Það er mikill munur á þeim sem vanda sig og hinum sem vanda sig ekki Sigurður G. Guðjónsson skrifar 8. maí 2024 10:01 Forsvarsmenn íslenskra spilafyrirtækja draga reglulega nafn spilafyrirtækisins Betsson inn í umræðu um ólögmæta spilastarfsemi hér á landi og leggja starfsemi þess að jöfnu við starfsemi annars erlends spilafyrirtækis, sem reynt hefur að hasla sér völl hér á landi með aðstoð og atbeina skemmtikrafta og áhrifavalda. Þó starfsemi Betsson spilafyrirtækisins sé af sama meiði og annarra spilafyrirtækja íslenskra og erlendra sem bjóða upp á getraunir, leiki og önnur veðmál á netinu er rétt að halda því til haga Betsson stendur bæði hinum íslensku og því erlenda sem reynt hefur að hasla sér hér völl langt um framar þegar kemur að grundvallarþáttum eins og ábyrgri spilamennsku og vörnum gegn peningaþvætti. Rétt eins og á öðrum sviðum athafnalífsins eru til fyrirtæki sem standa illa að málum, ýmist af getuleysi eða ráðnum hug, og svo önnur sem leggja sig fram um að vanda vel til verka. Það síðara á við um skjólstæðing minn, sænska fyrirtækið Betsson sem hvílir á rúmlega 60 ára gömlum grunni og er skráð í kauphöll Nasdaq í Stokkhólmi, með tilheyrandi gagnsæis- og upplýsingaskyldu. Vefsíðan betsson.com er starfrækt af fyrirtækinu BML Group Ltd, sem er með heimili á Möltu.Malta er aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og lúta fyrirtæki með aðsetur þar ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtækið lýtur einnig reglum ESB um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja, þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum sínum og tilkynna grunsamleg viðskipti.Þessar reglur eru reyndar mun strangari en gilda samkvæmt íslenskum lögum um spila- og happdrættisfyrirtæki. Fagna hertum reglum ESB Betsson starfar innan samtaka sem heita The European Gaming and Betting Association (EGBA) og eru með höfuðstöðvar í Brussel. Fyrirtæki innan vébanda EGBA eru meðal elstu og virtustu fyrirtækja á sínu sviði í álfunni og hafa markað sér stífar vinnureglur um samstarf við stjórnvöld. Árið 2022 beindu til að mynda fyrirtæki innan EGBA 16.825 ábendingum um grunsamlegar færslur til fjármálaeftirlits landa innan ESB.Þegar Evrópuþingið samþykkti nýtt hert regluverk til höfuðs peningaþvætti þann 24. apríl fagnaði EGBA þeirri ákvörðun. Allt annað virðist vera upp á teningnum meðal íslenskra félaga sem reka hér spilakassa. Ár eftir ár hefur embætti Ríkislögreglustjóra bent á í áhættumati sínu um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ eru um að það hafi verið gert.Viðbrögð félaganna tveggja sem reka spilakassana, Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) og Íslandsspil (í eigu Rauða krossins og Landsbjargar) hafa hins vegar verið á þá leið að ríkislögreglustjóri sá enn og aftur ástæðu til að vara við ástandinu í nýjustu skýrslu sinni sem kom út í desember. Gegn spilafíkn Betsson hefur alla tíð lagt ríka áherslu á ábyrga spilamennsku og vinur með Global Gambling Guidance Group (G4), sem vottar spilasíður á Netinu.Betsson býður ýmis tól og leiðir til að koma í veg fyrir óheilbrigða spilamennsku. Gildir það bæði um ráðstafanir sem spilarar geta sjálfir stutt sig við og af hálfu fyrirtækisins, sem hefur samband við spilara ef hugbúnaður félagsins nemur vísbendingar um að spilamennska sé að fara úr böndunum. Ólöglegt fyrir aðila undir 18 ára aldri að opna reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reiknigum þangað til viðeigandi gögn hafa borist.Hér er hægt að kynna sér betur þau tól Betsson sem stuðla að ábyrgri spilamennsku. Eru þessar ráðstafanir um eigin ábyrga spilamennsku og möguleg inngrip til að stöðva óheilbrigða spilamennsku mun umfangsmeiri en hjá flestum öðrum vefsíðum, þar á meðal íslensku happdrættis- og getraunafyrirtækjanna. Fyrir hönd Betsson vil ég beina því til fjölmiðla og alls áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel. Það er fjórfrelsi hins evrópska efnahagssvæðis að þakka að Íslendingar eiga val um það hjá hverjum þeir spila á Netinu og við hvaða aðstæður. Ekkert í starfsemi Betsson er ólögmætt eins og ítrekað er haldið fram af forsvarsmönnum íslensku spilafyrirtækjanna. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn íslenskra spilafyrirtækja draga reglulega nafn spilafyrirtækisins Betsson inn í umræðu um ólögmæta spilastarfsemi hér á landi og leggja starfsemi þess að jöfnu við starfsemi annars erlends spilafyrirtækis, sem reynt hefur að hasla sér völl hér á landi með aðstoð og atbeina skemmtikrafta og áhrifavalda. Þó starfsemi Betsson spilafyrirtækisins sé af sama meiði og annarra spilafyrirtækja íslenskra og erlendra sem bjóða upp á getraunir, leiki og önnur veðmál á netinu er rétt að halda því til haga Betsson stendur bæði hinum íslensku og því erlenda sem reynt hefur að hasla sér hér völl langt um framar þegar kemur að grundvallarþáttum eins og ábyrgri spilamennsku og vörnum gegn peningaþvætti. Rétt eins og á öðrum sviðum athafnalífsins eru til fyrirtæki sem standa illa að málum, ýmist af getuleysi eða ráðnum hug, og svo önnur sem leggja sig fram um að vanda vel til verka. Það síðara á við um skjólstæðing minn, sænska fyrirtækið Betsson sem hvílir á rúmlega 60 ára gömlum grunni og er skráð í kauphöll Nasdaq í Stokkhólmi, með tilheyrandi gagnsæis- og upplýsingaskyldu. Vefsíðan betsson.com er starfrækt af fyrirtækinu BML Group Ltd, sem er með heimili á Möltu.Malta er aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og lúta fyrirtæki með aðsetur þar ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtækið lýtur einnig reglum ESB um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja, þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum sínum og tilkynna grunsamleg viðskipti.Þessar reglur eru reyndar mun strangari en gilda samkvæmt íslenskum lögum um spila- og happdrættisfyrirtæki. Fagna hertum reglum ESB Betsson starfar innan samtaka sem heita The European Gaming and Betting Association (EGBA) og eru með höfuðstöðvar í Brussel. Fyrirtæki innan vébanda EGBA eru meðal elstu og virtustu fyrirtækja á sínu sviði í álfunni og hafa markað sér stífar vinnureglur um samstarf við stjórnvöld. Árið 2022 beindu til að mynda fyrirtæki innan EGBA 16.825 ábendingum um grunsamlegar færslur til fjármálaeftirlits landa innan ESB.Þegar Evrópuþingið samþykkti nýtt hert regluverk til höfuðs peningaþvætti þann 24. apríl fagnaði EGBA þeirri ákvörðun. Allt annað virðist vera upp á teningnum meðal íslenskra félaga sem reka hér spilakassa. Ár eftir ár hefur embætti Ríkislögreglustjóra bent á í áhættumati sínu um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ eru um að það hafi verið gert.Viðbrögð félaganna tveggja sem reka spilakassana, Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) og Íslandsspil (í eigu Rauða krossins og Landsbjargar) hafa hins vegar verið á þá leið að ríkislögreglustjóri sá enn og aftur ástæðu til að vara við ástandinu í nýjustu skýrslu sinni sem kom út í desember. Gegn spilafíkn Betsson hefur alla tíð lagt ríka áherslu á ábyrga spilamennsku og vinur með Global Gambling Guidance Group (G4), sem vottar spilasíður á Netinu.Betsson býður ýmis tól og leiðir til að koma í veg fyrir óheilbrigða spilamennsku. Gildir það bæði um ráðstafanir sem spilarar geta sjálfir stutt sig við og af hálfu fyrirtækisins, sem hefur samband við spilara ef hugbúnaður félagsins nemur vísbendingar um að spilamennska sé að fara úr böndunum. Ólöglegt fyrir aðila undir 18 ára aldri að opna reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reiknigum þangað til viðeigandi gögn hafa borist.Hér er hægt að kynna sér betur þau tól Betsson sem stuðla að ábyrgri spilamennsku. Eru þessar ráðstafanir um eigin ábyrga spilamennsku og möguleg inngrip til að stöðva óheilbrigða spilamennsku mun umfangsmeiri en hjá flestum öðrum vefsíðum, þar á meðal íslensku happdrættis- og getraunafyrirtækjanna. Fyrir hönd Betsson vil ég beina því til fjölmiðla og alls áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel. Það er fjórfrelsi hins evrópska efnahagssvæðis að þakka að Íslendingar eiga val um það hjá hverjum þeir spila á Netinu og við hvaða aðstæður. Ekkert í starfsemi Betsson er ólögmætt eins og ítrekað er haldið fram af forsvarsmönnum íslensku spilafyrirtækjanna. Höfundur er lögmaður.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun