HSÍ lengir bann Einars: „Framganga þjálfarans var mjög ógnandi og ódrengileg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2024 19:02 Einar er á leið í tveggja leikja bann. Vísir/Hulda Margrét Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að lengja leikbann Einars Jónssonar, þjálfara Fram í Olís-deild karla og kvenna, um einn leik vegna hegðunar hans í leik Fram og Hauka í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Einar Jónsson fékk að líta rauða spjaldið þegar Haukar sópuðu Fram í sumarfrí á dögunum. Spjaldið fór á loft þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Áður hafði eftirlitsdómari gefið merki um leikhlé sem Einar var ekki sáttur við. Einar var í kjölfarið dæmdur í eins leiks banns en frekari meðferð málsins var frestað þangað til í dag, laugardag. Nú hefur aganefnd HSÍ fundað og komist að þeirri niðurstöðu að Einar verði dæmdur í samtals tveggja leikja bann. „Ljóst er framganga þjálfarans var mjög ógnandi og ódrengileg. Þá þurfti gæslumaður að skerast í leikinn og fjarlægja þjálfarann í tvígang, bæði eftir útilokun og að leik loknum,“ segir í úrskurði aganefndar. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér að neðan. Einar Jónsson þjálfari Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar hegðunar í leik Fram og Hauka í úrslitakeppni Olís deildar kvenna þann 01.05.2024. Með úrskurði aganefndar dags. 02.05.2024 var þjálfaranum gerð refsing, einn leikur í bann, en frekari meðferð málsins frestað til dagsins í dag. Nefndinni barst greinargerð frá Fram. Nefndin hefur kynnt sér myndbandsupptökur af atvikinu og einnig var kallað eftir greinargerð frá eftirlitsmanni leiksins. Ljóst er framganga þjálfarans var mjög ógnandi og ódrengileg. Þá þurfti gæslumaður að skerast í leikinn og fjarlægja þjálfarann í tvígang, bæði eftir útilokun og að leik loknum. Niðurstaða aganefndar er sú að ákvarða þjálfaranum 1 leiks bann til viðbótar við það sem ákveðið var á fundi nefndarinnar 02.05.2024, tvo leiki alls Handbolti HSÍ Fram Tengdar fréttir Reiður Einar hellti sér yfir eftirlitsdómarana Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, fékk að líta rauða spjaldið í þriðja leik Fram og Hauka í úrslitakeppninni. Haukur unnu leikinn og sópuðu Fram í sumarfrí. 3. maí 2024 13:37 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Einar Jónsson fékk að líta rauða spjaldið þegar Haukar sópuðu Fram í sumarfrí á dögunum. Spjaldið fór á loft þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Áður hafði eftirlitsdómari gefið merki um leikhlé sem Einar var ekki sáttur við. Einar var í kjölfarið dæmdur í eins leiks banns en frekari meðferð málsins var frestað þangað til í dag, laugardag. Nú hefur aganefnd HSÍ fundað og komist að þeirri niðurstöðu að Einar verði dæmdur í samtals tveggja leikja bann. „Ljóst er framganga þjálfarans var mjög ógnandi og ódrengileg. Þá þurfti gæslumaður að skerast í leikinn og fjarlægja þjálfarann í tvígang, bæði eftir útilokun og að leik loknum,“ segir í úrskurði aganefndar. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér að neðan. Einar Jónsson þjálfari Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar hegðunar í leik Fram og Hauka í úrslitakeppni Olís deildar kvenna þann 01.05.2024. Með úrskurði aganefndar dags. 02.05.2024 var þjálfaranum gerð refsing, einn leikur í bann, en frekari meðferð málsins frestað til dagsins í dag. Nefndinni barst greinargerð frá Fram. Nefndin hefur kynnt sér myndbandsupptökur af atvikinu og einnig var kallað eftir greinargerð frá eftirlitsmanni leiksins. Ljóst er framganga þjálfarans var mjög ógnandi og ódrengileg. Þá þurfti gæslumaður að skerast í leikinn og fjarlægja þjálfarann í tvígang, bæði eftir útilokun og að leik loknum. Niðurstaða aganefndar er sú að ákvarða þjálfaranum 1 leiks bann til viðbótar við það sem ákveðið var á fundi nefndarinnar 02.05.2024, tvo leiki alls
Einar Jónsson þjálfari Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar hegðunar í leik Fram og Hauka í úrslitakeppni Olís deildar kvenna þann 01.05.2024. Með úrskurði aganefndar dags. 02.05.2024 var þjálfaranum gerð refsing, einn leikur í bann, en frekari meðferð málsins frestað til dagsins í dag. Nefndinni barst greinargerð frá Fram. Nefndin hefur kynnt sér myndbandsupptökur af atvikinu og einnig var kallað eftir greinargerð frá eftirlitsmanni leiksins. Ljóst er framganga þjálfarans var mjög ógnandi og ódrengileg. Þá þurfti gæslumaður að skerast í leikinn og fjarlægja þjálfarann í tvígang, bæði eftir útilokun og að leik loknum. Niðurstaða aganefndar er sú að ákvarða þjálfaranum 1 leiks bann til viðbótar við það sem ákveðið var á fundi nefndarinnar 02.05.2024, tvo leiki alls
Handbolti HSÍ Fram Tengdar fréttir Reiður Einar hellti sér yfir eftirlitsdómarana Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, fékk að líta rauða spjaldið í þriðja leik Fram og Hauka í úrslitakeppninni. Haukur unnu leikinn og sópuðu Fram í sumarfrí. 3. maí 2024 13:37 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Reiður Einar hellti sér yfir eftirlitsdómarana Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, fékk að líta rauða spjaldið í þriðja leik Fram og Hauka í úrslitakeppninni. Haukur unnu leikinn og sópuðu Fram í sumarfrí. 3. maí 2024 13:37