Bach býðst til að synda sjálfur í Signu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 12:40 Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, með Brittu Heidemann, sem er meðlimur í nefndinni. Getty/Deepbluemedia Ólympíuleikarnir fara fram í París í sumar og nokkrar af íþróttagreinunum á leikunum eiga að fara fram í ánni Signu sem rennur í gegnum borgina. Ein af þeim er þríþrautarkeppnin þar sem okkar Guðlaug Edda Hannesdóttir verður vonandi meðal keppenda. Það hafa aftur á móti verið uppi áhyggjur af því hversu hreint vatnið í Signu sé í raun og veru. Frakkar hafa lagt mikla vinnu og pening í að hreinsa ánna síðustu ár en einhverjar mælingar sína að það hafi ekki tekist alveg nógu vel. Le président du CIO Thomas Bach est prêt à nager dans la Seine avant les Jeux: "J'espère que ce ne sera pas trop froid" https://t.co/CQSqUPhhkL pic.twitter.com/qcVmeFFgJa— Les Sports + (@lessportsplus) May 4, 2024 Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, og stjórnmálamenn í Frakklandi keppast hins vegar við það að fullvissa alla um að áin sé hrein og hættulaus. Hinn sjötugi Bach gekk svo langt að bjóðast til að sýna þetta með því að synda sjálfur í ánni Signu. „Ég hef ekki fengið boð um það enn en ég myndi elska það að koma og synda í ánni. Ég vona að hún sé ekki of köld,“ sagði Thomas Bach á blaðamannafundi. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, ætlar að synda í ánni ásamt Emmanuel Macron, forseta Frakklands og fleiri háttsettum í Ólympíuhreyfingunni til að sýna það og sanna að öllu íþróttafólkinu sé óhætt að synda í Signu. Gæði vatnsins í ánni hefur tekið stórtækum framförum á síðustu misserum eftir mikið hreinsunarstarf í tilefni af Ólympíuleikunum. Signa verður vissulega miðpunktur leikanna en setningarhátíðin fer meðal annars fram á ánni og verður því afar sérstök og óvenjuleg. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí næstkomandi. Áin á líka að haldast hrein áfram því frá og með árinu 2025 þá má almenningur synda í Signu á ákveðnum stöðum. Það hefur verið bannað frá árinu 1923. Thomas Bach will in der Seine baden gehen https://t.co/pLMbcoUz0B pic.twitter.com/feV2AGrY8j— Sportschau Sportnews (@Sportschau_News) May 4, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Ein af þeim er þríþrautarkeppnin þar sem okkar Guðlaug Edda Hannesdóttir verður vonandi meðal keppenda. Það hafa aftur á móti verið uppi áhyggjur af því hversu hreint vatnið í Signu sé í raun og veru. Frakkar hafa lagt mikla vinnu og pening í að hreinsa ánna síðustu ár en einhverjar mælingar sína að það hafi ekki tekist alveg nógu vel. Le président du CIO Thomas Bach est prêt à nager dans la Seine avant les Jeux: "J'espère que ce ne sera pas trop froid" https://t.co/CQSqUPhhkL pic.twitter.com/qcVmeFFgJa— Les Sports + (@lessportsplus) May 4, 2024 Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, og stjórnmálamenn í Frakklandi keppast hins vegar við það að fullvissa alla um að áin sé hrein og hættulaus. Hinn sjötugi Bach gekk svo langt að bjóðast til að sýna þetta með því að synda sjálfur í ánni Signu. „Ég hef ekki fengið boð um það enn en ég myndi elska það að koma og synda í ánni. Ég vona að hún sé ekki of köld,“ sagði Thomas Bach á blaðamannafundi. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, ætlar að synda í ánni ásamt Emmanuel Macron, forseta Frakklands og fleiri háttsettum í Ólympíuhreyfingunni til að sýna það og sanna að öllu íþróttafólkinu sé óhætt að synda í Signu. Gæði vatnsins í ánni hefur tekið stórtækum framförum á síðustu misserum eftir mikið hreinsunarstarf í tilefni af Ólympíuleikunum. Signa verður vissulega miðpunktur leikanna en setningarhátíðin fer meðal annars fram á ánni og verður því afar sérstök og óvenjuleg. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí næstkomandi. Áin á líka að haldast hrein áfram því frá og með árinu 2025 þá má almenningur synda í Signu á ákveðnum stöðum. Það hefur verið bannað frá árinu 1923. Thomas Bach will in der Seine baden gehen https://t.co/pLMbcoUz0B pic.twitter.com/feV2AGrY8j— Sportschau Sportnews (@Sportschau_News) May 4, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira