Sumargjafir Gunnar Ingi Björnsson skrifar 8. maí 2024 18:30 Það er gamall og góður siður að gefa börnum sumargjöf þegar vora tekur og dagana lengir. Þó hallað hafi undan þeim sið á undanförnum árum eru þó margir Íslendingar sem minnast sumargjafanna með hlýjum hug. Það er nefnilega fallegt að gefa. Það er því ákveðin kaldhæðni fólgin í því að borgastjórn Reykjavíkur hafi kosið að afhenda borgarbúum styttri opnunartíma í sundlaugum sínum núna á vor mánuðum og sumarið rétt að ganga í garð. Einskonar öfugsnúin sumargjöf, með horn og hala. Aðhaldsaðgerðir og aukin þjónusta haldast reyndar oft í hendur líkt og fýsibelgur sem dregst inn og út. Opnunartími sundlauga hefur fylgt þeim takti í gegnum árin en fólk virtist blessunarlega hafa áttað sig á að farsælast væri að hafa opnunartíma eins rúma og hægt væri. Ekki flækja það sem ekki þarf að flækja. Enda er sundlaugin orðin samofin menningu okkar Íslendinga með sambærilegum hætti og Finnar eru þekktir fyrir sínar saunur og ameríkaninn er fyrir hamborgara. Þann 1. apríl síðastliðin voru klipptar tvær klukkustundir aftan af opnunartíma lauganna á laugardags og sunnudagskvöldum – klukkustund hvorn dag og þeim lokað 21:00 í stað 22:00 eins og virka daga. Af hverju urðu laugardags og sunnudagskvöld fyrir valinu? Oft er ekki þverfótað fyrir mannskap í laugunum á þeim tíma og þá kannski sérstaklega einmitt á sumrin. Sundlaugarnar eru nefnilega stór fjárfesting sem Reykjavík hefur komið sér upp fyrir útsvar okkar borgarbúa og eðlilegt er að nýta slíkar fjárfestingar vel og hafa þær opnar þegar borgarbúum hentar – eins lengi og skynsamlegt er. Ekki ætla ég að gerast svo yfirlætislegur að leggja til að laugarnar væru fremur opnaðar seinna á morgnanna. Þó rennur mér í grun að mótmæl hefðu orðið háværari ef ákveðið hefði verið að skerða opnunartíma lauganna að morgni til. Reyndar er ég nokkuð viss um að slíkt hefði ekki verið látið fram ganga. Sérstaklega ef það hefði komið fram að sparnaðurinn sem um ræðir næmi 20 milljónum króna í heildina, fyrir allar laugar Reykjavíkur. Hið merkilega er nefnilega að þessu fylgdu, að ég best get skilið, engar breytingar á vaktafyrirkomulagi fremur en að stytta vaktir starfsmanna og lausráðinna starfsmanna. Engar heildrænar breytingar sem skipt gætu máli, nei, bara styttri vaktir og greiða „örlítið“ minni laun. Flækja það sem ekki var sérlega flókið, sundlaugarnar opnar alla daga til 22:00 á kvöldin. Í samhengi við þetta má t.d. horfa til þess að Reykjavík ráðstafar árlega umtalsverðum fjármunum í íbúakosningar þar sem íbúar geta lagt hitt og þetta til sem er þá kosið um hvort af verður. Þar sjást tölur oft mun hærri en þessar tölur í hin ýmsu verkefni sem ég hef oft verulegar efasemdir um að séu í raun nýttar. Væri ekki nær lagi að setja peninginn þar sem við vitum að hann er nýttur? Efalaust eru einhverjir sem munu fetta fingur út í verið sé að fetta fingur út í þessa breytingar. Telja þá væntanlega að þetta sé slíkt smámál að það ekki eigi skilið athygli, þegar mun stærri mál blasa við. Þeim er frjálst að fetta alla sínar 10 fingur eins og þeir vilja. Í hinu stóra samhengi eru 20 milljónir nefnilega ekki tala sem mun skipta neinu höfuðmáli í rekstri Reykjavíkurborgar. Af fréttum að dæma eru mörg betri og stærri tækifæri sem gefast til þess að spara í rekstri borgarinnar. Þar ætti líka athyglin að vera. Nýr borgarstjóri tók við keflinu nú fyrr á árinu. Hans bíða mörg og stór verkefni og kannski best að hafa sem færst orð um það. Þeir sem veittu honum brautargöngu munu efalaust fylgjast vel með hvernig honum gengur að feta sig áfram í að leysa úr þeim verkefnum. Atkvæði þeirra í næstu kosningum byggist væntanlega á hvernig honum farnast. Svo verður einnig með mitt atkvæði. Ég ætla reyndar líka að horfa til þess hvaða skilaboð ég tel borgina almennt vera að senda almennum útsvarsgreiðendum eins og mér. Sem dæmi með aðgerðum eins og þessari ómerkilegu og vitlausu þjónustuskerðingu. Ég ætla líka að velta fyrir mér hvort ég hafi fengið einhverja sumargjöf þetta árið. Höfundur er reglufastur Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. 7. apríl 2024 17:01 Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er gamall og góður siður að gefa börnum sumargjöf þegar vora tekur og dagana lengir. Þó hallað hafi undan þeim sið á undanförnum árum eru þó margir Íslendingar sem minnast sumargjafanna með hlýjum hug. Það er nefnilega fallegt að gefa. Það er því ákveðin kaldhæðni fólgin í því að borgastjórn Reykjavíkur hafi kosið að afhenda borgarbúum styttri opnunartíma í sundlaugum sínum núna á vor mánuðum og sumarið rétt að ganga í garð. Einskonar öfugsnúin sumargjöf, með horn og hala. Aðhaldsaðgerðir og aukin þjónusta haldast reyndar oft í hendur líkt og fýsibelgur sem dregst inn og út. Opnunartími sundlauga hefur fylgt þeim takti í gegnum árin en fólk virtist blessunarlega hafa áttað sig á að farsælast væri að hafa opnunartíma eins rúma og hægt væri. Ekki flækja það sem ekki þarf að flækja. Enda er sundlaugin orðin samofin menningu okkar Íslendinga með sambærilegum hætti og Finnar eru þekktir fyrir sínar saunur og ameríkaninn er fyrir hamborgara. Þann 1. apríl síðastliðin voru klipptar tvær klukkustundir aftan af opnunartíma lauganna á laugardags og sunnudagskvöldum – klukkustund hvorn dag og þeim lokað 21:00 í stað 22:00 eins og virka daga. Af hverju urðu laugardags og sunnudagskvöld fyrir valinu? Oft er ekki þverfótað fyrir mannskap í laugunum á þeim tíma og þá kannski sérstaklega einmitt á sumrin. Sundlaugarnar eru nefnilega stór fjárfesting sem Reykjavík hefur komið sér upp fyrir útsvar okkar borgarbúa og eðlilegt er að nýta slíkar fjárfestingar vel og hafa þær opnar þegar borgarbúum hentar – eins lengi og skynsamlegt er. Ekki ætla ég að gerast svo yfirlætislegur að leggja til að laugarnar væru fremur opnaðar seinna á morgnanna. Þó rennur mér í grun að mótmæl hefðu orðið háværari ef ákveðið hefði verið að skerða opnunartíma lauganna að morgni til. Reyndar er ég nokkuð viss um að slíkt hefði ekki verið látið fram ganga. Sérstaklega ef það hefði komið fram að sparnaðurinn sem um ræðir næmi 20 milljónum króna í heildina, fyrir allar laugar Reykjavíkur. Hið merkilega er nefnilega að þessu fylgdu, að ég best get skilið, engar breytingar á vaktafyrirkomulagi fremur en að stytta vaktir starfsmanna og lausráðinna starfsmanna. Engar heildrænar breytingar sem skipt gætu máli, nei, bara styttri vaktir og greiða „örlítið“ minni laun. Flækja það sem ekki var sérlega flókið, sundlaugarnar opnar alla daga til 22:00 á kvöldin. Í samhengi við þetta má t.d. horfa til þess að Reykjavík ráðstafar árlega umtalsverðum fjármunum í íbúakosningar þar sem íbúar geta lagt hitt og þetta til sem er þá kosið um hvort af verður. Þar sjást tölur oft mun hærri en þessar tölur í hin ýmsu verkefni sem ég hef oft verulegar efasemdir um að séu í raun nýttar. Væri ekki nær lagi að setja peninginn þar sem við vitum að hann er nýttur? Efalaust eru einhverjir sem munu fetta fingur út í verið sé að fetta fingur út í þessa breytingar. Telja þá væntanlega að þetta sé slíkt smámál að það ekki eigi skilið athygli, þegar mun stærri mál blasa við. Þeim er frjálst að fetta alla sínar 10 fingur eins og þeir vilja. Í hinu stóra samhengi eru 20 milljónir nefnilega ekki tala sem mun skipta neinu höfuðmáli í rekstri Reykjavíkurborgar. Af fréttum að dæma eru mörg betri og stærri tækifæri sem gefast til þess að spara í rekstri borgarinnar. Þar ætti líka athyglin að vera. Nýr borgarstjóri tók við keflinu nú fyrr á árinu. Hans bíða mörg og stór verkefni og kannski best að hafa sem færst orð um það. Þeir sem veittu honum brautargöngu munu efalaust fylgjast vel með hvernig honum gengur að feta sig áfram í að leysa úr þeim verkefnum. Atkvæði þeirra í næstu kosningum byggist væntanlega á hvernig honum farnast. Svo verður einnig með mitt atkvæði. Ég ætla reyndar líka að horfa til þess hvaða skilaboð ég tel borgina almennt vera að senda almennum útsvarsgreiðendum eins og mér. Sem dæmi með aðgerðum eins og þessari ómerkilegu og vitlausu þjónustuskerðingu. Ég ætla líka að velta fyrir mér hvort ég hafi fengið einhverja sumargjöf þetta árið. Höfundur er reglufastur Reykvíkingur
Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. 7. apríl 2024 17:01
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun