Bandaríkjamenn stöðvuðu vopnasendingu til Ísrael í síðustu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2024 06:30 Mótmæli eru nú daglegt brauð í Tel Aviv og Jerúsalem, þar sem fólk kallar eftir lausn gíslanna í haldi Hamas og afsögn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. AP/Oded Balilty Joe Biden Bandaríkjaforseti stöðvaði vopnasendingu til Ísraelsmanna í síðustu viku til að koma í veg fyrir að innihaldið, um 3.500 sprengjur, yrðu notaðar á Rafah. Samkvæmt New York Times er nú til skoðunar að stöðva fleiri sendingar, meðal annars stýribúnað til að breyta svokölluðum „heimskum sprengjum“, sem erfitt er að miða, í hnitmiðaðri vopn. Um er að ræða fyrsta skiptið sem Biden heldur vopnum frá Ísraelsmönnum til að setja þrýsting á þá en Biden hefur verið mjög skýr með það að hann styðji ekki áhlaup Ísraelshers á Rafah. Ísraelskir embættismenn greindu frá ákvörðun Bandaríkjamanna í síðustu viku en fregnirnar fengust ekki staðfestar vestanhafs fyrr en í gær, eftir að fréttist að Ísraelsmenn hefðu sent skriðdreka inn í Rafah. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð vera að missa þolinmæðina gagnvart Ísraelsmönnum, sem virðast alfarið ætla að hunsa viðvaranir þeirra og annarra um að áhlaup gæti haft í för með sér gríðarlegt mannfall. Upphaflega tók Biden þá afstöðu að Ísraelar ættu ekki að ráðast inn fyrr en þeir hefðu lagt fram sannfærandi áætlun um hvernig þeir ætluðu að gera það án þess að það leiddi til hörmunga fyrir þá sem hafast við í borginni en nú eru Bandaríkjamenn sagðisr efast um að það sé yfir höfuð mögulegt. Enn er óvíst hvort Ísraelsmenn munu gera árás á Rafah á næstu dögum, í kjölfar þeirra „afmörkuðu aðgerða“ sem nú virðast standa yfir. Þeir segja landamærastöðvarnar sem lokað var í gær eða fyrradag, í Kerem Shalom og við Egyptaland, hafa verið opnaðar á ný. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Samkvæmt New York Times er nú til skoðunar að stöðva fleiri sendingar, meðal annars stýribúnað til að breyta svokölluðum „heimskum sprengjum“, sem erfitt er að miða, í hnitmiðaðri vopn. Um er að ræða fyrsta skiptið sem Biden heldur vopnum frá Ísraelsmönnum til að setja þrýsting á þá en Biden hefur verið mjög skýr með það að hann styðji ekki áhlaup Ísraelshers á Rafah. Ísraelskir embættismenn greindu frá ákvörðun Bandaríkjamanna í síðustu viku en fregnirnar fengust ekki staðfestar vestanhafs fyrr en í gær, eftir að fréttist að Ísraelsmenn hefðu sent skriðdreka inn í Rafah. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð vera að missa þolinmæðina gagnvart Ísraelsmönnum, sem virðast alfarið ætla að hunsa viðvaranir þeirra og annarra um að áhlaup gæti haft í för með sér gríðarlegt mannfall. Upphaflega tók Biden þá afstöðu að Ísraelar ættu ekki að ráðast inn fyrr en þeir hefðu lagt fram sannfærandi áætlun um hvernig þeir ætluðu að gera það án þess að það leiddi til hörmunga fyrir þá sem hafast við í borginni en nú eru Bandaríkjamenn sagðisr efast um að það sé yfir höfuð mögulegt. Enn er óvíst hvort Ísraelsmenn munu gera árás á Rafah á næstu dögum, í kjölfar þeirra „afmörkuðu aðgerða“ sem nú virðast standa yfir. Þeir segja landamærastöðvarnar sem lokað var í gær eða fyrradag, í Kerem Shalom og við Egyptaland, hafa verið opnaðar á ný.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira