Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Lovísa Arnardóttir skrifar 8. maí 2024 13:38 Lambið var flækt í girðinguna. Myndin er tekin í gær, 7. maí. Mynd/Steinunn Árnadóttir Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. Í tilkynningu frá DÍS segir að sauðféð á bænum sé „í miklum vanhöldum“ og komið utan girðingar þar sem engin beit er við bæinn. Þá kemur fram að ærnar séu margar farnar að bera án eftirlits sem sé brot á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár. Sauðféð veikt „Nýborin lömb eru að finnast dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð er jafnframt margt orðið veikt og ein ær hefur fundist dauð. Um er að ræða mál þar sem dýr hafa verið látin þjást árum saman meðan málið er í ferli hjá yfirvöldum sem tryggja ekki velferð þessara dýra,“ segir í tilkynningu DÍS. Kindurnar geta ekki leitað inn. Myndirnar eru teknar í gær, 7. maí. Mynd/Steinunn Árnadóttir MAST hefur tilkynnt samtökunum að málið sé í ferli en DÍS telur stofnunina þurfa að bregðast strax við. Ef þau geri það ekki sinni þau ekki sínu lögbundna hlutverki að verja velferð dýra og hefur DÍS sent ábendingu þess efnis til umboðsmanns Alþingis. Samtökin segja ástand dýranna afar lélegt og hafa tilkynnt málið til Umboðsmanns Alþingis. Lagaleg skylda að koma dýrunum til bjargar Fjallað var um MAST og viðbrögð stofnunarinnar í stjórnsýsluúttekt hjá Ríkisendurskoðun seint á síðasta ári. Þar kom, meðal annars, fram um eftirlit MAST með velferð búfjár að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga um velferð dýra. Ærnar bera án eftirlits. Myndin er tekin í gær. Mynd/Steinunn Árnadóttir „Það er lagaleg skylda MAST að koma dýrum í neyð til bjargar, það er ekki síður siðferðisleg skylda samfélagsins alls,“ segir DÍS Það er ákall frá stjórn DÍS að dýrunum að bænum Höfða í Þverárhlíð verði tafarlaust komið til bjargar og lífs með því að yfirvöld bregðist við. Málið þolir enga bið, í húfi er velferð, líf og heilsa dýranna á Höfða. Slæmur aðbúnaður um árabil Áður hefur verið fjallað um aðbúnað dýra á bænum en fyrir tæpu ári síðan vakti dýraverndunarsinninn Steinunn Árnadóttir athygli á slæmum aðbúnaði dýranna. Fleiri Borgfirðingar tóku undir það í viðtölum. Steinunn gerði helst athugasemdir við húsakostinn á bænum en ekki væri pláss fyrir allt féð. Auk þess væri ekkert fylgst með kindunum sem væru á túnum annarra bænda. Í desember í fyrra fór svo hópur dýraverndunarsinna í Þverárhlíð til að bjarga fé sem enn var úti. Ein kindanna var vafin í gaddavír. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ sagði Steinunn Árnadóttir þá í viðtali, en hún skipulagði hópferðina. Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. 29. apríl 2024 14:00 Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. 2. júní 2023 15:04 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Í tilkynningu frá DÍS segir að sauðféð á bænum sé „í miklum vanhöldum“ og komið utan girðingar þar sem engin beit er við bæinn. Þá kemur fram að ærnar séu margar farnar að bera án eftirlits sem sé brot á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár. Sauðféð veikt „Nýborin lömb eru að finnast dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð er jafnframt margt orðið veikt og ein ær hefur fundist dauð. Um er að ræða mál þar sem dýr hafa verið látin þjást árum saman meðan málið er í ferli hjá yfirvöldum sem tryggja ekki velferð þessara dýra,“ segir í tilkynningu DÍS. Kindurnar geta ekki leitað inn. Myndirnar eru teknar í gær, 7. maí. Mynd/Steinunn Árnadóttir MAST hefur tilkynnt samtökunum að málið sé í ferli en DÍS telur stofnunina þurfa að bregðast strax við. Ef þau geri það ekki sinni þau ekki sínu lögbundna hlutverki að verja velferð dýra og hefur DÍS sent ábendingu þess efnis til umboðsmanns Alþingis. Samtökin segja ástand dýranna afar lélegt og hafa tilkynnt málið til Umboðsmanns Alþingis. Lagaleg skylda að koma dýrunum til bjargar Fjallað var um MAST og viðbrögð stofnunarinnar í stjórnsýsluúttekt hjá Ríkisendurskoðun seint á síðasta ári. Þar kom, meðal annars, fram um eftirlit MAST með velferð búfjár að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga um velferð dýra. Ærnar bera án eftirlits. Myndin er tekin í gær. Mynd/Steinunn Árnadóttir „Það er lagaleg skylda MAST að koma dýrum í neyð til bjargar, það er ekki síður siðferðisleg skylda samfélagsins alls,“ segir DÍS Það er ákall frá stjórn DÍS að dýrunum að bænum Höfða í Þverárhlíð verði tafarlaust komið til bjargar og lífs með því að yfirvöld bregðist við. Málið þolir enga bið, í húfi er velferð, líf og heilsa dýranna á Höfða. Slæmur aðbúnaður um árabil Áður hefur verið fjallað um aðbúnað dýra á bænum en fyrir tæpu ári síðan vakti dýraverndunarsinninn Steinunn Árnadóttir athygli á slæmum aðbúnaði dýranna. Fleiri Borgfirðingar tóku undir það í viðtölum. Steinunn gerði helst athugasemdir við húsakostinn á bænum en ekki væri pláss fyrir allt féð. Auk þess væri ekkert fylgst með kindunum sem væru á túnum annarra bænda. Í desember í fyrra fór svo hópur dýraverndunarsinna í Þverárhlíð til að bjarga fé sem enn var úti. Ein kindanna var vafin í gaddavír. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ sagði Steinunn Árnadóttir þá í viðtali, en hún skipulagði hópferðina.
Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. 29. apríl 2024 14:00 Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. 2. júní 2023 15:04 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. 29. apríl 2024 14:00
Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. 2. júní 2023 15:04