„Ólíkir okkur að mörgu leyti“ Hinrik Wöhler skrifar 5. maí 2024 22:06 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum. „Þetta var stál í stál í byrjun leiks milli liðanna. Ólafur [Kristófer Helgason] ver vítið en eftir það töpum við svo lítið leiknum, við missum bara leikinn í þeirra hendur á einhverjum 20 mínútum. Þeir opna okkur, við fáum dæmt á okkur víti og síðan skora þeir í kjölfarið. Ég veit það ekki, mér fannst leikurinn tapast á þessum 20 mínútum eftir að Ólafur ver vítið. Það kom kafli sem var ekki góður,“ sagði Rúnar Páll skömmu eftir leik. Fylkismenn náðu ekki að koma til baka eftir að Fram komst yfir þrátt fyrir mikla pressu undir lok leiks. Rúnar var ekki nægilega sáttur með frammistöðu lykilleikmanna. „Mér fannst við ólíkir okkur að mörgu leyti og okkar lykilleikmenn í liðinu virtust vera hræddir að fá boltann og voru að missa óþarfa ‚touch‘ frá sér í fyrri hálfleik. Leikurinn fer náttúrulega bara fram á vallarhelming Fram í seinni hálfleik og þeir verjast vel eins og þeir hafa gert í sumar.“ „Við fundum ekki margar glufur en kannski aðeins í lokin þá fáum við tvö færi sem við hefðum getað nýtt. Bæði skallann hans Orra og svo fáum við tvö skot fyrir utan, þetta hefur verið sagan okkar í þessum leikjum. Höfum verið að fá lítið af færum á okkur og verjast ágætlega en náum ekki að nýta þessi færi sem við fáum,“ sagði Rúnar Páll um leikinn í kvöld. Fylkismenn fara ekki vel af stað en liðið situr á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm umferðir. Hefur Rúnar Páll áhyggjur? „Nei, ekki áhyggjuefni. Þetta er bara fótbolti. Auðvitað þurfum við að skora mörk um það snýst leikurinn. Við skorum fullt af mörkum á æfingum, það er allavega byrjunin. Við erum búnir að skora fimm mörk í deildinni og ég held að það sé sæmilegt meðaltal í deildinni.“ Fylkir skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu en hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fjórum umferðum. „Við skorum samt mörk og það telur jafn mikið og hin mörkin, mörkin sem við skoruðum í fyrsta leik. Hvort það sé eitt mark í hverjum leik, skiptir ekki máli. Við sýnum það að við getum skorað mörk og ég veit það að við getum skorað. Við þurfum bara að halda áfram og það er eina sem það snýst um. Ekki missa trú á því sem við erum að gera,“ sagði afmælisbarnið að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Þetta var stál í stál í byrjun leiks milli liðanna. Ólafur [Kristófer Helgason] ver vítið en eftir það töpum við svo lítið leiknum, við missum bara leikinn í þeirra hendur á einhverjum 20 mínútum. Þeir opna okkur, við fáum dæmt á okkur víti og síðan skora þeir í kjölfarið. Ég veit það ekki, mér fannst leikurinn tapast á þessum 20 mínútum eftir að Ólafur ver vítið. Það kom kafli sem var ekki góður,“ sagði Rúnar Páll skömmu eftir leik. Fylkismenn náðu ekki að koma til baka eftir að Fram komst yfir þrátt fyrir mikla pressu undir lok leiks. Rúnar var ekki nægilega sáttur með frammistöðu lykilleikmanna. „Mér fannst við ólíkir okkur að mörgu leyti og okkar lykilleikmenn í liðinu virtust vera hræddir að fá boltann og voru að missa óþarfa ‚touch‘ frá sér í fyrri hálfleik. Leikurinn fer náttúrulega bara fram á vallarhelming Fram í seinni hálfleik og þeir verjast vel eins og þeir hafa gert í sumar.“ „Við fundum ekki margar glufur en kannski aðeins í lokin þá fáum við tvö færi sem við hefðum getað nýtt. Bæði skallann hans Orra og svo fáum við tvö skot fyrir utan, þetta hefur verið sagan okkar í þessum leikjum. Höfum verið að fá lítið af færum á okkur og verjast ágætlega en náum ekki að nýta þessi færi sem við fáum,“ sagði Rúnar Páll um leikinn í kvöld. Fylkismenn fara ekki vel af stað en liðið situr á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm umferðir. Hefur Rúnar Páll áhyggjur? „Nei, ekki áhyggjuefni. Þetta er bara fótbolti. Auðvitað þurfum við að skora mörk um það snýst leikurinn. Við skorum fullt af mörkum á æfingum, það er allavega byrjunin. Við erum búnir að skora fimm mörk í deildinni og ég held að það sé sæmilegt meðaltal í deildinni.“ Fylkir skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu en hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fjórum umferðum. „Við skorum samt mörk og það telur jafn mikið og hin mörkin, mörkin sem við skoruðum í fyrsta leik. Hvort það sé eitt mark í hverjum leik, skiptir ekki máli. Við sýnum það að við getum skorað mörk og ég veit það að við getum skorað. Við þurfum bara að halda áfram og það er eina sem það snýst um. Ekki missa trú á því sem við erum að gera,“ sagði afmælisbarnið að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira