Sport

Gaf leik því hún vildi ekki keppa við trans konu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Deta Hedman vill ekki keppa við trans konur.
Deta Hedman vill ekki keppa við trans konur. getty/Luke Walker

Þekktur pílukastari dró sig úr leik á móti í Danmörku þar sem hún vildi ekki spila við trans konu.

Deta Hedman er þekkt kempa í pílukastinu og hefur verið lengi að. Hún var meðal þátttakenda á Opna danska meistaramótinu og var kominn í átta manna úrslit þegar hún dró sig úr keppni.

Ástæðan var að Hedman vildi ekki keppa við andstæðing sinn, Noa-Lynn van Leuven. Hún er trans kona og Hedman vill ekki að þær keppi í kvennaflokki.

„Ég keppi ekki við mann í kvennaflokki,“ sagði Hedman í samtali við Bild. Hún varði svo ákvörðun sína enn frekar í bréfi til samtakanna Save Women's Sport.

„Þetta málefni veldur miklum núningi í íþróttinni sem ég elska. Fólk má vera það sem það vill í lífinu en mér finnst ekki að líffræðilegir menn ættu að keppa í kvennasporti.“

Skiptir skoðanir eru um ákvörðun Hedmans. Hún er þó ekki sú fyrsta sem hættir við að keppa í mótmælaskyni vegna þátttöku transkvenna. Tvær drógu sig til að mynda úr hollenska landsliðinu eftir að Van Leuven var valin í það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×