Hætta skerðingum til stórnotenda Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2024 14:26 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem tekið er fram að það sé um þremur til fimm vikum fyrr en reiknað var með um miðjan síðasta mánuð. Staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar batni nú nokkuð ört og mikill snjór á hálendinu geri fyrirheit um gott innstreymi í lónin á næstu vikum. „Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, t.d. á vatnasvæði Tungnaár á Suðurlandi. Niðurdrætti í Þórisvatni virðist lokið þetta vorið. Langtíma veðurspá fyrir Suðurland lofar hlýindum og þá tekur Þjórsá vonandi fljótt við sér. Við Blöndulón hafa verið miklar leysingar að undanförnu og það rís hratt. Hálslón við Kárahnjúka er önnur saga, þar hafa litlar breytingar orðið upp á síðkastið. Hins vegar er snjór mikill á Austurlandi og varfærnar spár okkar gera ráð fyrir auknu innrennsli þar á næstunni. Gert er ráð fyrir að lofthiti á landinu verði um eða yfir meðallag næstu þrjár vikurnar. Gangi það eftir má búast við því að staða lónanna batni hratt. Miklar skerðingar í vetur Undir lok sl. árs var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þessar skerðingar munu standa áfram, enda engin umframorka tiltæk þótt staðan fari batnandi. Því næst var afhending skert til fjarvarmaveitna og stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Þessum skerðingum er núna lokið,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Tengdar fréttir Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29. apríl 2024 12:17 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem tekið er fram að það sé um þremur til fimm vikum fyrr en reiknað var með um miðjan síðasta mánuð. Staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar batni nú nokkuð ört og mikill snjór á hálendinu geri fyrirheit um gott innstreymi í lónin á næstu vikum. „Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, t.d. á vatnasvæði Tungnaár á Suðurlandi. Niðurdrætti í Þórisvatni virðist lokið þetta vorið. Langtíma veðurspá fyrir Suðurland lofar hlýindum og þá tekur Þjórsá vonandi fljótt við sér. Við Blöndulón hafa verið miklar leysingar að undanförnu og það rís hratt. Hálslón við Kárahnjúka er önnur saga, þar hafa litlar breytingar orðið upp á síðkastið. Hins vegar er snjór mikill á Austurlandi og varfærnar spár okkar gera ráð fyrir auknu innrennsli þar á næstunni. Gert er ráð fyrir að lofthiti á landinu verði um eða yfir meðallag næstu þrjár vikurnar. Gangi það eftir má búast við því að staða lónanna batni hratt. Miklar skerðingar í vetur Undir lok sl. árs var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þessar skerðingar munu standa áfram, enda engin umframorka tiltæk þótt staðan fari batnandi. Því næst var afhending skert til fjarvarmaveitna og stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Þessum skerðingum er núna lokið,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Tengdar fréttir Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29. apríl 2024 12:17 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29. apríl 2024 12:17
Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10