Leverkusen sótti án afláts en fyrsta mark þeirra var þó sjálfsmark Gianluca Mancini á 82. mínútu. Bæði mörk Roma komu úr vítaspyrnum og var það að verki Leandro Paredes. Fyrri leikur liðanna fór 0-2 og var því jafnt í einvíginu þar til sjálfsmarkið kom.
Mancini mun eflaust naga sig lengi í handabökin yfir þessu marki sem var afar klaufalegt. Leverkusen fékk hornspyrnu sem Mile Svilar, markvörður Roma, náði að koma höndunum í, boltinn barst á fjær þar sem Mancini var nánast einn en boltinn spýttist í hann og inn.
Hann getur þó þakkað fyrir að Josip Stanišić skoraði seinna mark Leverkusen djúpt í uppbótartíma svo að úrslitin réðust ekki á sjálfsmarkinu en samanlagt fór einvígið 4-2.
Í hinum leik kvöldsins tók Atalanta á móti Marseille. Þar höfðu heimamenn töluverða yfirburði og unnu að lokum nokkuð þægilegan 3-0 sigur og samanlagt 3-1.
Það verða því Ítalía og Þýskaland sem eigast við í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en leikurinn fer fram þann 22. maí í Dyflinni á Írlandi.
🔴⚫️🇪🇸 Xabi Alonso took charge at Bayer Leverkusen on October 5, 2022 as second bottom in the league…
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 9, 2024
…he’s made history with the longest unbeaten streak in football history since UEFA with 49 games undefeated.
🤖 136 goals scored in 49 games.
🇩🇪 Bundesliga champions for the… pic.twitter.com/cIvP3HoLTo