá næ ég kannski tíu mínútum með guttanum áður en hann er sofnaður. Þetta er bara vikan. Svo kemur helgin og þá eru æfingar í hádeginu og svo er vídeóvinna á kvöldin til að fylgjast með öllu þessu dóti,“ sagði Sverrir. „Þetta er rosa mikið en ég var búinn að ákveða þetta í samráði við mína fjölskyldu. Mér fannst ég skulda þeim smá tíma,“ sagði Sverrir en hverju er hann spenntastur fyrir nú þegar rýmið verður meira? Þurfa ekki að stilla lífið eftir æfingatöflu „Ég bara hreinlega veit það ekki. Geta farið upp í sumarbústað um helgar og þurfa ekki að stilla lífið mitt eftir æfingatöflu. Það er eiginlega bara það. Fara í sund með guttanum eftir vinnu. Það er ýmislegt í boði,“ sagði Sverrir. Hann mun þó fylgjast með leikjum Fjölnis á næsta ári úr stúkunni. „Ég er spenntastur fyrir því að sitja upp í stúku og fussa yfir þjálfaranum,“ sagði Sverrir léttur að lokum. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Fjölnir lagði Þór frá Akureyri í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni í Grafarvoginum á fimmtudagskvöldið. Á tímabili í vetur var þó ekki endilega útlit fyrir að sú yrði niðurstaðan. „Það var ekki rosalega fjölmennt á æfingum þarna í byrjun og maður var kominn með áhyggjur af því hvort við gætum gert tilkall til þess,“ sagði Sverrir Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari Fjölnis, í samtali við Val Pál Eiríksson. Liðið vann Þórsara 24-23 í oddaleiknum eftir að hafa unnið 26-22 á Akureyri í leiknum á undan. Tilfinningin var því þeim mun betri að takast ætlunarverkið. „Hún var bara ótrúlega sæt og líka ótrúlega mikill léttir. Við vorum alveg ákveðnir í því að við ætluðum að klára þetta. Þegar þetta var í höfn, og sérstaklega í svona leik, þá skal ég alveg viðurkenna það að það létti ansi vel yfir manni,“ sagði Sverrir. Nær kannski tíu mínútum með guttanum Sverrir er hins vegar kominn með gott af þjálfun í bili. Hann fylgir því Fjölni ekki upp. Hann er í fullri vinnu auk þess að eiga ungan dreng. Þá býr hann á Álftanesi og ferðatíminn því töluverður samhliða vinnunni. „Það er bara út klukkan átta og svo er æfing 17.30. Ég kem heim klukkan hálfátta og þá næ ég kannski tíu mínútum með guttanum áður en hann er sofnaður. Þetta er bara vikan. Svo kemur helgin og þá eru æfingar í hádeginu og svo er vídeóvinna á kvöldin til að fylgjast með öllu þessu dóti,“ sagði Sverrir. „Þetta er rosa mikið en ég var búinn að ákveða þetta í samráði við mína fjölskyldu. Mér fannst ég skulda þeim smá tíma,“ sagði Sverrir en hverju er hann spenntastur fyrir nú þegar rýmið verður meira? Þurfa ekki að stilla lífið eftir æfingatöflu „Ég bara hreinlega veit það ekki. Geta farið upp í sumarbústað um helgar og þurfa ekki að stilla lífið mitt eftir æfingatöflu. Það er eiginlega bara það. Fara í sund með guttanum eftir vinnu. Það er ýmislegt í boði,“ sagði Sverrir. Hann mun þó fylgjast með leikjum Fjölnis á næsta ári úr stúkunni. „Ég er spenntastur fyrir því að sitja upp í stúku og fussa yfir þjálfaranum,“ sagði Sverrir léttur að lokum. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira