Flugfélögin grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 6. maí 2024 18:52 Icelandair og Play ætla að bjóða farþegum sem eiga bókað flug frá Íslandi á föstudagsmorgun að breyta fluginu vegna yfirvofandi aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía. Vísir/Vilhelm Íslensku flugfélögin ætla að grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða starfsmanna á Keflavíkurflugvelli sem að óbreyttu hefjast á fimmtudag og föstudag. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann hefst seinnipartinn á fimmtudag. Þá mun starfsfólk í öryggisleit leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan fjögur til átta á föstudagsmorgun. Starfsfólk sem sér um akstur farþega á flugvellinum, til dæmis milli flugvéla og flugstöðvar, leggur síðan niður störf frá klukkan átta til hádegis. Enn funda stéttarfélög flugvallastarfsmanna með Samtökum atvinnulífsins í Karphúsinu. Fundur hófst á hádegi í gær og var á ellefta tímanum frestað til morguns. Fundað hefur verið í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Á fundinum hafa deiluaðilar skoðað hugmyndir sem gætu orðið brú til samkomulags. Enn glittir þó ekki í samkomulag og huga því flugfélögin að aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Bjóða farþegum að færa ferðir til Sylvía Ólafsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði félagið hafa undirbúið sig undir verkfallsaðgerðirnar síðastliðna viku í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við viljum náttúrlega reyna að þjónusta farþega okkar sem best og að þær [verkfallsaðgerðirnar] valdi sem minnstum skaða.“ Sérstaklega sé verið að undirbúa aðgerðir fyrir þann hóp fólks sem er að fljúga frá Keflavíkurflugvelli. „Og munum bjóða þeim að færa sig annað hvort innan dags eða milli daga. Væntanlega á morgun nema það komi góðar fréttir úr Karphúsinu í kvöld.“ Sylvía segir mikilvægt að þeir sem eru að ferðast á þeim tíma sem verkfallsaðgerðirnar eru boðaðar fylgist vel með nýjustu upplýsingum. „Svo munum við annað hvort bjóða eða finna út úr þessu með þeim ef til þess kemur,“ segir Sylvía. Sama er uppi á teningnum hjá Play en Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play sagði í samtali við fréttastofu í dag að þegar sé farið að bjóða farþegum flugfélagsins að færa til dagsetningar á ferðum til að lágmarka þann ama sem kunni að skapast af aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Play Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. 6. maí 2024 15:50 Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. 6. maí 2024 12:14 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Þá mun starfsfólk í öryggisleit leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan fjögur til átta á föstudagsmorgun. Starfsfólk sem sér um akstur farþega á flugvellinum, til dæmis milli flugvéla og flugstöðvar, leggur síðan niður störf frá klukkan átta til hádegis. Enn funda stéttarfélög flugvallastarfsmanna með Samtökum atvinnulífsins í Karphúsinu. Fundur hófst á hádegi í gær og var á ellefta tímanum frestað til morguns. Fundað hefur verið í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Á fundinum hafa deiluaðilar skoðað hugmyndir sem gætu orðið brú til samkomulags. Enn glittir þó ekki í samkomulag og huga því flugfélögin að aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Bjóða farþegum að færa ferðir til Sylvía Ólafsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði félagið hafa undirbúið sig undir verkfallsaðgerðirnar síðastliðna viku í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við viljum náttúrlega reyna að þjónusta farþega okkar sem best og að þær [verkfallsaðgerðirnar] valdi sem minnstum skaða.“ Sérstaklega sé verið að undirbúa aðgerðir fyrir þann hóp fólks sem er að fljúga frá Keflavíkurflugvelli. „Og munum bjóða þeim að færa sig annað hvort innan dags eða milli daga. Væntanlega á morgun nema það komi góðar fréttir úr Karphúsinu í kvöld.“ Sylvía segir mikilvægt að þeir sem eru að ferðast á þeim tíma sem verkfallsaðgerðirnar eru boðaðar fylgist vel með nýjustu upplýsingum. „Svo munum við annað hvort bjóða eða finna út úr þessu með þeim ef til þess kemur,“ segir Sylvía. Sama er uppi á teningnum hjá Play en Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play sagði í samtali við fréttastofu í dag að þegar sé farið að bjóða farþegum flugfélagsins að færa til dagsetningar á ferðum til að lágmarka þann ama sem kunni að skapast af aðgerðum á Keflavíkurflugvelli.
Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Play Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. 6. maí 2024 15:50 Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. 6. maí 2024 12:14 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. 6. maí 2024 15:50
Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. 6. maí 2024 12:14