Bleyjur og klósettpappír áhorfenda kostuðu ÍBV Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 11:31 Stuðningsmenn ÍBV voru að vanda öflugir í úrslitakeppninni en einhverjir þeirra fóru yfir strikið að mati aganefndar HSÍ. Myndin tengist greininni óbeint. vísir/Hulda Margrét Hegðun stuðningsmanna ÍBV í Kaplakrika á dögunum hefur nú leitt til þess að handknattleiksdeild félagsins hefur verið sektuð af aganefnd HSÍ. Hluti stuðningsmanna ÍBV tók sig til og kastaði bæði bleyjum og klósettpappír inn á völlinn í Kaplakrika, í þriðja leik einvígis FH og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leik sem Íslandsmeistararnir unnu, eftir tvö töp í fyrstu leikjunum við FH. Þetta gerðu stuðningsmennirnir í fyrstu sókn FH, eftir að ÍBV hafði byrjað leikinn í sókn, og þurfti að stöðva leikinn til að sópa pappír og bleyjum af velinum. Málið fór inn á borð aganefndar HSÍ sem nú hefur sektað ÍBV um 25.000 krónur. Í niðurstöðu aganefndar segir: „Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“ Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ „Engin vanvirðing og enginn meiddi sig“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem að stuðningsmenn ÍBV kasta klósettpappír inn á völlinn í upphafi leiks, því það gerðu þeir að minnsta kosti einnig á Ásvöllum í leik við Hauka í 8-liða úrslitum. Í þeim leik áttu Haukar fyrstu sóknina, og var leikurinn því alveg nýhafinn þegar klósettpappírnum var kastað. Stuðningsmenn ÍBV eiga í góðu sambandi við leikmenn og hafa ósjaldan fagnað með þeim síðustu ár, enda liðið ríkjandi Íslandsmeistari.vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum var ekki refsað fyrir þetta og eftir leikinn við Hauka sagði þjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, að hafa mætti gaman af uppátækinu: „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig og enginn sem var særður eftir þetta. Eftir á getum við hlegið að þessu og gerir þetta ekki gott sjónvarp ennþá betra? Haukar skutu líka einhverju inn á í seinni hálfleik og það þurfti að sópa og þetta er alveg fyndið. Það má hafa gaman af þessu á meðan það er ekki verið að kasta hlutum í fólk,“ sagði Magnús, ánægður með þann frábæra stuðning sem Eyjamenn fengu almennt í úrslitakeppninni. „Að fólk skuli mæta eldsnemma í Herjólf til þess að fara á einn handboltaleik er ótrúlegt og þvílíkt styrkleikamerki fyrir okkur og þetta sýnir hvað við eigum gott fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig og menn finna fyrir ábyrgð og verða að vera með góða sýningu. Þetta eru áhorfendurnir okkar og við erum bara leikararnir. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og hafa gaman,“ sagði Magnús eftir leikinn við Hauka. Eyjamenn slógu út Hauka og áttu í hörkueinvígi við FH en töpuðu að lokum í oddaleik og eru því farnir í sumarfrí. FH spilar hins vegar til úrslita við sigurliðið úr einvígi Aftureldingar og Vals. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Hluti stuðningsmanna ÍBV tók sig til og kastaði bæði bleyjum og klósettpappír inn á völlinn í Kaplakrika, í þriðja leik einvígis FH og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leik sem Íslandsmeistararnir unnu, eftir tvö töp í fyrstu leikjunum við FH. Þetta gerðu stuðningsmennirnir í fyrstu sókn FH, eftir að ÍBV hafði byrjað leikinn í sókn, og þurfti að stöðva leikinn til að sópa pappír og bleyjum af velinum. Málið fór inn á borð aganefndar HSÍ sem nú hefur sektað ÍBV um 25.000 krónur. Í niðurstöðu aganefndar segir: „Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“ Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ „Engin vanvirðing og enginn meiddi sig“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem að stuðningsmenn ÍBV kasta klósettpappír inn á völlinn í upphafi leiks, því það gerðu þeir að minnsta kosti einnig á Ásvöllum í leik við Hauka í 8-liða úrslitum. Í þeim leik áttu Haukar fyrstu sóknina, og var leikurinn því alveg nýhafinn þegar klósettpappírnum var kastað. Stuðningsmenn ÍBV eiga í góðu sambandi við leikmenn og hafa ósjaldan fagnað með þeim síðustu ár, enda liðið ríkjandi Íslandsmeistari.vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum var ekki refsað fyrir þetta og eftir leikinn við Hauka sagði þjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, að hafa mætti gaman af uppátækinu: „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig og enginn sem var særður eftir þetta. Eftir á getum við hlegið að þessu og gerir þetta ekki gott sjónvarp ennþá betra? Haukar skutu líka einhverju inn á í seinni hálfleik og það þurfti að sópa og þetta er alveg fyndið. Það má hafa gaman af þessu á meðan það er ekki verið að kasta hlutum í fólk,“ sagði Magnús, ánægður með þann frábæra stuðning sem Eyjamenn fengu almennt í úrslitakeppninni. „Að fólk skuli mæta eldsnemma í Herjólf til þess að fara á einn handboltaleik er ótrúlegt og þvílíkt styrkleikamerki fyrir okkur og þetta sýnir hvað við eigum gott fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig og menn finna fyrir ábyrgð og verða að vera með góða sýningu. Þetta eru áhorfendurnir okkar og við erum bara leikararnir. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og hafa gaman,“ sagði Magnús eftir leikinn við Hauka. Eyjamenn slógu út Hauka og áttu í hörkueinvígi við FH en töpuðu að lokum í oddaleik og eru því farnir í sumarfrí. FH spilar hins vegar til úrslita við sigurliðið úr einvígi Aftureldingar og Vals.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira