Flugfélögin grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 6. maí 2024 18:52 Icelandair og Play ætla að bjóða farþegum sem eiga bókað flug frá Íslandi á föstudagsmorgun að breyta fluginu vegna yfirvofandi aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía. Vísir/Vilhelm Íslensku flugfélögin ætla að grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða starfsmanna á Keflavíkurflugvelli sem að óbreyttu hefjast á fimmtudag og föstudag. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann hefst seinnipartinn á fimmtudag. Þá mun starfsfólk í öryggisleit leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan fjögur til átta á föstudagsmorgun. Starfsfólk sem sér um akstur farþega á flugvellinum, til dæmis milli flugvéla og flugstöðvar, leggur síðan niður störf frá klukkan átta til hádegis. Enn funda stéttarfélög flugvallastarfsmanna með Samtökum atvinnulífsins í Karphúsinu. Fundur hófst á hádegi í gær og var á ellefta tímanum frestað til morguns. Fundað hefur verið í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Á fundinum hafa deiluaðilar skoðað hugmyndir sem gætu orðið brú til samkomulags. Enn glittir þó ekki í samkomulag og huga því flugfélögin að aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Bjóða farþegum að færa ferðir til Sylvía Ólafsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði félagið hafa undirbúið sig undir verkfallsaðgerðirnar síðastliðna viku í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við viljum náttúrlega reyna að þjónusta farþega okkar sem best og að þær [verkfallsaðgerðirnar] valdi sem minnstum skaða.“ Sérstaklega sé verið að undirbúa aðgerðir fyrir þann hóp fólks sem er að fljúga frá Keflavíkurflugvelli. „Og munum bjóða þeim að færa sig annað hvort innan dags eða milli daga. Væntanlega á morgun nema það komi góðar fréttir úr Karphúsinu í kvöld.“ Sylvía segir mikilvægt að þeir sem eru að ferðast á þeim tíma sem verkfallsaðgerðirnar eru boðaðar fylgist vel með nýjustu upplýsingum. „Svo munum við annað hvort bjóða eða finna út úr þessu með þeim ef til þess kemur,“ segir Sylvía. Sama er uppi á teningnum hjá Play en Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play sagði í samtali við fréttastofu í dag að þegar sé farið að bjóða farþegum flugfélagsins að færa til dagsetningar á ferðum til að lágmarka þann ama sem kunni að skapast af aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Play Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. 6. maí 2024 15:50 Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. 6. maí 2024 12:14 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Þá mun starfsfólk í öryggisleit leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan fjögur til átta á föstudagsmorgun. Starfsfólk sem sér um akstur farþega á flugvellinum, til dæmis milli flugvéla og flugstöðvar, leggur síðan niður störf frá klukkan átta til hádegis. Enn funda stéttarfélög flugvallastarfsmanna með Samtökum atvinnulífsins í Karphúsinu. Fundur hófst á hádegi í gær og var á ellefta tímanum frestað til morguns. Fundað hefur verið í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Á fundinum hafa deiluaðilar skoðað hugmyndir sem gætu orðið brú til samkomulags. Enn glittir þó ekki í samkomulag og huga því flugfélögin að aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Bjóða farþegum að færa ferðir til Sylvía Ólafsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði félagið hafa undirbúið sig undir verkfallsaðgerðirnar síðastliðna viku í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við viljum náttúrlega reyna að þjónusta farþega okkar sem best og að þær [verkfallsaðgerðirnar] valdi sem minnstum skaða.“ Sérstaklega sé verið að undirbúa aðgerðir fyrir þann hóp fólks sem er að fljúga frá Keflavíkurflugvelli. „Og munum bjóða þeim að færa sig annað hvort innan dags eða milli daga. Væntanlega á morgun nema það komi góðar fréttir úr Karphúsinu í kvöld.“ Sylvía segir mikilvægt að þeir sem eru að ferðast á þeim tíma sem verkfallsaðgerðirnar eru boðaðar fylgist vel með nýjustu upplýsingum. „Svo munum við annað hvort bjóða eða finna út úr þessu með þeim ef til þess kemur,“ segir Sylvía. Sama er uppi á teningnum hjá Play en Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play sagði í samtali við fréttastofu í dag að þegar sé farið að bjóða farþegum flugfélagsins að færa til dagsetningar á ferðum til að lágmarka þann ama sem kunni að skapast af aðgerðum á Keflavíkurflugvelli.
Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Play Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. 6. maí 2024 15:50 Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. 6. maí 2024 12:14 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. 6. maí 2024 15:50
Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. 6. maí 2024 12:14