Þórir bæði með mark og stoðsendingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 12:59 Þórir Jóhann Helgason fagnar hér marki sínu fyrir Eintracht Braunschweig í dag. Getty/Daniel Löb Þórir Jóhann Helgason var á skotskónum með liði Eintracht Braunschweig í þýsku b-deildinni í dag. Eintracht Braunschweig gerði þá 3-3 jafntefli á útivelli á móti Greuther Furth eftir að hafa misst niður 2-0 forystu og spilað allan seinni hálfleikinn manni færri. Þórir skoraði fyrsta mark leiksins og lagði síðan upp jöfnunarmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta mark Þóris síðan að hann skoraði á móti St. Pauli í fyrstu umferðinni í byrjun septembermánaðar. Hann er með tvö mörk og fjórar stoðsendingar í 26 deildarleikjum á leiktíðinni. Stigið skilar Braunschweig liðinu upp í 14. sæti með 35 stig en liðið er þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Þórir kom Braunschweig í 1-0 á 13. mínútu. Hann skoraði með hægri fótar skoti úr miðjum vítateignum eftir sendingu frá Marvin Rittmüller. Tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Rayan Philippe. Þetta leit því vel út fyrir Braunschweig sem þurfti nauðsynlega á stigunum að halda í baráttunni fyrir sæti sínu í deildinni. Greuther Furth minnkaði muninn á 33. mínútu og varð síðan manni fleiri í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar Robin Krausse fékk beint rautt spjald. Braunschweig spilaði því allan seinni hálfleikinn tíu á móti ellefu. Þórir og félagar héldu út fram á 68. mínútu þegar Robert Wagner jafnaði metin. Greuther Furth komst síðan í 3-2 á 76. mínútu en Braunschweig liðið gafst ekki upp. Þórir lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Rayan Philippe á 79. mínútu. Það dugði liðinu til að ná jafnteflinu. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðustu þrettán mínúturnar í 1-2 tapi Hansa Rostock á heimavelli á móti Karlsruher SC. Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Eintracht Braunschweig gerði þá 3-3 jafntefli á útivelli á móti Greuther Furth eftir að hafa misst niður 2-0 forystu og spilað allan seinni hálfleikinn manni færri. Þórir skoraði fyrsta mark leiksins og lagði síðan upp jöfnunarmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta mark Þóris síðan að hann skoraði á móti St. Pauli í fyrstu umferðinni í byrjun septembermánaðar. Hann er með tvö mörk og fjórar stoðsendingar í 26 deildarleikjum á leiktíðinni. Stigið skilar Braunschweig liðinu upp í 14. sæti með 35 stig en liðið er þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Þórir kom Braunschweig í 1-0 á 13. mínútu. Hann skoraði með hægri fótar skoti úr miðjum vítateignum eftir sendingu frá Marvin Rittmüller. Tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Rayan Philippe. Þetta leit því vel út fyrir Braunschweig sem þurfti nauðsynlega á stigunum að halda í baráttunni fyrir sæti sínu í deildinni. Greuther Furth minnkaði muninn á 33. mínútu og varð síðan manni fleiri í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar Robin Krausse fékk beint rautt spjald. Braunschweig spilaði því allan seinni hálfleikinn tíu á móti ellefu. Þórir og félagar héldu út fram á 68. mínútu þegar Robert Wagner jafnaði metin. Greuther Furth komst síðan í 3-2 á 76. mínútu en Braunschweig liðið gafst ekki upp. Þórir lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Rayan Philippe á 79. mínútu. Það dugði liðinu til að ná jafnteflinu. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðustu þrettán mínúturnar í 1-2 tapi Hansa Rostock á heimavelli á móti Karlsruher SC.
Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira