Hindraði mann sem ætlaði að komast úr bíl við Bónusbúð Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2024 10:16 Atvikið átti sér stað við verslun Bónus í Reykjanesbæ. Þessi mynd sýnir aðra verslun. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna atviks sem átti sér stað í lok janúar á þessu ári. Manninum var gefið að sök að ráðast með ofbeldi að öðrum manni við verslun Bónus í Fitjum í Reykjanesbæ. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sat í bílstjórasæti bíls og ætlaði sér úr honum, en árásarmaðurinn hindraði það með því að ýta framhurð bílsins á hann. Þá var árásarmanninum gefið að sök að slá hinn manninn þrisvar í höfuðið á meðan hann sat í bílstjórasætinu. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni ýmsa áverka. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að aka bíl á bílastæði Bónus í Fitjum sviptur ökuréttindum. En það gerðist í desember á síðasta ári. Hann mætti ekki fyrir dóm og voru forföll hans metin til jafns við játningu. Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði framið brotin. Hann hefur nokkrum sinnum áður hlotið dóm bæði hérlendis og á Spáni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 120 þúsund krónur í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Geri hann það ekki þarf hann að sitja í steininum í tíu daga. Þar að auki er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 330 þúsund krónur í miskabætur og 260 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Manninum var gefið að sök að ráðast með ofbeldi að öðrum manni við verslun Bónus í Fitjum í Reykjanesbæ. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sat í bílstjórasæti bíls og ætlaði sér úr honum, en árásarmaðurinn hindraði það með því að ýta framhurð bílsins á hann. Þá var árásarmanninum gefið að sök að slá hinn manninn þrisvar í höfuðið á meðan hann sat í bílstjórasætinu. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni ýmsa áverka. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að aka bíl á bílastæði Bónus í Fitjum sviptur ökuréttindum. En það gerðist í desember á síðasta ári. Hann mætti ekki fyrir dóm og voru forföll hans metin til jafns við játningu. Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði framið brotin. Hann hefur nokkrum sinnum áður hlotið dóm bæði hérlendis og á Spáni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 120 þúsund krónur í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Geri hann það ekki þarf hann að sitja í steininum í tíu daga. Þar að auki er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 330 þúsund krónur í miskabætur og 260 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira