„Veit ekki hvað Elmar þarf að gera til að komast í landsliðið“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. maí 2024 23:02 Magnús Stefánsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Pawel Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, fór um víðan völl þegar hann gerði upp tap liðsins gegn FH í oddaleik liðanna í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Magnús gagnrýndi það að Elmar Erlingssyni hlyti ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranna og beindi spjótum sínum að fjölmiðlum liðsins. „Við náðum aldrei að tengja saman vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum og mér fannst munurinn frekar liggja í því að okkur tókst ekki að sýna okkar rétta andlit frekar en að þeir væru að mæta með einhverjar töfralausnir,“ sagði Magnús svekktur að leik loknum. „Þrátt fyrir þetta tap geng ég stoltur og hreykinn af leikmönnum frá þessu einvígi. Við sýndum karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Það eru ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð og margt jákvætt sem við getum tekið úr tímabilinu þegar við erum búnir að melta vonbrigðin,“ sagði hann enn fremur. „Það hefur til að mynda verið frábært að fylgjast með Elmari vaxa og dafna í allan vetur og standa sig jafn vel og raun ber vitni þegar mest á reynir á stærsta sviðinu hér heima. Elmar skoraði 15 mörk í þriðja leiknum um daginn og ég veit ekki hvort að það hefði þurfti 16 eða 17 mörk til þess að hljóta náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna,“ sagði þjálfarinn sem skaut þar pillu á kollega sína. Fer ekki saman hjóð og mynd „Ég er einnig hugsi yfir öðru. Það er að fjölmiðlar landsins hafi ekki séð sér fært að mæta með blaðamenn í fjórða leikinn í Eyjum sem spilaður var á frídegi. Þá var ekki stór útsending frá leiknum og engin stúdíóumræða. Þegar 24.000 heimili eru að horfa á leikinn í sjónvarpi og rætt er um það að það vantaði pening á skrifstofu HSÍ. Þá er einkennilegt að ekki sé gripinn sá möguleiki að skapa auglýsingatekjur af jafn vinsælum leik. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd,“ sagði hann ósáttur. Aðspurður um framhaldið segir Magnús framtíðina bjarta í handboltanum í Eyjum: „Við erum að kveðja tvo unga stráka sem halda á vit ævintýranna. Þetta er það sem við viljum standa fyrir að ala upp okkar eigin stráka, leyfa þeim að spila á stærsta sviðinu hér heima og skila þeim svo í atvinnumennsku. Nú fá yngri leikmenn úr okkar starfi enn stærra hlutverk og undir handleiðslu Kára Kristjáns, Dags og Ísaks munu þeir halda áfram að bæta undir handleiðslu þeirra frábæru þjálfara og í þeirri flottu umgjörð sem er í félaginu,“ sagði Magnús en ÍBV missir Elmar Erlingsson og Arnór Viðarsson úr herbúðum sínum í sumar. Þeir eru á leið í atvinnumennsku erlendis. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
„Við náðum aldrei að tengja saman vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum og mér fannst munurinn frekar liggja í því að okkur tókst ekki að sýna okkar rétta andlit frekar en að þeir væru að mæta með einhverjar töfralausnir,“ sagði Magnús svekktur að leik loknum. „Þrátt fyrir þetta tap geng ég stoltur og hreykinn af leikmönnum frá þessu einvígi. Við sýndum karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Það eru ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð og margt jákvætt sem við getum tekið úr tímabilinu þegar við erum búnir að melta vonbrigðin,“ sagði hann enn fremur. „Það hefur til að mynda verið frábært að fylgjast með Elmari vaxa og dafna í allan vetur og standa sig jafn vel og raun ber vitni þegar mest á reynir á stærsta sviðinu hér heima. Elmar skoraði 15 mörk í þriðja leiknum um daginn og ég veit ekki hvort að það hefði þurfti 16 eða 17 mörk til þess að hljóta náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna,“ sagði þjálfarinn sem skaut þar pillu á kollega sína. Fer ekki saman hjóð og mynd „Ég er einnig hugsi yfir öðru. Það er að fjölmiðlar landsins hafi ekki séð sér fært að mæta með blaðamenn í fjórða leikinn í Eyjum sem spilaður var á frídegi. Þá var ekki stór útsending frá leiknum og engin stúdíóumræða. Þegar 24.000 heimili eru að horfa á leikinn í sjónvarpi og rætt er um það að það vantaði pening á skrifstofu HSÍ. Þá er einkennilegt að ekki sé gripinn sá möguleiki að skapa auglýsingatekjur af jafn vinsælum leik. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd,“ sagði hann ósáttur. Aðspurður um framhaldið segir Magnús framtíðina bjarta í handboltanum í Eyjum: „Við erum að kveðja tvo unga stráka sem halda á vit ævintýranna. Þetta er það sem við viljum standa fyrir að ala upp okkar eigin stráka, leyfa þeim að spila á stærsta sviðinu hér heima og skila þeim svo í atvinnumennsku. Nú fá yngri leikmenn úr okkar starfi enn stærra hlutverk og undir handleiðslu Kára Kristjáns, Dags og Ísaks munu þeir halda áfram að bæta undir handleiðslu þeirra frábæru þjálfara og í þeirri flottu umgjörð sem er í félaginu,“ sagði Magnús en ÍBV missir Elmar Erlingsson og Arnór Viðarsson úr herbúðum sínum í sumar. Þeir eru á leið í atvinnumennsku erlendis.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira